Afslappað og áhugavert 29. desember 2011 19:00 á tónleikum Hinn hæfileikaríki Kurt Vile á tónleikum að kynna plötuna Smoke Ring for My Halo.nordicphotos/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Kurt Vile hefur vakið mikla athygli fyrir sína fjórðu plötu. Afslöppuð kassagítarstemning svífur þar yfir vötnum. Sárafáir höfðu heyrt minnst á bandaríska tónlistarmanninn Kurt Vile í byrjun ársins en núna er hann á allra vörum. Hans fjórða plata, Smoke Ring for My Halo þykir mikil meistarasmíð og var samkvæmt flestum virtustu tónlistartímaritunum ein sú besta á árinu sem er að líða. Kurt Vile er 31 árs og kemur frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum, einn af tíu systkinum. Pabbi hans var duglegur að spila tónlist á heimilinu og var sérlegur áhugamaður um bluegrass-sveitatónlist. Þegar Vile var fjórtán ára keypti pabbi hans banjó handa honum og spilaði hann á hljóðfærið eins og um venjulegan gítar væri að ræða. Vile fór að semja og taka upp hugguleg kassagítarlög í svefnherberginu sínu og ákvað upp frá því að verða tónlistarmaður þegar hann yxi úr grasi. Beck og Pavement voru í miklu uppáhaldi hjá honum til að byrja með, auk eldri hljómsveita á borð við Credence Clearwater Revival. Undanfarið hefur honum reyndar verið líkt við hina ýmsa tónlistarmenn, þar á meðal Bruce Springsteen, Tom Petty, Nick Drake, Leonard Cohen, John Fahey, Bob Dylan og Bob Seger. Eftir að hafa gefið út plöturnar Constant Hitmaker og God Is Saying This to You, samdi Vile við bandaríska útgáfufyrirtækið Matador Records, sem hefur einmitt Pavement á sínum snærum auk Sonic Youth, Yo La Tengo, Interpol og Belle and Sebastian. Fyrsta platan hans á vegum Matador, Childish Prodigy, kom út 2009 og fékk góðar viðtökur víðast hvar. Ekki þó jafngóðar og Smoke Ring For My Halo hefur fengið. Afslöppuð stemningin á plötunni og vandaðar lagasmíðarnar þar sem kassagítarinn fær að njóta sín hafa hitt í mark því tímaritin Q, Mojo, Uncut og Rolling Stone gefa henni öll fjórar stjörnur, NME 8 af 10 í einkunn og Pitchfork 8,4 af 10. Viðhafnarútgáfa plötunnar kom út í nóvember þar sem EP-platan So Outta Reach fylgir með. Hún hefur einnig fengið fína dóma en hún var tekin upp á svipuðum tíma og Smoke Ring for My Halo. [email protected] Lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Kurt Vile hefur vakið mikla athygli fyrir sína fjórðu plötu. Afslöppuð kassagítarstemning svífur þar yfir vötnum. Sárafáir höfðu heyrt minnst á bandaríska tónlistarmanninn Kurt Vile í byrjun ársins en núna er hann á allra vörum. Hans fjórða plata, Smoke Ring for My Halo þykir mikil meistarasmíð og var samkvæmt flestum virtustu tónlistartímaritunum ein sú besta á árinu sem er að líða. Kurt Vile er 31 árs og kemur frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum, einn af tíu systkinum. Pabbi hans var duglegur að spila tónlist á heimilinu og var sérlegur áhugamaður um bluegrass-sveitatónlist. Þegar Vile var fjórtán ára keypti pabbi hans banjó handa honum og spilaði hann á hljóðfærið eins og um venjulegan gítar væri að ræða. Vile fór að semja og taka upp hugguleg kassagítarlög í svefnherberginu sínu og ákvað upp frá því að verða tónlistarmaður þegar hann yxi úr grasi. Beck og Pavement voru í miklu uppáhaldi hjá honum til að byrja með, auk eldri hljómsveita á borð við Credence Clearwater Revival. Undanfarið hefur honum reyndar verið líkt við hina ýmsa tónlistarmenn, þar á meðal Bruce Springsteen, Tom Petty, Nick Drake, Leonard Cohen, John Fahey, Bob Dylan og Bob Seger. Eftir að hafa gefið út plöturnar Constant Hitmaker og God Is Saying This to You, samdi Vile við bandaríska útgáfufyrirtækið Matador Records, sem hefur einmitt Pavement á sínum snærum auk Sonic Youth, Yo La Tengo, Interpol og Belle and Sebastian. Fyrsta platan hans á vegum Matador, Childish Prodigy, kom út 2009 og fékk góðar viðtökur víðast hvar. Ekki þó jafngóðar og Smoke Ring For My Halo hefur fengið. Afslöppuð stemningin á plötunni og vandaðar lagasmíðarnar þar sem kassagítarinn fær að njóta sín hafa hitt í mark því tímaritin Q, Mojo, Uncut og Rolling Stone gefa henni öll fjórar stjörnur, NME 8 af 10 í einkunn og Pitchfork 8,4 af 10. Viðhafnarútgáfa plötunnar kom út í nóvember þar sem EP-platan So Outta Reach fylgir með. Hún hefur einnig fengið fína dóma en hún var tekin upp á svipuðum tíma og Smoke Ring for My Halo. [email protected]
Lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira