„Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 07:01 Íslenska stórstjarnan Bríet ræddi við blaðamann um líf sitt og listsköpun. Vísir/Vilhelm „Ég held ég hafi bara aldrei tekið lífinu of alvarlega. Maður þarf að minna sig á að þetta er ekki svona alvarlegt. Inni í öllum sársauka er fegurð, það er staðreynd. Ég hef upplifað það frá mjög ungum aldri. Maður verður að nýta öll tólin til að styrkja sig og læra af. Annars er maður bara að byggja fangelsi í kringum sig,“ segir tónlistarkonan og íslenska stórstjarnan Bríet. Blaðamaður ræddi við hana um farsælan feril, tilveruna, hæðir og lægðir og margt fleira. Bríet skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum síðan þegar hún gaf út smáskífuna In too deep og tónlistarmyndband fylgdi. Hún er einhver farsælasta tónlistarkona landsins og er algjörlega óhrædd við að taka áhættu og þróast. Bríet skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017. Hún stendur á tímamótum og lítur yfir farinn veg.Eva Schram „Það gerist sem gerist“ Bríet hefur sömuleiðis haldið fjöldan allan af einstökum tónleikum og gefur ekkert eftir þegar það kemur að sviðsetningu, listsköpun, klæðaburði og öðru og fer gjarnan með hlutina á hærra plan. Hún fer á fullt í bransanum sautján ára gömul, er 25 ára í dag, stendur á tímamótum og heldur ótrauð áfram. „Ég er fimmtán ára þegar ég byrja að koma fram með kassagítarinn. Þá er ég að feta mig áfram í þessu, að semja tónlist og koma fram.“ Tveimur árum síðar verða straumhvörf í lífi Bríetar og allt fer á flug. „Eftir að ég gef út mitt fyrsta lag er strax komin mikil athygli og líka frá erlendum aðilum. Þetta gerist allt ótrúlega hratt fljótt þegar ég byrja.“ Hún segir þó að það hafi ekki stigið henni til höfuðs eða verið yfirþyrmandi. „Ég hef alltaf verið róleg í því að það gerist sem gerist. Þetta er setning sem ég ólst upp við. Ég hef alltaf vitað að tónlistin sé framlenging á mér og listir yfir höfuð. Ég vissi alltaf að þetta myndi vera einhver partur af mér en svo veit maður ekkert hvað það þýðir. Hvort það þýði að ég muni spila fyrir fullum sal af fólki eða vera inni í stúdíói og enginn heyrir það nokkurn tíma. Ég var bara alltaf með gítar við hönd, alltaf með tónlist í gangi og að pæla í alls kyns listsköpun, bíómyndum, klæðaburði og öðru. Það hefur alltaf verið mér mjög eðlislægt. Á sama tíma hefur þetta líka alltaf verið mikið sálarumrót hjá mér, mjög persónulegt og skrýtið.“ Bríet passar upp á að næra allar sínar listrænu hliðar.Óli Magg Svett og listrænt uppeldi mótandi Frá því Bríet man eftir sér hefur hún unnið úr áföllum og tilfinningum í gegnum tónlistina. „Mér fannst eiginlega bara leiðinlegt að syngja ábreiður því ég hafði þessa tjáningarþörf. Ég var alltaf að biðja pabba að kenna mér meira á gítar svo ég gæti samið lög. Það var alltaf þessi meðvitund um að því fyrr sem ég byrji því betri verði ég. Ég er með hljóðupptöku í símanum frá því ég er bara tólf eða þrettán að tala um einhvern strák,“ segir Bríet kímin. „Það er gott stöff en samt hefur þetta alltaf verið tól til þess að heila einhver sár í sér. Ég hef aldrei pælt endilega í því eða áttað mig endilega alltaf á en þetta hefur verið tæki fyrir mig til að hreinsa eitthvað.“ Bríet, sem er fædd árið 1999, er alin upp við listrænt uppeldi. Móðir hennar Ásrún Laila Awad hefur staðið fyrir svetti (e. sweat lodge) á Íslandi frá árinu 1992 og faðir Bríetar Benedikt Elfar kenndi henni kornungri á gítar. „Bæði hjá mömmu og hjá pabba var alltaf mjög mikil hvatning. Hjá mömmu er ég að alast upp í svetti. Þar er sungið, þar eru möntrur, mikið tilfinningatal og þetta æðruleysi. Svo hjá pabba voru rosa miklar djúpar greiningar þar sem við fórum ítarlega yfir fjölbreytta tónlist, til dæmis djassinn og skoðuðum hvað til dæmis gerði gott popplag að svona góðu popplagi. Við horfðum á áhugaverðar bíómyndir og skoðuðum ný sjónarhorn, fundum alltaf eitthvað til að sjá með barnslegum augum. Svo var mamma alltaf svo ótrúlega falleg og hvetjandi. Það var svo mikið stolt gagnvart öllu sem maður gerði og alltaf áfram þú.“ View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Sneri lífinu á hvolf og kastaði því upp í loft Bríet var að senda frá sér lagið Takk fyrir allt þar sem hún fer fögrum orðum um fjölskyldu sína. „Þegar maður ætlar kannski að semja um eina manneskju þá kemur oft alls konar annað til manns. Einhver setning sem ég fatta að er bara ætluð mömmu. Maður verður líka að fylgja því, þannig heldur maður þræðinum. Svo snýst þetta auðvitað líka um að gera gott popplag og finna hvað passar og heldur laginu. Takk fyrir allt varð til ótrúlega hratt út frá því að ég fór að líta yfir þetta ár. Þetta er búið að vera rosalegt ár, mikið umrót og mikið að gerast hjá mér. Það hafa verið margar stórar breytingar og að sama skapi er maður að fara yfir ferilinn og sjá hvað hann hefur verið viðburðaríkur, svo margt sem ég hef gert og upplifað. Ég er orðin 25 ára og er aðeins að leyfa mér að líta í baksýnisspegilinn.