Innlent

Tíðindi við stjórnar­myndun og nýliðakynning á Al­þingi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að skrifa stjórnarsáttmála eftir helgi. Þær segja lítinn ágreining á milli flokkanna og standa vonir til að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Við förum yfir tíðindi í stjórnarmyndunarviðræðum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið.

Þá fáum við borgarfulltrúana Líf Magneudóttur og Hildi Björnsdóttur til okkar í myndver að ræða leikskólamálin. Lyfjafyrirtækið Alvotech hyggst koma á fót þremur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu á allra næstu árum, til að bregðast við leikskólavanda starfsmanna. Líf og Hildur eru báðar í minnihluta en eru á öndverðum meiði um einkaframtakið.

Við sýnum magnaðar myndir frá fagnaðarlátum í Sýrlandi í dag og kíkjum í heimsókn á Alþingi, þar sem nýliðar fengu starfskynningu.

Klippa: Kvöldfréttir 13. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×