„Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2024 06:53 Ef horft er út um stofugluggana blasir ekkert við nema útveggur vöruhússins og svona er útsýnið af svölunum. Vísir/Bjarni „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. Að sögn Dóru Bjartar, sem sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis í gær hafa kynnt sér málið í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar, var að byggingaraðili fjölbýlishússins sem ákvað að færa það nær iðnaðarlóðinni árið 2015. Dóra sagði þekkt að byggingar væru þétt upp við hvor aðra, sérstaklega í nýrri hverfum. „En það sem er náttúrulega svo sjokkerandi hér er að þetta er bara grár veggur, þetta er bara einhvers konar gímald, og upplifunin af þessu er auðvitað ömurleg. Það eru engir gluggar, það er ekkert sem er einhvern veginn... einhver „dínamík“ eða einhvers konar flæði sem mildar áhrifin af þessum vegg. Það er það sem er sérstaklega vont þarna og upplifunin er auðvitað vond.“ Að sögn Dóru Bjartar hefur lóðinni verið breytt nokkrum sinnum en ætlunin með uppbyggingunni á reitnum hafi meðal annars verið sú að skýla öðrum byggingum frá hljóðmengun frá stofnbrautinni sem liggur framhjá. „Við sáum auðvitað kosti við það og ég held að öll sjái að það er kostur að fá atvinnustarfsemi inn í hverfið og jafnvel blómlega þjónustu og verslun og eitthvað svoleiðis. Og okkur var sagt að þarna ættu að koma höfuðstöðvar stórfyrirtækis og ég hugsaði bara og sá fyrir mér eitthvað allt annað.“ Aðspurð segist hún þó ekki geta fullyrt að borgaryfirvöld hafi verið blekkt. „Ég veit bara að fólk hafði allt aðrar væntingar og varð bara mjög sjokkerað þegar það sá að þetta ætti bara að vera einhvers konar vöruskemma. Og vandinn er þá kannski svolítið að það er gert skipulag um þetta og auðvitað væri hægt að hafa ennþá þrengri skilmála, eða stífari skilmála, um þetta hús. Það er það sem ég hef beitt mér fyrir og haft miklar skoðanir á, til að tryggja gæðin.“ Dóra Björt gat ekki svarað því hvort borgin væri beinlínis ábyrg gagnvart þeim íbúum sem horfa nú beint á umræddan vegg út um stofugluggann en ítrekar að það hafi alltaf legið fyrir að þarna myndi rísa iðnaðarhúsnæði. Málið sé ágætt dæmi um nauðsyn þess að hafa uppi reglur og skilyrði í skipulagi, sem andstæðingar borgaryfirvalda hafi oft kvartað undan og gagnrýnt. „Til að tryggja að svona fíaskó eigi sér ekki stað,“ segir hún. „Hér erum við með Haga, stórfyrirtæki sem kemur þarna, og þetta er bara fyrirtæki sem er að þjónusta almenning og á allt sitt undir viðskiptum við almenning, og maður hefði haldið að þau hefðu þá einhvern metnað fyrir umhverfinu og huga að því. En það virðist ekki vera, því miður.“ Borgaryfirvöld hafi þrýst á um breytingar og henni skildist að forsvarsmenn Haga væru opnir fyrir því. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði sig um málið á Facebook í gær og sagðist meðal annars velta því fyrir sér hvort eigendur „ferlíkisins“ finndu ekki til ábyrgðar. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Fleiri fréttir Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Sjá meira
Að sögn Dóru Bjartar, sem sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis í gær hafa kynnt sér málið í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar, var að byggingaraðili fjölbýlishússins sem ákvað að færa það nær iðnaðarlóðinni árið 2015. Dóra sagði þekkt að byggingar væru þétt upp við hvor aðra, sérstaklega í nýrri hverfum. „En það sem er náttúrulega svo sjokkerandi hér er að þetta er bara grár veggur, þetta er bara einhvers konar gímald, og upplifunin af þessu er auðvitað ömurleg. Það eru engir gluggar, það er ekkert sem er einhvern veginn... einhver „dínamík“ eða einhvers konar flæði sem mildar áhrifin af þessum vegg. Það er það sem er sérstaklega vont þarna og upplifunin er auðvitað vond.“ Að sögn Dóru Bjartar hefur lóðinni verið breytt nokkrum sinnum en ætlunin með uppbyggingunni á reitnum hafi meðal annars verið sú að skýla öðrum byggingum frá hljóðmengun frá stofnbrautinni sem liggur framhjá. „Við sáum auðvitað kosti við það og ég held að öll sjái að það er kostur að fá atvinnustarfsemi inn í hverfið og jafnvel blómlega þjónustu og verslun og eitthvað svoleiðis. Og okkur var sagt að þarna ættu að koma höfuðstöðvar stórfyrirtækis og ég hugsaði bara og sá fyrir mér eitthvað allt annað.“ Aðspurð segist hún þó ekki geta fullyrt að borgaryfirvöld hafi verið blekkt. „Ég veit bara að fólk hafði allt aðrar væntingar og varð bara mjög sjokkerað þegar það sá að þetta ætti bara að vera einhvers konar vöruskemma. Og vandinn er þá kannski svolítið að það er gert skipulag um þetta og auðvitað væri hægt að hafa ennþá þrengri skilmála, eða stífari skilmála, um þetta hús. Það er það sem ég hef beitt mér fyrir og haft miklar skoðanir á, til að tryggja gæðin.“ Dóra Björt gat ekki svarað því hvort borgin væri beinlínis ábyrg gagnvart þeim íbúum sem horfa nú beint á umræddan vegg út um stofugluggann en ítrekar að það hafi alltaf legið fyrir að þarna myndi rísa iðnaðarhúsnæði. Málið sé ágætt dæmi um nauðsyn þess að hafa uppi reglur og skilyrði í skipulagi, sem andstæðingar borgaryfirvalda hafi oft kvartað undan og gagnrýnt. „Til að tryggja að svona fíaskó eigi sér ekki stað,“ segir hún. „Hér erum við með Haga, stórfyrirtæki sem kemur þarna, og þetta er bara fyrirtæki sem er að þjónusta almenning og á allt sitt undir viðskiptum við almenning, og maður hefði haldið að þau hefðu þá einhvern metnað fyrir umhverfinu og huga að því. En það virðist ekki vera, því miður.“ Borgaryfirvöld hafi þrýst á um breytingar og henni skildist að forsvarsmenn Haga væru opnir fyrir því. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði sig um málið á Facebook í gær og sagðist meðal annars velta því fyrir sér hvort eigendur „ferlíkisins“ finndu ekki til ábyrgðar.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Fleiri fréttir Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Sjá meira