“ Bríet segist upplifa kaflaskil í lífi sínu um þessar mundir. Maður er algjörlega búinn að snúa lífinu sínu á hvolf og kasta því upp í loft og maður er að horfa á það frá því sjónarhorni. Þegar allt kemur til alls þá er niðurstaðan sú að ég er bara þakklát fyrir að hafa upplifað sársaukann, fegurðina, breytinguna, þann tíma sem manneskjan gaf manni sem maður er kannski að kveðja, hvað fjölskyldan er alltaf til staðar á þessum erfiðu tímum og bara að sjá hverjir eru það. Lagið byrjar náttúrulega á því að ég er að þakka þjóðinni fyrir að hafa tekið á móti mér, því það er ekkert sjálfsagt, það er ómetanlegt.“ „Minn akkillessarhæll er að vera berskjölduð“ Bríet er þekkt fyrir einlæg og berskjölduð lög og er óhrædd að syngja um tilfinningar sínar. „Þú ert ekki með heilan sal af fólki fyrir framan þig þegar þú ert að semja lagið. Þú ert bara ein með sjálfri þér, svo ertu allt í einu með heilan sal af fólki að fara að flytja lagið og þá er maður bara guð minn almáttugur,“ segir Bríet hlæjandi og bætir við: „Listamenn setja þetta tilfinningarnar í einhvern búning, sérstaklega þegar þetta tengist öðru fólki. Ég er alltaf bara að segja mína hlið af einhverjum tilfinningum. Það er ekki heilagur sannleikur, það er það sem er svo flókið líka. Þú ert að gera gott popplag en sem er samt líka satt út frá þér. Þá skekkir maður eitthvað, svo kannski les einhver rosa mikið í það og það er ekki það sem ég er að tjá. Auðvitað túlkar fólk list út frá eigin upplifun, það búa allir til sínar útgáfur inni í textunum sem maður er að skrifa. Minn akkillesarhæll er að vera svolítið berskjölduð því ég fæ svo mikið út úr því.“ Bríet og Birnir sendu saman frá sér plötuna 1000 orð samhliða tónlistar stuttmynd. Bríet fer ótroðnar slóðir í sinni listsköpun og er óhrædd við berskjöldun.Aðsend Óumflýjanlegt að vera misskilin Platan Kveðja, Bríet kom út árið 2020 og fjallar um ástina og sambandsslit. Bríet gaf sömuleiðis út plötuna 1000 orð í vor með rapparanum Birni og segir hún að innblásturinn hafi líka komið út frá sambandsslitum þar. „En innblásturinn fyrir 1000 orð þróast og breytist yfir í söguform. Það voru öðruvísi uppgjör, ekki bara dagbókin eins og hún leggur sig. Við vorum að taka aðstæður og raunverulegar tilfinningar og búa til leikrit í kringum það. Það var ótrúlega skemmtilegt að búa til heim og gera allt öðruvísi tónlist en ég var vön, mikil danstónlist. Mikið umtal getur fylgt því að opna sig upp á gátt í tónlistinni og segir Bríet það órjúfanlegan hluta af því að vera listamaður. „Það munu allir misskilja þig og horfa á þig á sinn hátt. Það er enginn séns að einu sinni reyna að útskýra sig fyrir neinum, þannig er bara lífið. Ég veit hvað ég er að segja, ég veit hver minn sannleikur er, ég veit hvað ég geri og ég veit hvar ég stend með mitt lífsviðhorf. Það er enginn sem getur tekið það frá mér en svo geta allir fengið sinn bút af því sem þau geta notað í sína heilun.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndina 1000 orð með Bríeti og Birni: Frelsi að spá ekki í áliti annarra Bríet stendur staðföst í báðar fætur og virðist ekki missa svefn yfir áliti annarra. „Ég næ að ýta því mjög mikið til hliðar. Ef það væri bara mjög mikið verið að segja að ég væri vond manneskja þá myndi maður kannski setjast niður og hugsa bíddu þarf ég að skoða eitthvað? Auðvitað fer það eftir því hver er að segja eitthvað, til dæmis ef það væri mitt nánasta fólk. En maður getur ekki hlustað á hvað öllum finnst. Af því fólk breytir kannski um skoðun líka á morgun. Það er frelsi að vera bara ekkert að pæla í því. Ég pæli bara í því þegar mér þykir vænt um manneskjuna, þegar skoðun manneskjunnar skiptir mig máli og það er gagnkvæm ást og virðing þá vil ég auðvitað að manneskjan sjái mig í réttu ljósi. Þá legg ég mig fram við samtalið ef það er einhver árekstur. En þegar þetta er bara einhver þá get ég ekki pælt í því.“ Bríet hefur sem áður segir notið mikillar velgengni og eflaust eru fáir Íslendingar sem þekkja ekki til hennar. Lögin hennar eru með milljónir spilanna á streymisveitunni Spotify og hún er með tæplega 26 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún virðist þó ekki láta frægðina þvælast fyrir sér. „Ég held ég sé ennþá að venjast því að margir viti hver ég er af því það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart. Því þetta er alltaf sama harkið, maður er alltaf jafn óviss. Þegar það kemur út lag þá veit ég ekkert hvort því sé að fara að ganga vel. Ég get ekkert verið viss um það. Ég er líka alltaf svo mikið að passa mig að reyna að vera stöðugt að enduruppgötva mig og það getur alveg verið að einhverjir skilji það ekki. Eins og allt í einu kemur einhver danstónlistar teknóplata út sem er alveg á skjöni við annað sem ég hef gert.“ Bríet er í stöðugri þróun og leggur allt sitt í listina. Hér er hún að gigga á Airwaves fyrir framan fullum sal á Listasafni Reykjavíkur.Aðsend Yrði galin ef henni væri ekki sama Hún segir að í byrjun hafi auðvitað verið svolítið sérstakt að ganga inn á stað og finna augu fólks á sér. „Eða að sjá það hvísla eða taka myndbönd í laumi. Þetta voru auðvitað viðbrigði og maður þarf að venjast þessu en á sama tíma var þetta mér eðlislægt. Ég hef aldrei verið eitthvað rosa meðvituð um sjálfa mig, að ég þurfi þá alltaf að máta mig áður en ég fer út eða vera stöðugt í karakter. Sem betur fer hefur það ekki náð mér þannig, ég held að það myndi alveg gera mann smá galinn. Ég held að grunnstyrkleikur minn sé að mér er alveg sama, annars myndi ég bara ekki lifa þetta af. Mér finnst ekki óþægilegt að fólk sé að horfa á mig, biðja um mynd, dæma mig eða það séu lygasögur um mann eða neitt. Mér finnst það bara fyndið því ég veit minn sannleika. Þannig er maður rólegur í sér og öruggur.“ Bríet situr vel í sjálfri sér.Vísir/Vilhelm Alltaf farið eigin leiðir Aðspurð segist Bríet að mestu leyti alltaf hafa átt auðvelt með að vera sönn sjálfri sér. „Auðvitað koma svo manneskjur inn í líf manns sem geta gert mann ringlaðan. Til dæmis stoppað mann af og fengið mann til að endurskoða eitthvað eða þá rugli í hausnum manns og láti mann fara aðeins út af sporinu þannig maður gleymir því hvar kjarninn manns liggur. En það er akkúrat þar sem maður stækkar og lærir að finna sig aftur inni í því umhverfi. Þannig að ég myndi alveg segja að ég hef verið með mjög sterkan þráð í gegnum magann hjá mér að vera svolítið ég og enginn annar. Það hefur verið mjög sterkt karaktereinkenni hjá mér frá því ég var lítil. Ég hef alltaf viljað fara mínar eigin leiðir, klætt mig öðruvísi og fylgt mínu.“ View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Óhrædd og tekur lífinu ekki alvarlega Rauði þráðurinn í lífi Bríetar hefur sömuleiðis verið að taka því ekki of alvarlega. „Alltaf áður en ég fór upp á svið alveg frá því maður tók þátt í hæfileikakeppnum eða hvað sem var, þá hugsaði ég alltaf bara hvað er það versta sem gæti gerst? Mér mistekst og það er bara fyndið. Ég held ég hafi bara aldrei tekið lífinu of alvarlega. Maður þarf að minna sig á það, þetta er ekki svona alvarlegt og hefur aldrei verið. Inni í öllum sársauka er fegurð, eins sárt og það getur verið þá er það samt bara þannig, það er staðreynd. Maður hefur upplifað það frá mjög ungum aldri, mjög mikinn sársauka og maður sér mjög ungur sér hvað lífið getur verið ljótt. Þar fann ég líka styrkleika í því að fyrirgefa. Að geta litið í eigin barm og hinnar manneskjunnar, reyna að sýna skilning, svo finnur maður fegurðina í því og lærir. Maður verður að nýta öll þessi tól til að styrkja sig og læra af. Annars er maður bara að byggja fangelsi í kringum sig.“ Sársauki furðulega mótandi afl Þá sé erfitt fyrir hana að átta sig á því hvað hafi mótað hana mest í lífinu en nefnir þó bæði fólk og breyskleika. „Ég held að það sé líka mjög mikill sársauki. Sársauki hefur mótað mig á ótrúlega furðulegan hátt.“ Fyrst og fremst þykir henni þó gaman að læra af lífinu og mistakast. „Og ekki þykjast vita allt. Að vera með barnsleg augu á lífið. Ég reyni allavega að halda alltaf í það.“ Eins og áður kom fram hefur 2024 verið ár breytinga í lífi Bríetar. „Ég held að þetta sé búið að vera það lærdómsríkasta á mínum ferli ef maður hugsar bara um tónlistina. Það er búið að vera svo mikið umrót, miklar breytingar, stór ást, mikil sorg, að missa ást, að takast á við breyskleika í mér og svo að standa með sjálfri sér. Þetta ár hefur einkennst svolítið af því. Ég held að þetta sé árið sem er búið að móta mig hvað mest. Árið 2020 mótaði mig líka rosalega mikið út frá velgengni þegar ég gaf út Kveðja, Bríet. Þá kom ákveðin ró í mig líka á furðulegan hátt, eins og maður hafi fengið einhverja staðfestingu frá samfélaginu. Það var líka mjög sterkt í mér að ég yrði að gefa hana út því ég hafði heyrt að ég ætti ekki að vera að gefa út plötu. Ég stóð á mínu og fann að ég þurfti að gera þetta, algjörlega út frá minni sannfæringu. Það var líka mikil staðfesting á því að maður megi ekki ýta innsæinu sínu frá, maður verður að hlusta á stóru röddina í hjartanu. Taka pláss og vera frekur, eða þetta er ekki einu sinni frekja, maður er bara að vera sannur sjálfum sér.“ Bríet hefur komið fram víða um land og heim. Platan hennar Kveðja, Bríet vann til fjölda verðlauna og fóru öll lögin á topp tíu lista Spotify.Vísir/Hulda Margrét Langar að vera ein akkúrat núna Hún segir viðtökur frá fyrrum mökum við plötunum hafa verið misjafnar. „Það er ekki auðvelt að vera í sambandi með listamanni, allavega eins og mér, þá ertu kominn inn í sviðsljósið með mér. Ég get ímyndað mér að það sé flókið og erfitt að það sé allt í einu lag um þig og það sé verið að lesa í það, fólk sé jafnvel með fullyrðingar sem eiga sér kannski enga stoð í raunveruleikanum. Það er náttúrulega mikill sársauki í því að búa til fallegt lag, maður þarf að fara inn í sársaukann og kveðja einhvern, fara yfir það hvað var erfitt fyrir mann sjálfan og svo þarf maður að syngja það aftur og aftur restina af lífi sínu. Þessar manneskjur eru alltaf partur af manni, í einu og öllu. Þess vegna er þetta svo heilandi líka.“ Jú ástin er eitt vinsælasta viðfangsefni listsköpunar og því liggur beint við að blaðamaður spyrji Bríeti út í ástarmálin. Bríet andvarpar létt og svarar: „Það er bara ein manneskja sem á mitt hjarta. Það er svolítið erfitt og ég finn bara að mig langar ekki að elska neinn,“ segir Bríet hlæjandi. „Mig langar bara að vera ein. Ég er bara þar, ég hef ekki pláss akkúrat núna, Ég er bara að elska fjölskylduna mína og sjálfa mig. Því ég elska svo djúpt og mikið þegar ég elska einhvern. Ég held að það sé staðan akkúrat núna.“ Nærir fjölbreytta karaktera innra með sér Þau sem hafa séð Bríeti á sviði vita að það er ekkert gefið eftir og mikill metnaður gjarnan lagður í klæðaburðinn. „Ég pældi ekkert í því að tíska væri svona stór partur af mér fyrr en aðrir fóru að segja það við mig. Mér fannst þetta bara svo „basic“, sem kannski er akkúrat málið, þetta er mér eðlislægt. Ég er einmitt líka sautján ára þegar ég sest niður með Sigríði Ágústu fatahönnuði sem hefur verið með mér allan þennan tíma þegar ég segi við hana: Ég á engan pening en viltu hjálpa mér að sauma föt? Ég fór á útskriftarsýninguna hennar úr LHÍ og sá línuna hennar sem greip mig strax. Allt var svo öðruvísi, funky og skrýtið og svo ótrúlega vel gert. Við höfum reynt að gera eins einstök föt og hægt er. Kjól úr gleri, við tókum mót af líkamanum mínum og bjuggum til plastkjóla, hönnuðum gærukjól, við erum alltaf að finna leiðir til að þróast. Þetta er svona með allt, tónlistina og matargerð til dæmis. Maður er alltaf að leita að því sem hreyfir við sér. Ég er mjög hrifnæm og ég er með svo marga karaktera innra með mér. Ég elska að vera algjör lúði, sveitastelpa, strákurinn, skinkan, megabeibið, tísku furðufuglinn með eitthvað sem enginn skilur. Ég er að reyna að snerta á öllum strengjum innra með mér og opna á þá.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá tískuviðtal við Bríeti á Airwaves: Ekkert í þessum heimi sem þú gerir ein Bríet hefur sömuleiðis í mörg ár unnið með hárgreiðslukonunni Írisi Lóu og förðunarfræðingunum Sunnu Björk og Ísak Frey. „Við erum öll orðin fjölskylda í dag. Sömuleiðis Soffía Kristín umboðsmaðurinn minn, allir þessir frábæru hljóðfæraleikarar sem eru orðnir mínir bestu vinir, Kiddi og Aðalheiður sem hjálpa mér með tónleikana, Anton, hljóðmenn og ljósamenn svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert í þessum heimi sem þú gerir ein. Það er svo íslenskt að vilja gera allt sjálfur. Ég er alltaf með loka ákvörðunina en guð minn góður hvað ég þarf að velja fólkið í kringum mig vel til að vinna með mér að þessum hugmyndum og framkvæmd þeirra. Ég myndi bara liggja uppi í sófa ef ég væri með allar þessar hugmyndir en enginn væri að grípa þær með mér. Ég er svo þakklát fyrir þau.“ Bríet stefnir ótrauð áfram, tekur ævintýrunum opnum örmum og lifir eftir ákveðnu mottói sem fer með hana á ýmsa staði, tónlistarævintýri í Nashville og kvöldverð með stórstjörnum í Tókýó svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er bara já og hvað eigum við að gera næst? Það er fullt af fólki sem hefur líka gaman að því. Það er bókstaflega bara það, ég kynnist einhverjum sem er á leið til Tókýó sem spyr hvort ég vilji koma með. Ég segi auðvitað já og svo situr maður allt í einu hliðina á Ditu Von Teese. Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta væri og hugsaði bara vá hvaða attitude er hún með! Svo er hún bara ein af stærstu burlesque dönsurum í heiminum. Ég er bara alltaf í þessum leik, já, ég var að gefa út lag og hvað svo?