Trump hvetur fólk til bólusetninga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 07:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var öllu vísindalegri í málflutningi sínum um bólusetningar í gær en hann hefur áður verið. Vísir/EPA Bólusetningar eru afar mikilvægar og því ættu Bandaríkjamenn að láta bólusetja sig við mislingum. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar blaðamenn spurðu hann um mislingafaraldur vestanhafs á lóð Hvíta hússins í gær. Trump hefur áður tjáð sig um bólusetningar og þá á óvísindalegri nótum. Í kappræðum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016 sagði forsetinn að hann væri hlynntur smærri skömmtum bóluefnis yfir lengri tíma. „Einhverfa er orðin faraldur. Fyrir 25 eða 35 árum, þú getur kíkt á tölfræðina, ekki nærri því. Þetta er orðið stjórnlaust. Ég er algjörlega hlynntur bólusetningum en ég vil smærri skammta yfir lengri tíma,“ sagði Trump þá. Forsetinn hafði einnig tengt bólusetningar við einhverfu árin 2012 og 2014. Í tísti árið 2014 sagði hann: „Heilbrigt, ungt barn fer til læknis sem dælir í það úr risavaxinni sprautu með mörgum bóluefnum. Barninu líður ekki vel og það breytist, EINHVERFA. Mörg slík tilfelli!“ Mýtan um að bólusetningar valdi einhverfu er lífseig. Hún á rætur sínar að rekja til rannsókna breska fyrrverandi læknisins Andrews Wakefield. Sá var sviptur læknisréttindum sínum fyrir að birta falsaðar niðurstöður í grein þar sem hann sagði tengsl á milli MMR-bóluefnisins, við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, og einhverfu. Árið 2010 komst gerðardómur læknisfræðiráðs Bretlands (GMC) að þeirri niðurstöðu að Wakefield hefði í fjórgang sýnt óheiðarleika við rannsóknina. Læknisfræðitímaritið Lancet dró í kjölfarið til baka grein Wakefields, birta árið 1998, og Richard Horton ritstjóri sagði tímaritið hafa verið blekkt. Síðan Wakefield birti sínar röngu niðurstöður hafa fleiri rannsóknir verið gerðar á tengslum MMR-bóluefnis og einhverfu. Dönsk rannsókn frá því í mars síðastliðnum á 657.461 barni, fæddum á milli 1999 og 2010 í Danmörku, leiddi til að mynda í ljós að MMR-bóluefni eykur ekki líkur á einhverfu. Ítrekað hefur verið greint frá erfiðri stöðu vegna mislinga í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Í Rockland-sýslu í New York var óbólusettum börnum um skeið gert að forðast almenningsrými vegna faraldurs og í New York-borg voru íbúar í Williamsburg skyldaðir til að láta bólusetja sig svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríska smitsjúkdómavarnastofnunin CDC greindi frá því á mánudag að 626 mislingatilfelli hefðu nú verið staðfest í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Raunveruleg tala er líklega hærri enda ekki öll tilfelli tilkynnt og nær talan ekki nema til 19. apríl síðastliðins. Á miðvikudag greindi CDC svo frá því að talan stæði nú í 695 og hefur fjöldinn ekki verið meiri frá árinu 2000. Hlutfall bólusettra hefur lækkað í Bandaríkjunum undanfarið ár. Rétt rúm níutíu prósent ungbarna eru bólusett en til þess að hjarðónæmi myndist gegn sjúkdómi þarf hlutfall bólusettra að vera 95 prósent. Í ýmsum hverfum New York-borgar getur hlutfall bólusettra farið alveg niður í sextíu prósent. Mislingar eru um þessar mundir vandamál víðar en í Bandaríkjunum. Í Farsóttafréttum sem birtust í vikunni kom fram að mislingatilvik hefðu ítrekað komið upp um borð í flugvélum sem hafa haft viðkomu hér á landi frá árinu 2016. Greint var frá því enn fremur að óbólusettur, fullorðinn karlmaður hefði komið til landsins með flugi í febrúar og smitað sex einstaklinga. