Fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar var dæmdur í dag í héraðsdómi í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi
Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, var dæmdur í dag í héraðsdómi í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað fyrir tólf árum. Jón Páll þarf að greiða brotaþola 2,5 milljónir króna í miskabætur ásamt vöxtum og sakarkostnaði.