“ Bríet á Edition hótelinu í Tókýó ásamt Ditu Von Teese, ofurplötusnældunni Peggy Gou, plötusnúðinum Nick Grimshaw og listamanninum Meshach Henry.Instagram @brietelfar Svett, sund og einvera Samhliða ævintýrunum segir hún mikilvægt að passa vel upp á sig og slaka á. „Maður er vís á að gleyma að hlúa að sér og heyra ekki alveg hvernig manni líður en eftir minni bestu getu passa ég að fara í svett, í sund, eyða tíma með góðum vinum og fólki sem sér mann, keyra út í sveit og hlusta á tónlist, borða góðan mat, ferðast og svo er það einveran. Ég er rosa mikið ein líka og elska það. Ég stefni svo bara á næsta já og. Meiri tónlist, meiri gleði, fleiri uppgötvanir, meiri fegurð. Ég ætla bara að halda áfram og stækka þetta sem ég er að gera,“ segir Bríet að lokum en hún verður með tvenna hátíðartónleika í desember í Hörpu. Nánari upplýsingar um þá má nálgast hér. Tónlist Ástin og lífið Menning Tíska og hönnun Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bríet skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmum sjö árum síðan þegar hún gaf út smáskífuna In too deep og tónlistarmyndband fylgdi. Hún er einhver farsælasta tónlistarkona landsins og er algjörlega óhrædd við að taka áhættu og þróast. Bríet skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017. Hún stendur á tímamótum og lítur yfir farinn veg.Eva Schram „Það gerist sem gerist“ Bríet hefur sömuleiðis haldið fjöldan allan af einstökum tónleikum og gefur ekkert eftir þegar það kemur að sviðsetningu, listsköpun, klæðaburði og öðru og fer gjarnan með hlutina á hærra plan. Hún fer á fullt í bransanum sautján ára gömul, er 25 ára í dag, stendur á tímamótum og heldur ótrauð áfram. „Ég er fimmtán ára þegar ég byrja að koma fram með kassagítarinn. Þá er ég að feta mig áfram í þessu, að semja tónlist og koma fram.“ Tveimur árum síðar verða straumhvörf í lífi Bríetar og allt fer á flug. „Eftir að ég gef út mitt fyrsta lag er strax komin mikil athygli og líka frá erlendum aðilum. Þetta gerist allt ótrúlega hratt fljótt þegar ég byrja.“ Hún segir þó að það hafi ekki stigið henni til höfuðs eða verið yfirþyrmandi. „Ég hef alltaf verið róleg í því að það gerist sem gerist. Þetta er setning sem ég ólst upp við. Ég hef alltaf vitað að tónlistin sé framlenging á mér og listir yfir höfuð. Ég vissi alltaf að þetta myndi vera einhver partur af mér en svo veit maður ekkert hvað það þýðir. Hvort það þýði að ég muni spila fyrir fullum sal af fólki eða vera inni í stúdíói og enginn heyrir það nokkurn tíma. Ég var bara alltaf með gítar við hönd, alltaf með tónlist í gangi og að pæla í alls kyns listsköpun, bíómyndum, klæðaburði og öðru. Það hefur alltaf verið mér mjög eðlislægt. Á sama tíma hefur þetta líka alltaf verið mikið sálarumrót hjá mér, mjög persónulegt og skrýtið.“ Bríet passar upp á að næra allar sínar listrænu hliðar.Óli Magg Svett og listrænt uppeldi mótandi Frá því Bríet man eftir sér hefur hún unnið úr áföllum og tilfinningum í gegnum tónlistina. „Mér fannst eiginlega bara leiðinlegt að syngja ábreiður því ég hafði þessa tjáningarþörf. Ég var alltaf að biðja pabba að kenna mér meira á gítar svo ég gæti samið lög. Það var alltaf þessi meðvitund um að því fyrr sem ég byrji því betri verði ég. Ég er með hljóðupptöku í símanum frá því ég er bara tólf eða þrettán að tala um einhvern strák,“ segir Bríet kímin. „Það er gott stöff en samt hefur þetta alltaf verið tól til þess að heila einhver sár í sér. Ég hef aldrei pælt endilega í því eða áttað mig endilega alltaf á en þetta hefur verið tæki fyrir mig til að hreinsa eitthvað.“ Bríet, sem er fædd árið 1999, er alin upp við listrænt uppeldi. Móðir hennar Ásrún Laila Awad hefur staðið fyrir svetti (e. sweat lodge) á Íslandi frá árinu 1992 og faðir Bríetar Benedikt Elfar kenndi henni kornungri á gítar. „Bæði hjá mömmu og hjá pabba var alltaf mjög mikil hvatning. Hjá mömmu er ég að alast upp í svetti. Þar er sungið, þar eru möntrur, mikið tilfinningatal og þetta æðruleysi. Svo hjá pabba voru rosa miklar djúpar greiningar þar sem við fórum ítarlega yfir fjölbreytta tónlist, til dæmis djassinn og skoðuðum hvað til dæmis gerði gott popplag að svona góðu popplagi. Við horfðum á áhugaverðar bíómyndir og skoðuðum ný sjónarhorn, fundum alltaf eitthvað til að sjá með barnslegum augum. Svo var mamma alltaf svo ótrúlega falleg og hvetjandi. Það var svo mikið stolt gagnvart öllu sem maður gerði og alltaf áfram þú.“ View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Sneri lífinu á hvolf og kastaði því upp í loft Bríet var að senda frá sér lagið Takk fyrir allt þar sem hún fer fögrum orðum um fjölskyldu sína. „Þegar maður ætlar kannski að semja um eina manneskju þá kemur oft alls konar annað til manns. Einhver setning sem ég fatta að er bara ætluð mömmu. Maður verður líka að fylgja því, þannig heldur maður þræðinum. Svo snýst þetta auðvitað líka um að gera gott popplag og finna hvað passar og heldur laginu. Takk fyrir allt varð til ótrúlega hratt út frá því að ég fór að líta yfir þetta ár. Þetta er búið að vera rosalegt ár, mikið umrót og mikið að gerast hjá mér. Það hafa verið margar stórar breytingar og að sama skapi er maður að fara yfir ferilinn og sjá hvað hann hefur verið viðburðaríkur, svo margt sem ég hef gert og upplifað. Ég er orðin 25 ára og er aðeins að leyfa mér að líta í baksýnisspegilinn.“ Bríet segist upplifa kaflaskil í lífi sínu um þessar mundir. Maður er algjörlega búinn að snúa lífinu sínu á hvolf og kasta því upp í loft og maður er að horfa á það frá því sjónarhorni. Þegar allt kemur til alls þá er niðurstaðan sú að ég er bara þakklát fyrir að hafa upplifað sársaukann, fegurðina, breytinguna, þann tíma sem manneskjan gaf manni sem maður er kannski að kveðja, hvað fjölskyldan er alltaf til staðar á þessum erfiðu tímum og bara að sjá hverjir eru það. Lagið byrjar náttúrulega á því að ég er að þakka þjóðinni fyrir að hafa tekið á móti mér, því það er ekkert sjálfsagt, það er ómetanlegt.“ „Minn akkillessarhæll er að vera berskjölduð“ Bríet er þekkt fyrir einlæg og berskjölduð lög og er óhrædd að syngja um tilfinningar sínar. „Þú ert ekki með heilan sal af fólki fyrir framan þig þegar þú ert að semja lagið. Þú ert bara ein með sjálfri þér, svo ertu allt í einu með heilan sal af fólki að fara að flytja lagið og þá er maður bara guð minn almáttugur,“ segir Bríet hlæjandi og bætir við: „Listamenn setja þetta tilfinningarnar í einhvern búning, sérstaklega þegar þetta tengist öðru fólki. Ég er alltaf bara að segja mína hlið af einhverjum tilfinningum. Það er ekki heilagur sannleikur, það er það sem er svo flókið líka. Þú ert að gera gott popplag en sem er samt líka satt út frá þér. Þá skekkir maður eitthvað, svo kannski les einhver rosa mikið í það og það er ekki það sem ég er að tjá. Auðvitað túlkar fólk list út frá eigin upplifun, það búa allir til sínar útgáfur inni í textunum sem maður er að skrifa. Minn akkillesarhæll er að vera svolítið berskjölduð því ég fæ svo mikið út úr því.“ Bríet og Birnir sendu saman frá sér plötuna 1000 orð samhliða tónlistar stuttmynd. Bríet fer ótroðnar slóðir í sinni listsköpun og er óhrædd við berskjöldun.Aðsend Óumflýjanlegt að vera misskilin Platan Kveðja, Bríet kom út árið 2020 og fjallar um ástina og sambandsslit. Bríet gaf sömuleiðis út plötuna 1000 orð í vor með rapparanum Birni og segir hún að innblásturinn hafi líka komið út frá sambandsslitum þar. „En innblásturinn fyrir 1000 orð þróast og breytist yfir í söguform. Það voru öðruvísi uppgjör, ekki bara dagbókin eins og hún leggur sig. Við vorum að taka aðstæður og raunverulegar tilfinningar og búa til leikrit í kringum það. Það var ótrúlega skemmtilegt að búa til heim og gera allt öðruvísi tónlist en ég var vön, mikil danstónlist. Mikið umtal getur fylgt því að opna sig upp á gátt í tónlistinni og segir Bríet það órjúfanlegan hluta af því að vera listamaður. „Það munu allir misskilja þig og horfa á þig á sinn hátt. Það er enginn séns að einu sinni reyna að útskýra sig fyrir neinum, þannig er bara lífið. Ég veit hvað ég er að segja, ég veit hver minn sannleikur er, ég veit hvað ég geri og ég veit hvar ég stend með mitt lífsviðhorf. Það er enginn sem getur tekið það frá mér en svo geta allir fengið sinn bút af því sem þau geta notað í sína heilun.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndina 1000 orð með Bríeti og Birni: Frelsi að spá ekki í áliti annarra Bríet stendur staðföst í báðar fætur og virðist ekki missa svefn yfir áliti annarra. „Ég næ að ýta því mjög mikið til hliðar. Ef það væri bara mjög mikið verið að segja að ég væri vond manneskja þá myndi maður kannski setjast niður og hugsa bíddu þarf ég að skoða eitthvað? Auðvitað fer það eftir því hver er að segja eitthvað, til dæmis ef það væri mitt nánasta fólk. En maður getur ekki hlustað á hvað öllum finnst. Af því fólk breytir kannski um skoðun líka á morgun. Það er frelsi að vera bara ekkert að pæla í því. Ég pæli bara í því þegar mér þykir vænt um manneskjuna, þegar skoðun manneskjunnar skiptir mig máli og það er gagnkvæm ást og virðing þá vil ég auðvitað að manneskjan sjái mig í réttu ljósi. Þá legg ég mig fram við samtalið ef það er einhver árekstur. En þegar þetta er bara einhver þá get ég ekki pælt í því.“ Bríet hefur sem áður segir notið mikillar velgengni og eflaust eru fáir Íslendingar sem þekkja ekki til hennar. Lögin hennar eru með milljónir spilanna á streymisveitunni Spotify og hún er með tæplega 26 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún virðist þó ekki láta frægðina þvælast fyrir sér. „Ég held ég sé ennþá að venjast því að margir viti hver ég er af því það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart. Því þetta er alltaf sama harkið, maður er alltaf jafn óviss. Þegar það kemur út lag þá veit ég ekkert hvort því sé að fara að ganga vel. Ég get ekkert verið viss um það. Ég er líka alltaf svo mikið að passa mig að reyna að vera stöðugt að enduruppgötva mig og það getur alveg verið að einhverjir skilji það ekki. Eins og allt í einu kemur einhver danstónlistar teknóplata út sem er alveg á skjöni við annað sem ég hef gert.“ Bríet er í stöðugri þróun og leggur allt sitt í listina. Hér er hún að gigga á Airwaves fyrir framan fullum sal á Listasafni Reykjavíkur.Aðsend Yrði galin ef henni væri ekki sama Hún segir að í byrjun hafi auðvitað verið svolítið sérstakt að ganga inn á stað og finna augu fólks á sér. „Eða að sjá það hvísla eða taka myndbönd í laumi. Þetta voru auðvitað viðbrigði og maður þarf að venjast þessu en á sama tíma var þetta mér eðlislægt. Ég hef aldrei verið eitthvað rosa meðvituð um sjálfa mig, að ég þurfi þá alltaf að máta mig áður en ég fer út eða vera stöðugt í karakter. Sem betur fer hefur það ekki náð mér þannig, ég held að það myndi alveg gera mann smá galinn. Ég held að grunnstyrkleikur minn sé að mér er alveg sama, annars myndi ég bara ekki lifa þetta af. Mér finnst ekki óþægilegt að fólk sé að horfa á mig, biðja um mynd, dæma mig eða það séu lygasögur um mann eða neitt. Mér finnst það bara fyndið því ég veit minn sannleika. Þannig er maður rólegur í sér og öruggur.“ Bríet situr vel í sjálfri sér.Vísir/Vilhelm Alltaf farið eigin leiðir Aðspurð segist Bríet að mestu leyti alltaf hafa átt auðvelt með að vera sönn sjálfri sér. „Auðvitað koma svo manneskjur inn í líf manns sem geta gert mann ringlaðan. Til dæmis stoppað mann af og fengið mann til að endurskoða eitthvað eða þá rugli í hausnum manns og láti mann fara aðeins út af sporinu þannig maður gleymir því hvar kjarninn manns liggur. En það er akkúrat þar sem maður stækkar og lærir að finna sig aftur inni í því umhverfi. Þannig að ég myndi alveg segja að ég hef verið með mjög sterkan þráð í gegnum magann hjá mér að vera svolítið ég og enginn annar. Það hefur verið mjög sterkt karaktereinkenni hjá mér frá því ég var lítil. Ég hef alltaf viljað fara mínar eigin leiðir, klætt mig öðruvísi og fylgt mínu.“ View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Óhrædd og tekur lífinu ekki alvarlega Rauði þráðurinn í lífi Bríetar hefur sömuleiðis verið að taka því ekki of alvarlega. „Alltaf áður en ég fór upp á svið alveg frá því maður tók þátt í hæfileikakeppnum eða hvað sem var, þá hugsaði ég alltaf bara hvað er það versta sem gæti gerst? Mér mistekst og það er bara fyndið. Ég held ég hafi bara aldrei tekið lífinu of alvarlega. Maður þarf að minna sig á það, þetta er ekki svona alvarlegt og hefur aldrei verið. Inni í öllum sársauka er fegurð, eins sárt og það getur verið þá er það samt bara þannig, það er staðreynd. Maður hefur upplifað það frá mjög ungum aldri, mjög mikinn sársauka og maður sér mjög ungur sér hvað lífið getur verið ljótt. Þar fann ég líka styrkleika í því að fyrirgefa. Að geta litið í eigin barm og hinnar manneskjunnar, reyna að sýna skilning, svo finnur maður fegurðina í því og lærir. Maður verður að nýta öll þessi tól til að styrkja sig og læra af. Annars er maður bara að byggja fangelsi í kringum sig.“ Sársauki furðulega mótandi afl Þá sé erfitt fyrir hana að átta sig á því hvað hafi mótað hana mest í lífinu en nefnir þó bæði fólk og breyskleika. „Ég held að það sé líka mjög mikill sársauki. Sársauki hefur mótað mig á ótrúlega furðulegan hátt.“ Fyrst og fremst þykir henni þó gaman að læra af lífinu og mistakast. „Og ekki þykjast vita allt. Að vera með barnsleg augu á lífið. Ég reyni allavega að halda alltaf í það.“ Eins og áður kom fram hefur 2024 verið ár breytinga í lífi Bríetar. „Ég held að þetta sé búið að vera það lærdómsríkasta á mínum ferli ef maður hugsar bara um tónlistina. Það er búið að vera svo mikið umrót, miklar breytingar, stór ást, mikil sorg, að missa ást, að takast á við breyskleika í mér og svo að standa með sjálfri sér. Þetta ár hefur einkennst svolítið af því. Ég held að þetta sé árið sem er búið að móta mig hvað mest. Árið 2020 mótaði mig líka rosalega mikið út frá velgengni þegar ég gaf út Kveðja, Bríet. Þá kom ákveðin ró í mig líka á furðulegan hátt, eins og maður hafi fengið einhverja staðfestingu frá samfélaginu. Það var líka mjög sterkt í mér að ég yrði að gefa hana út því ég hafði heyrt að ég ætti ekki að vera að gefa út plötu. Ég stóð á mínu og fann að ég þurfti að gera þetta, algjörlega út frá minni sannfæringu. Það var líka mikil staðfesting á því að maður megi ekki ýta innsæinu sínu frá, maður verður að hlusta á stóru röddina í hjartanu. Taka pláss og vera frekur, eða þetta er ekki einu sinni frekja, maður er bara að vera sannur sjálfum sér.“ Bríet hefur komið fram víða um land og heim. Platan hennar Kveðja, Bríet vann til fjölda verðlauna og fóru öll lögin á topp tíu lista Spotify.Vísir/Hulda Margrét Langar að vera ein akkúrat núna Hún segir viðtökur frá fyrrum mökum við plötunum hafa verið misjafnar. „Það er ekki auðvelt að vera í sambandi með listamanni, allavega eins og mér, þá ertu kominn inn í sviðsljósið með mér. Ég get ímyndað mér að það sé flókið og erfitt að það sé allt í einu lag um þig og það sé verið að lesa í það, fólk sé jafnvel með fullyrðingar sem eiga sér kannski enga stoð í raunveruleikanum. Það er náttúrulega mikill sársauki í því að búa til fallegt lag, maður þarf að fara inn í sársaukann og kveðja einhvern, fara yfir það hvað var erfitt fyrir mann sjálfan og svo þarf maður að syngja það aftur og aftur restina af lífi sínu. Þessar manneskjur eru alltaf partur af manni, í einu og öllu. Þess vegna er þetta svo heilandi líka.