Innlent

Lýsir eftir vitnum á Sel­tjarnar­nesi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglan leitar vitna.
Lögreglan leitar vitna. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir mögulegum vitnum vegna skemmdarverka sem unnin voru á tíu bílum á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta mánuð. Bílarnir voru allir lagðir við Austurströnd þegar skemmdarverkin voru unnin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Segir þar að skemmdarvargurinn hafi rispað bílana með einhverskonar áhaldi. Mikið tjón hafi hlotist af þessu.

Virðist vera sem skemmdarvargurinn hafi verið á ferðinni oftar en einu sinni. Bílunum hafði verið lagt við Austurströnd 2 til 10. Eru þeir sem geta veitt upplýsingar um málið beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. Upplýsingum megi einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected].




Fleiri fréttir

Sjá meira


×