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Donald Trump Tengdar fréttir Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00 Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Bólusetningar eru afar mikilvægar og því ættu Bandaríkjamenn að láta bólusetja sig við mislingum. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar blaðamenn spurðu hann um mislingafaraldur vestanhafs á lóð Hvíta hússins í gær. Trump hefur áður tjáð sig um bólusetningar og þá á óvísindalegri nótum. Í kappræðum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016 sagði forsetinn að hann væri hlynntur smærri skömmtum bóluefnis yfir lengri tíma. „Einhverfa er orðin faraldur. Fyrir 25 eða 35 árum, þú getur kíkt á tölfræðina, ekki nærri því. Þetta er orðið stjórnlaust. Ég er algjörlega hlynntur bólusetningum en ég vil smærri skammta yfir lengri tíma,“ sagði Trump þá. Forsetinn hafði einnig tengt bólusetningar við einhverfu árin 2012 og 2014. Í tísti árið 2014 sagði hann: „Heilbrigt, ungt barn fer til læknis sem dælir í það úr risavaxinni sprautu með mörgum bóluefnum. Barninu líður ekki vel og það breytist, EINHVERFA. Mörg slík tilfelli!“ Mýtan um að bólusetningar valdi einhverfu er lífseig. Hún á rætur sínar að rekja til rannsókna breska fyrrverandi læknisins Andrews Wakefield. Sá var sviptur læknisréttindum sínum fyrir að birta falsaðar niðurstöður í grein þar sem hann sagði tengsl á milli MMR-bóluefnisins, við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, og einhverfu. Árið 2010 komst gerðardómur læknisfræðiráðs Bretlands (GMC) að þeirri niðurstöðu að Wakefield hefði í fjórgang sýnt óheiðarleika við rannsóknina. Læknisfræðitímaritið Lancet dró í kjölfarið til baka grein Wakefields, birta árið 1998, og Richard Horton ritstjóri sagði tímaritið hafa verið blekkt. Síðan Wakefield birti sínar röngu niðurstöður hafa fleiri rannsóknir verið gerðar á tengslum MMR-bóluefnis og einhverfu. Dönsk rannsókn frá því í mars síðastliðnum á 657.461 barni, fæddum á milli 1999 og 2010 í Danmörku, leiddi til að mynda í ljós að MMR-bóluefni eykur ekki líkur á einhverfu. Ítrekað hefur verið greint frá erfiðri stöðu vegna mislinga í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Í Rockland-sýslu í New York var óbólusettum börnum um skeið gert að forðast almenningsrými vegna faraldurs og í New York-borg voru íbúar í Williamsburg skyldaðir til að láta bólusetja sig svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríska smitsjúkdómavarnastofnunin CDC greindi frá því á mánudag að 626 mislingatilfelli hefðu nú verið staðfest í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Raunveruleg tala er líklega hærri enda ekki öll tilfelli tilkynnt og nær talan ekki nema til 19. apríl síðastliðins. Á miðvikudag greindi CDC svo frá því að talan stæði nú í 695 og hefur fjöldinn ekki verið meiri frá árinu 2000. Hlutfall bólusettra hefur lækkað í Bandaríkjunum undanfarið ár. Rétt rúm níutíu prósent ungbarna eru bólusett en til þess að hjarðónæmi myndist gegn sjúkdómi þarf hlutfall bólusettra að vera 95 prósent. Í ýmsum hverfum New York-borgar getur hlutfall bólusettra farið alveg niður í sextíu prósent. Mislingar eru um þessar mundir vandamál víðar en í Bandaríkjunum. Í Farsóttafréttum sem birtust í vikunni kom fram að mislingatilvik hefðu ítrekað komið upp um borð í flugvélum sem hafa haft viðkomu hér á landi frá árinu 2016. Greint var frá því enn fremur að óbólusettur, fullorðinn karlmaður hefði komið til landsins með flugi í febrúar og smitað sex einstaklinga.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Donald Trump Tengdar fréttir Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00 Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Fleiri fréttir Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Sjá meira
Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent