Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Sylvía Hall skrifar 7. mars 2019 17:34 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Hildur lagði fram slíka tillögu í september á síðasta ári en hún var felld með þrettán atkvæðum gegn tíu. Hildur var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Nýverið hafa borist fregnir af mislingatilfellum hér á landi eftir að mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest hér á landi í kjölfarið, tveir fullorðnir og tvö börn.Sjá einnig: Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Hildur segir full ástæða vera til að velta því fyrir sér hvort tillagan eigi erindi á borð borgarstjórnar á ný eftir fréttir síðustu daga. Hún hafi lagt tillöguna fram síðasta haust eftir að Alþjóða heilbrigðisstofnunin sendi frá sér tilkynningu vegna mislingafaraldar í Evrópu og kallaði eftir aðgerðum. „Við erum að sjá það að tíðni bólusettra barna á Íslandi fer minnkandi og það er ekki vegna þess að þeim foreldrum sem eru á móti bólusetningum fari fjölgandi heldur virðist vera sem fólk sé bara hreinlega að gleyma sér,“ segir Hildur og bætir við að tillagan gæti orðið til þess að fólk yrði meðvitaðara um bólusetningar ef það væri skilyrði fyrir leikskólaplássi.Sjá einnig: Segir eftirfylgni bólusetninga ekki vera að skila nægum árangri Þá segir Hildur að við séum að sjá afleiðingar þess að fólk vanræki það að bólusetja börnin sín og þetta sé það sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin varaði við. „Það er alveg ástæða til að hugsa hvort við eigum að endurtaka tillöguna eða eigum við kannski að finna einhverja aðra leið. Mér hefur dottið í hug hvort að leikskólar og heilsugæsla eiga að fara í meira samstarf. Það má finna einhvern flöt á því en eitthvað þurfum við að gera.“Bólusetningar ekki pólitískt mál Aðspurð hvort hún haldi að tillagan hafi verið felld á sínum tíma vegna þess að hún kom úr „rangri átt“ segir Hildur það geta verið. Það virðist skipta máli hvaðan gott kemur en þannig eigi það ekki að vera, sérstaklega ekki í málum sem varða nær alla í samfélaginu. „Þetta er náttúrulega ekki flokkspólitískt mál, þetta er bara heilbrigðismál og öryggismál.“ Þá segist Hildur hafa fundið mikinn meðbyr með tillögunni á sínum tíma enda sé foreldrum mjög annt um hag og heilsu barna sinna. „Við flest förum og tryggjum börnunum okkar þessar almennu bólusetningar og þá er auðvitað ótækt að aðrir séu að setja börnin okkar í hættu sem sjá ekki um þetta,“ segir Hildur. Hún segir það hafa verið nokkuð pirrandi að heyra af mislingatilfellum eftir að hafa reynt að koma í veg fyrir slíkt með tillögunni. Á þeim tíma hafi verið ljóst að grípa þyrfti til aðgerða og fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. „Maður óttast auðvitað að þessum tilfellum fari fjölgandi af því nú erum við svo opin fyrir umheiminum. Við erum að fá stríðan straum ferðamanna til landsins og við sjálf erum að ferðast um heiminn,“ segir Hildur og bætir við að við þurfum að passa upp á heilsu okkar og barnanna okkar. Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Hafði samband við lækni þegar útbrotin létu sjá sig en hafði áður upplifað skelfilega daga í veikindunum. 6. mars 2019 19:13 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Fleiri fréttir „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Hildur lagði fram slíka tillögu í september á síðasta ári en hún var felld með þrettán atkvæðum gegn tíu. Hildur var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Nýverið hafa borist fregnir af mislingatilfellum hér á landi eftir að mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest hér á landi í kjölfarið, tveir fullorðnir og tvö börn.Sjá einnig: Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Hildur segir full ástæða vera til að velta því fyrir sér hvort tillagan eigi erindi á borð borgarstjórnar á ný eftir fréttir síðustu daga. Hún hafi lagt tillöguna fram síðasta haust eftir að Alþjóða heilbrigðisstofnunin sendi frá sér tilkynningu vegna mislingafaraldar í Evrópu og kallaði eftir aðgerðum. „Við erum að sjá það að tíðni bólusettra barna á Íslandi fer minnkandi og það er ekki vegna þess að þeim foreldrum sem eru á móti bólusetningum fari fjölgandi heldur virðist vera sem fólk sé bara hreinlega að gleyma sér,“ segir Hildur og bætir við að tillagan gæti orðið til þess að fólk yrði meðvitaðara um bólusetningar ef það væri skilyrði fyrir leikskólaplássi.Sjá einnig: Segir eftirfylgni bólusetninga ekki vera að skila nægum árangri Þá segir Hildur að við séum að sjá afleiðingar þess að fólk vanræki það að bólusetja börnin sín og þetta sé það sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin varaði við. „Það er alveg ástæða til að hugsa hvort við eigum að endurtaka tillöguna eða eigum við kannski að finna einhverja aðra leið. Mér hefur dottið í hug hvort að leikskólar og heilsugæsla eiga að fara í meira samstarf. Það má finna einhvern flöt á því en eitthvað þurfum við að gera.“Bólusetningar ekki pólitískt mál Aðspurð hvort hún haldi að tillagan hafi verið felld á sínum tíma vegna þess að hún kom úr „rangri átt“ segir Hildur það geta verið. Það virðist skipta máli hvaðan gott kemur en þannig eigi það ekki að vera, sérstaklega ekki í málum sem varða nær alla í samfélaginu. „Þetta er náttúrulega ekki flokkspólitískt mál, þetta er bara heilbrigðismál og öryggismál.“ Þá segist Hildur hafa fundið mikinn meðbyr með tillögunni á sínum tíma enda sé foreldrum mjög annt um hag og heilsu barna sinna. „Við flest förum og tryggjum börnunum okkar þessar almennu bólusetningar og þá er auðvitað ótækt að aðrir séu að setja börnin okkar í hættu sem sjá ekki um þetta,“ segir Hildur. Hún segir það hafa verið nokkuð pirrandi að heyra af mislingatilfellum eftir að hafa reynt að koma í veg fyrir slíkt með tillögunni. Á þeim tíma hafi verið ljóst að grípa þyrfti til aðgerða og fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. „Maður óttast auðvitað að þessum tilfellum fari fjölgandi af því nú erum við svo opin fyrir umheiminum. Við erum að fá stríðan straum ferðamanna til landsins og við sjálf erum að ferðast um heiminn,“ segir Hildur og bætir við að við þurfum að passa upp á heilsu okkar og barnanna okkar.
Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Hafði samband við lækni þegar útbrotin létu sjá sig en hafði áður upplifað skelfilega daga í veikindunum. 6. mars 2019 19:13 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Fleiri fréttir „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Sjá meira
Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01
Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Hafði samband við lækni þegar útbrotin létu sjá sig en hafði áður upplifað skelfilega daga í veikindunum. 6. mars 2019 19:13
Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00
Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent