Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi kemur í dag til Genfar í Sviss, í fyrstu ferð sinni til Evrópu í 24 ár.
Ferð hennar mun vekja mikla athygli og mögulega jafnframt beina athygli manna að ástandinu í heimalandi hennar. Hún var sem kunnugt er í stofufangelsi í Búrma um árabil en losnaði úr því árið 2010. Hún var svo kjörin á þing fyrr á árinu.
Hún mun ávarpa þing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Genf í dag, en stofnunin hefur vakið athygli á þrælkun og barnaþrælkun í Búrma.
Hún flýgur svo til Óslóar þar sem hún mun á morgun taka við Friðarverðlaunum Nóbels 21 ári eftir að hún hlaut þau upphaflega fyrir baráttu sína. Frakkland og Írland verða einnig á dagskránni en í næstu viku heldur Suu Kyi svo til Bretlands og mun sú heimsókn væntanlega vekja mikla athygli. Suu Kyi lærði í Bretlandi og bjó þar í mörg ár.
Hún fór frá eiginmanni og sonum í Bretlandi til Búrma árið 1988 til þess að annast veika móður sína. Hún komst aldrei aftur til Bretlands, en eiginmaður hennar, Michael Aris, lést árið 1999. Í Bretlandi mun Suu Kyi taka við heiðursdoktorsnafnbót við Oxfordháskóla og ávarpa báðar deildir breska þingsins.
Hún snýr svo aftur til Búrma í lok júní en þingið kemur saman þann 4. júlí.
Tekur loks við Nóbelsverðlaununum
Tengdar fréttir
Sparisjóðurinn tapaði stórkostlega á bréfum í Existu
Fjárfestingarfélagið Kista var stofnað í árslok 2006 af Sparisjóðnum í Keflavík (SpKef), SPRON og fleiri minni sparisjóðum til að fjárfesta í Existu, fjárfestingarfélagi sem stýrt var af bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum. Stærsta eign Existu var síðan um fjórðungseign í stærsta banka landsins, Kaupþingi.