Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2024 21:00 Rúllubaggabein sem finna má á mörgum sveitabæjum. Maðurinn býr í augsýn frá Hafdísi í grennd við Vopnafjörð. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem grunaður er um endurtekin ofbeldisverk þar á meðal tilraun til manndráps á hendur fyrrverandi sambýliskonu sinni tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ konunni. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. Vísir greindi frá því í gær að Landsréttur hefði staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 10. janúar. Hann hefur ýmist verið í varðhaldi eða vistaður á sjúkrastofnunum frá því hann var handtekinn þann 16. október. Á borði héraðssaksóknara Rannsókn lögreglu á málinu lauk í nóvember og var málið sent til héraðssaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá héraðssaksóknara en lögreglan rannsakaði málið sem tilraun til manndráps en til vara sem stórfellda líkamsárás. Fyrrverandi sambýliskona mannsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram í viðtali við Kastljós í vikunni og lýsti þar alvarlegu ofbeldi mannsins gegn henni. Hún sagði réttarkerfið hafa brugðist henni og nefndi í því samhengi höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðst svo á hana. Þar sagði hún einnig manninn hafa ráðist að sér með járnkarli. Fram kemur í greinargerð lögreglunnar að um sé að ræða svokallaðan rúllubaggatein. Í greinargerð lögreglunnar sem fylgdi gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu segir að talið sé að árásin hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálf sjö um kvöldið 16. október síðastliðinn. Maðurinn hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Vitni hitti manninn Í úrskurðinum er einnig haft eftir vitni að það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu eftir að maðurinn var farinn. Hún hafi þá sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Í eldri gæsluvarðhaldsúrskurði, sem birtur hefur verið á vef Landsréttar, segir að vitni hafi greint frá því að maðurinn hafi tjáð honum, eftir árásina, að hann hafi ætlað að „kála henni“ og átt við Hafdísi. Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald af héraðsdómi þann 19. október en sá úrskurður var kærður til Landsréttar og vísað til geðheilsu mannsins. Var óskað eftir vistun á sjúkrahúsi í staðinn. en fluttur tveimur dögum síðar á geðdeild Landspítalans vegna sjálfsvígshættu. Sérfræðingur á spítalanum sagði þörf á innlögn þar sem maðurinn væri með áfallastreituröskun, í sjálfsvígshættu og of veikur fyrir útskrift. Féllst Landsréttur á að vista manninn á geðdeild til 26. nóvember. Litið var til þess að hann kynni að verða sjálfum sér hættulegur ef hann útskrifaðist af sjúkrahúsi auk þess sem hann sagðist sjálfur óttast að verða öðrum hættulegur. Yfirlæknir á geðdeild sagði í símtali til lögreglu þann 8. nóvember að það væri mat lækna að maðurinn væri ekki lengur í bráðri sjálfsvígshættu heldur væri um landtímavanda að ræða. Mælti hann með meðferð hjá geðteymi fanga. Ekki væri þörf á innlögn á sjúkrahúsi. Þurfti lögregla því að gera nýja kröfu um gæsluvarðhald sem var samþykkt til 11. desember og svo endurnýjað til 10. janúar. Vopnafjörður Ofbeldi á Vopnafirði Lögreglumál Geðheilbrigði Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent Fleiri fréttir „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Landsréttur hefði staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 10. janúar. Hann hefur ýmist verið í varðhaldi eða vistaður á sjúkrastofnunum frá því hann var handtekinn þann 16. október. Á borði héraðssaksóknara Rannsókn lögreglu á málinu lauk í nóvember og var málið sent til héraðssaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá héraðssaksóknara en lögreglan rannsakaði málið sem tilraun til manndráps en til vara sem stórfellda líkamsárás. Fyrrverandi sambýliskona mannsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram í viðtali við Kastljós í vikunni og lýsti þar alvarlegu ofbeldi mannsins gegn henni. Hún sagði réttarkerfið hafa brugðist henni og nefndi í því samhengi höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðst svo á hana. Þar sagði hún einnig manninn hafa ráðist að sér með járnkarli. Fram kemur í greinargerð lögreglunnar að um sé að ræða svokallaðan rúllubaggatein. Í greinargerð lögreglunnar sem fylgdi gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu segir að talið sé að árásin hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálf sjö um kvöldið 16. október síðastliðinn. Maðurinn hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Vitni hitti manninn Í úrskurðinum er einnig haft eftir vitni að það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu eftir að maðurinn var farinn. Hún hafi þá sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Í eldri gæsluvarðhaldsúrskurði, sem birtur hefur verið á vef Landsréttar, segir að vitni hafi greint frá því að maðurinn hafi tjáð honum, eftir árásina, að hann hafi ætlað að „kála henni“ og átt við Hafdísi. Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald af héraðsdómi þann 19. október en sá úrskurður var kærður til Landsréttar og vísað til geðheilsu mannsins. Var óskað eftir vistun á sjúkrahúsi í staðinn. en fluttur tveimur dögum síðar á geðdeild Landspítalans vegna sjálfsvígshættu. Sérfræðingur á spítalanum sagði þörf á innlögn þar sem maðurinn væri með áfallastreituröskun, í sjálfsvígshættu og of veikur fyrir útskrift. Féllst Landsréttur á að vista manninn á geðdeild til 26. nóvember. Litið var til þess að hann kynni að verða sjálfum sér hættulegur ef hann útskrifaðist af sjúkrahúsi auk þess sem hann sagðist sjálfur óttast að verða öðrum hættulegur. Yfirlæknir á geðdeild sagði í símtali til lögreglu þann 8. nóvember að það væri mat lækna að maðurinn væri ekki lengur í bráðri sjálfsvígshættu heldur væri um landtímavanda að ræða. Mælti hann með meðferð hjá geðteymi fanga. Ekki væri þörf á innlögn á sjúkrahúsi. Þurfti lögregla því að gera nýja kröfu um gæsluvarðhald sem var samþykkt til 11. desember og svo endurnýjað til 10. janúar.
Vopnafjörður Ofbeldi á Vopnafirði Lögreglumál Geðheilbrigði Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent Fleiri fréttir „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Sjá meira
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent