Hæstiréttur segir tíma í flugvél vera vinnutíma Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2024 15:17 Ferðirnar sem málið varðar áttu sér stað árið 2018 þegar maðurinn fór í nokkur skipti til og frá Íslandi til Ísrael og Sádí Arabíu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur viðurkennt að starfsmaður átti að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. Þar með staðfestir Hæstiréttur dóm Landsréttar. Starfsmaðurinn, sem heitir Eyjólfur Orri Sverrisson og er flugvirki á vegum Samgöngustofu, fór nokkrum sinnum í vinnuferðir til austurlanda nær árið 2018. Flugin sem málið varða voru til og frá Íslandi til og frá Ísrael og Sadí Arabíu. Óumdeilt er í málinu að Eyjólfur hafi farið í umræddar ferðir og að þær hafi verið vegna vinnu hans hjá Samgöngustofu. Hins vegar var deilt um hvort tíminn sem fór í flugferðirnar væri vinnutími. Um var að ræða löng ferðalög utan hefðbundins vinnutíma og áfangastaðurinn var ekki hans hefðbundna starfsstöð. Hæstiréttur felldi dóm í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar var vísað í álit EFTA-dómstólsins og Hæstiréttur vísar í það í dómi sínum. Þó að álit EFTA sé ekki bindandi var það mat Hæstaréttar að íslenska ríkið hafi ekki með neinum rökum sýnt fram á að ekki skyldi byggja á því. Niðurstaðan var sú að tíminn sem maðurinn varði í flugvél vegna ferðarinnar teldist til vinnutíma. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða manninum fimm milljónir króna vegna málsins, en þegar Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi rétt mannsins til launa voru honum dæmdar 3.6 milljónir. Líkt og áður segir raskaði Hæstiréttur ekki dómi Landsréttar. Þá er ríkinu gert að greiða Eyjólfi málskostnað fyrir Hæstarétti sem hleypur á einni milljón króna. Það bætist ofan á fimm milljóna málskostnað sem Landsréttur gerði ríkinu að greiða í héraði og í Landsrétti. Þegar Hæstiréttur samþykkti að taka málið fyrir tók dómstóllinn fram að málið myndi að óbreyttu leiða til kerfisbreytinga á vinnumarkaði starfsfólks sem ferðast til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfstöðvar sinnar. Fréttir af flugi Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. 15. september 2023 16:11 Deila um laun í ferðalögum fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sem snýr að launum flugvirkja fyrir tíma sem hann varði í flugvélum á ferðalögum. 6. nóvember 2023 11:44 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Starfsmaðurinn, sem heitir Eyjólfur Orri Sverrisson og er flugvirki á vegum Samgöngustofu, fór nokkrum sinnum í vinnuferðir til austurlanda nær árið 2018. Flugin sem málið varða voru til og frá Íslandi til og frá Ísrael og Sadí Arabíu. Óumdeilt er í málinu að Eyjólfur hafi farið í umræddar ferðir og að þær hafi verið vegna vinnu hans hjá Samgöngustofu. Hins vegar var deilt um hvort tíminn sem fór í flugferðirnar væri vinnutími. Um var að ræða löng ferðalög utan hefðbundins vinnutíma og áfangastaðurinn var ekki hans hefðbundna starfsstöð. Hæstiréttur felldi dóm í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar var vísað í álit EFTA-dómstólsins og Hæstiréttur vísar í það í dómi sínum. Þó að álit EFTA sé ekki bindandi var það mat Hæstaréttar að íslenska ríkið hafi ekki með neinum rökum sýnt fram á að ekki skyldi byggja á því. Niðurstaðan var sú að tíminn sem maðurinn varði í flugvél vegna ferðarinnar teldist til vinnutíma. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða manninum fimm milljónir króna vegna málsins, en þegar Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi rétt mannsins til launa voru honum dæmdar 3.6 milljónir. Líkt og áður segir raskaði Hæstiréttur ekki dómi Landsréttar. Þá er ríkinu gert að greiða Eyjólfi málskostnað fyrir Hæstarétti sem hleypur á einni milljón króna. Það bætist ofan á fimm milljóna málskostnað sem Landsréttur gerði ríkinu að greiða í héraði og í Landsrétti. Þegar Hæstiréttur samþykkti að taka málið fyrir tók dómstóllinn fram að málið myndi að óbreyttu leiða til kerfisbreytinga á vinnumarkaði starfsfólks sem ferðast til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfstöðvar sinnar.
Fréttir af flugi Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Samgöngur Tengdar fréttir Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. 15. september 2023 16:11 Deila um laun í ferðalögum fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sem snýr að launum flugvirkja fyrir tíma sem hann varði í flugvélum á ferðalögum. 6. nóvember 2023 11:44 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. 15. september 2023 16:11
Deila um laun í ferðalögum fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sem snýr að launum flugvirkja fyrir tíma sem hann varði í flugvélum á ferðalögum. 6. nóvember 2023 11:44