Tíska og hönnun

Seldist upp daginn eftir kosninga­sigur Krist­rúnar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kristrún var stórglæsileg á laugardagskvöld.
Kristrún var stórglæsileg á laugardagskvöld. Vísir/Anton Brink

Glimmertoppur Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar seldist upp í tískuvöruverslun Mathildar í Kringlunni, Smáralind og í vefverslun daginn eftir Alþingiskosningar.

Eiríkur Jónsson greindi fyrstur frá en hann greindi frá því á vef sínum í lok nóvember að Kristrún hefði mætt í Smáralind og keypt sér toppinn. Nú væri hann uppseldur í búðunum. Hún klæddist svo toppinum svo athygli vakti þegar Samfylkingin fagnaði kosningasigri á kosninganótt í Kolaportinu.

Kristrún stórglæsileg á laugardagskvöld.Vísir/Anton Brink

„Toppurinn seldist upp strax á sunnudeginum bæði í verslunum og í vefverslun,“ segir í svari frá versluninni til Vísis. Eiríkur Jónsson greinir frá því að um sé að ræða skyrtu af gerðinni Polo Ralph Lauren. Hún kostar 54.990 krónur.

Ljóst er að þjóðinni þykir mikið til fatasmekks Kristrúnar koma. Hún stendur í ströngu þessa dagana við að mynda ríkisstjórn Valkyrja með þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins.

Greinilegt að um er að ræða glæsilega flík því sjónvarpskonan Telma Tómasson klæddist henni í Kryddsíldinni á Stöð 2 á Gamlársdag í fyrra. Hér er um alvöru smekkkonur að ræða. 

Telma í toppnum góða á Kryddsíldinni 2023.Vísir/Hulda Margrét





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.