“ Jú ástin er eitt vinsælasta viðfangsefni listsköpunar og því liggur beint við að blaðamaður spyrji Bríeti út í ástarmálin. Bríet andvarpar létt og svarar: „Það er bara ein manneskja sem á mitt hjarta. Það er svolítið erfitt og ég finn bara að mig langar ekki að elska neinn,“ segir Bríet hlæjandi. „Mig langar bara að vera ein. Ég er bara þar, ég hef ekki pláss akkúrat núna, Ég er bara að elska fjölskylduna mína og sjálfa mig. Því ég elska svo djúpt og mikið þegar ég elska einhvern. Ég held að það sé staðan akkúrat núna.“ Nærir fjölbreytta karaktera innra með sér Þau sem hafa séð Bríeti á sviði vita að það er ekkert gefið eftir og mikill metnaður gjarnan lagður í klæðaburðinn. „Ég pældi ekkert í því að tíska væri svona stór partur af mér fyrr en aðrir fóru að segja það við mig. Mér fannst þetta bara svo „basic“, sem kannski er akkúrat málið, þetta er mér eðlislægt. Ég er einmitt líka sautján ára þegar ég sest niður með Sigríði Ágústu fatahönnuði sem hefur verið með mér allan þennan tíma þegar ég segi við hana: Ég á engan pening en viltu hjálpa mér að sauma föt? Ég fór á útskriftarsýninguna hennar úr LHÍ og sá línuna hennar sem greip mig strax. Allt var svo öðruvísi, funky og skrýtið og svo ótrúlega vel gert. Við höfum reynt að gera eins einstök föt og hægt er. Kjól úr gleri, við tókum mót af líkamanum mínum og bjuggum til plastkjóla, hönnuðum gærukjól, við erum alltaf að finna leiðir til að þróast. Þetta er svona með allt, tónlistina og matargerð til dæmis. Maður er alltaf að leita að því sem hreyfir við sér. Ég er mjög hrifnæm og ég er með svo marga karaktera innra með mér. Ég elska að vera algjör lúði, sveitastelpa, strákurinn, skinkan, megabeibið, tísku furðufuglinn með eitthvað sem enginn skilur. Ég er að reyna að snerta á öllum strengjum innra með mér og opna á þá.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá tískuviðtal við Bríeti á Airwaves: Ekkert í þessum heimi sem þú gerir ein Bríet hefur sömuleiðis í mörg ár unnið með hárgreiðslukonunni Írisi Lóu og förðunarfræðingunum Sunnu Björk og Ísak Frey. „Við erum öll orðin fjölskylda í dag. Sömuleiðis Soffía Kristín umboðsmaðurinn minn, allir þessir frábæru hljóðfæraleikarar sem eru orðnir mínir bestu vinir, Kiddi og Aðalheiður sem hjálpa mér með tónleikana, Anton, hljóðmenn og ljósamenn svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert í þessum heimi sem þú gerir ein. Það er svo íslenskt að vilja gera allt sjálfur. Ég er alltaf með loka ákvörðunina en guð minn góður hvað ég þarf að velja fólkið í kringum mig vel til að vinna með mér að þessum hugmyndum og framkvæmd þeirra. Ég myndi bara liggja uppi í sófa ef ég væri með allar þessar hugmyndir en enginn væri að grípa þær með mér. Ég er svo þakklát fyrir þau.“ Bríet stefnir ótrauð áfram, tekur ævintýrunum opnum örmum og lifir eftir ákveðnu mottói sem fer með hana á ýmsa staði, tónlistarævintýri í Nashville og kvöldverð með stórstjörnum í Tókýó svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er bara já og hvað eigum við að gera næst? Það er fullt af fólki sem hefur líka gaman að því. Það er bókstaflega bara það, ég kynnist einhverjum sem er á leið til Tókýó sem spyr hvort ég vilji koma með. Ég segi auðvitað já og svo situr maður allt í einu hliðina á Ditu Von Teese. Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta væri og hugsaði bara vá hvaða attitude er hún með! Svo er hún bara ein af stærstu burlesque dönsurum í heiminum. Ég er bara alltaf í þessum leik, já, ég var að gefa út lag og hvað svo?“ Bríet á Edition hótelinu í Tókýó ásamt Ditu Von Teese, ofurplötusnældunni Peggy Gou, plötusnúðinum Nick Grimshaw og listamanninum Meshach Henry.Instagram @brietelfar Svett, sund og einvera Samhliða ævintýrunum segir hún mikilvægt að passa vel upp á sig og slaka á. „Maður er vís á að gleyma að hlúa að sér og heyra ekki alveg hvernig manni líður en eftir minni bestu getu passa ég að fara í svett, í sund, eyða tíma með góðum vinum og fólki sem sér mann, keyra út í sveit og hlusta á tónlist, borða góðan mat, ferðast og svo er það einveran. Ég er rosa mikið ein líka og elska það. Ég stefni svo bara á næsta já og. Meiri tónlist, meiri gleði, fleiri uppgötvanir, meiri fegurð. Ég ætla bara að halda áfram og stækka þetta sem ég er að gera,“ segir Bríet að lokum en hún verður með tvenna hátíðartónleika í desember í Hörpu. Nánari upplýsingar um þá má nálgast hér.
Tónlist Ástin og lífið Menning Tíska og hönnun Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira