Bólusetningar
Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss
Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins.
Tugir þúsunda mislingasmita í Evrópu á árinu
Þrettán hafa látist í þremur Evrópulöndum á fyrstu tveimur mánuðum ársins.
Trump hvetur fólk til bólusetninga
Forseti Bandaríkjanna hafði áður sagt MMR-bóluefnið tengt einhverfu. Hugmyndin um að bóluefni gegn mislingum geti valdið einhverfu er afar lífseig en alröng. Mislingatilfelli í Bandaríkjunum ekki verið fleiri á þessari öld. Hlutfall bólusettra lækkar.
Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra
Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra.
Mislingafaraldur í Madagaskar hefur kostað yfir 1.200 lífið
Yfir 1200 manns eru látnir í stærsta mislingafaraldri sem afríska eyríkið Madagaskar hefur fengið að kynnast. Meira en 115.000 manns eru taldir hafa smitast.
Leggur fram breytta bólusetningartillögu: „Eftir hverju er verið að bíða?“
Bólusetningar hafa verið mikið í umræðunni eftir að mislingasmit voru greind í sjö einstaklingum víða um land. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem vill sjá úrbætur í bólusetningum og hefur barist fyrir bólusetningarskyldu í leikskólum borgarinnar.
Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga
Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni.
Neyðarástand vegna mislingafaraldurs
Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almennings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Mislingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rockland.
Tekist hefur að stöðva útbreiðslu mislinga
Engin mislingatilfelli greind á undanförnum dögum.
Sá sem bar mislinga til Íslands finnur ekki til samviskubits enda taldi hann sig bólusettan
Leið eins og hann væri að drepast.
Sjöunda mislingasmitið staðfest
Nýjasta tilfellið er 23 ára gamall einstaklingur með sögu um bólusetningu við 12 ára aldur.
Á sjöunda tug í heimasóttkví vegna mislinga
Heildarfjöldi staðfestra tilfella er því fimm og vafatilfelli er eitt en hvert tilfelli hefur þannig áhrif á marga einstaklinga í nánasta umhverfi.
Engin ný mislingatilfelli
Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind hér á landi og er því heildarfjöldi smita enn fimm staðfest smit og eitt vafatilfelli.
Ekki greinst ný mislingasmit
Tíu þúsund skammtar af bóluefni eru komnir í dreifingu á heilbrigðisstofnanir um land allt.
Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit
Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri.
Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar
Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga.
Nítján mánaða drengur mögulega með mislinga
Fyrir hafa fimm einstaklingar greinst með mislinga hér á landi síðan um miðjan febrúar.
Tæp 95 prósent vilja bólusetningarskyldu
Könnun fyrirtækisins Zenter rannsókna leiðir í ljós yfirgnæfandi stuðning við að lögfest verði skylda til bólusetninga og að þær verði gerðar að skilyrði fyrir leikskólavist.
Fleiri mislingasmit ekki verið staðfest
Samtals hafa um fimmtíu sýni verið send í greiningu á Landspítala en áfram verður fylgst með stöðu mála.
Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir
Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum
Bólusetningar gengu vel í dag
Bólusetningar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu gengu vel í dag en hægt var að fá mislingabólusetningu frá klukkan 12:00 til 15:00.
Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið
Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum.
Hátt í fjörutíu leikskólabörn í sóttkví vegna gruns um mislingasmit
Enn hafa engin ný smit komið fram en þrjátíu sýni hafa verið tekin á síðustu dögum. Sóttvarnalæknir segir að fleiri gætu átt eftir að greinast. Þá vinni hann nú að því að senda út upplýsingar til lækna um það hvernig eigi að túlka niðurstöður úr mislingaprófi en mistök á túlkun urðu til þess að smitað átján mánaða gamalt barn fór á leikskólann.
Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar.
Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu
Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag.
Heima í 2-3 vikur vegna mislingasmits á leikskólanum
Foreldrar barns á ungbarnaleikskólanum Hnoðrakoti, sem nú eru með sautján mánaða dóttur sína heima í sóttkví, segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við þegar mislingasmit kom upp.
Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga
Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða.
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita
Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim.
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu
Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir.
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum
Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect.