Kjaramál

Fréttamynd

Fimmta vika verk­falls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna

„Þetta er auðvitað erfiðast og leiðinlegast fyrir blessuð börnin, sem að sakna sinna frábæru kennara og leikskólastarfs og vina sinna. Síðan er þetta almennt séð bara álag, púsl og vesen fyrir barnafjölskyldur sem er örugglega alveg nóg að gera hjá. Maður veit að fólk er virkilega að lenda í vandræðum. Það er fólk að missa vinnu og annað slíkt.“

Innlent
Fréttamynd

Hin ís­lenska lág­launa­stefna

Flestir, en þó ekki allir, stjórnmálaflokkar sem bjóða fram í alþingiskosningum 30. nóvember næst komandi hafa sett betra geðheilbrigðiskerfi á sína stefnuskrá.

Skoðun
Fréttamynd

Minnst þrír for­eldrar verk­falls­barna hafi misst vinnuna

Móðir barns í leikskóla þar sem verkfall hefur staðið yfir í fjórar vikur, segir minnst þrjá foreldra hafa misst vinnuna vegna verkfallsins. Margir hafi klárað allt sumarorlof næsta árs, og flestir sjái fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld

Fundum samninganefnda kennara annars vegar og ríkis- og sveitarfélaga hins vegar í Karphúsinu var frestað um klukkan fjögur í dag. Ríkissáttasemjari segir nefndirnar eiga vinnufundi í fyrramálið en hittist svo hjá honum klukkan eitt á morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Það má Guð vita“

Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu lotu læknaverkfalls af­lýst

Fyrstu lotu verkfalls lækna sem átti að hefjast nú á miðnætti hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tölvupósti til félagsmanna í Læknafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segir að verið sé að útfæra tæknileg smáatriði og það muni vonandi takast á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ögur­stund runnin upp í Karp­húsinu

Stór dagur er runninn upp í Karphúsinu. Vinnufundir í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga hófust í morgun og samninganefndir hafa svo verið boðaðar til eiginlegs samningafundar klukkan 12. Þá funda læknar og ríkið einnig í kapphlaupi við tímann.

Innlent
Fréttamynd

Læknar fara þokka­lega bjart­sýnir inn í morgun­daginn

Steinunn Þórðardóttir formaður læknafélags Íslands segir að fundur félagsins með samninganefnd ríkisins í dag hafi gengið vel og hún horfir bjartsýn á morgundaginn. Náist samningar á morgun verður ekkert af boðuðu verkfalli lækna sem annars myndi hefjast á miðnætti annað kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Skilum skömminni

Jæja. Búið að tilkynna að leikskóli sonar míns fari í ótímabundið verkfall 10. desember.

Skoðun
Fréttamynd

Reynir Sam­band sveitar­fé­laga að spilla gerð kennarasamninga?

Undarleg og óvænt atburðarás hófst á föstudaginn. Samtök kennara lýstu því yfir að þau væru til í að aflýsa verkföllum í þeim leikskólum sem lokaðir hafa verið síðustu vikur. Ljóst var að þetta boð átti sér stað þrátt fyrir að illa gangi við samningaborðið enda var á sama tíma tilkynnt að brátt hæfust verkföll í tíu leikskólum til viðbótar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölmiðlabann í kjara­deilu kennara

Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 

Innlent
Fréttamynd

KÍ segir um­mæli Ingu Rúnar „rann­sóknar­efni“

Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Vaxta­hækkanir og brotið traust - hver ber á­byrgð?

Íslenskt samfélag hefur á undanförnum mánuðum staðið saman í viðleitni til að ná niður verðbólgu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Launþegar hafa tekið á sig hógværar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að styðja við þetta markmið. Samkomulagið var gert í góðri trú um að allir aðilar samfélagsins myndu leggja sitt af mörkum.

Skoðun
Fréttamynd

Til­búin að af­lýsa verk­föllum í fjórum leik­skólum

Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti styður verk­falls­að­gerðir kennara

Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra.

Innlent
Fréttamynd

Funda á­fram hjá sátta­semjara á morgun

Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta boðun verkfalls í janúar. Samninganefnd Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga fundaði í dag hjá sáttasemjara þriðja daginn í röð.

Innlent
Fréttamynd

Verk­föll boðuð í fjórum grunn­skólum í janúar

Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum.

Innlent
Fréttamynd

Kjósum Vinstri græn til á­hrifa

Kosningarnar 30. nóvember næstkomandi snúast um hugmyndafræði. Þær snúast um hvert samfélagið velur að stefna næstu fjögur ár. Hvort kjósendur velja hægri flokka sem setja aukin ójöfnuð á dagskrá, með niðurskurðarstefnu og einkavæðingu eða hvort kjósendur velja vinstriflokka sem vilja vinna að auknum jöfnuði, öflugri samneyslu og bættu velferðarkerfi.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrr­verandi for­seti furðar sig á taktík kennara

Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október.

Innlent