Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2024 09:45 Leikskólinn Drafnarsteinn er sá eini í Reykjavík sem er lokaður vegna verkfalls Kennarasambands Íslands. Auk hans eru þrír leikskólar á landinu í ótímabundnu verkfalli. Alls eru um þrjú prósent leikskólabarna á landinu á leikskólunum fjórum. Reykjavíkurborg Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. Verkföll í nokkrum framhalds-, grunn- og leikskólum hófust 29. október. Í nýjum þjóðarpúlsi var spurt hvort fólk styddi aðgerðirnar eða ekki og hvort og hversu mikil áhrif þær hefðu á það eða einhvern því nákomið. Marktækur munur var á afstöðu svarenda eftir því hvort að þeir eða einhverjir þeim nákomnir yrðu fyrir áhrifum af verkfallinu. Rúmur helmingur sagðist hafa orðið fyrir litlum eða engum áhrifum af aðgerðunum, tæpur fimmtungur miklum áhrifum og rúmur fjóðrungur nokkrum áhrifum. Af þeim sem höfðu orðið fyrir miklum áhrifum voru 55 prósent fylgjandi aðgerðunum en 37 prósent á móti en af þeim sem höfðu ekki orðið fyrir neinum áhrifum voru 52 prósent fylgjandi og 35 prósent á móti. Stuðningurinn var svipaður hjá þeim sem höfðu orðið fyrir nokkrum eða litlum áhrifum, um sextíu prósent. Töluverðar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um verkfallsaðgerðirnar, ekki síst á meðal foreldra leikskólabarna þar sem aðgerðirnar eru ótímabundnar. Aðeins fjórir leikskólar á landinu eru í verkfalli og hafa foreldrar sagt aðgerðirnar mismuna börnum. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafa meðal annars lýst efasemdum um aðferðir Kennarasambandsins. Konur styðja verkfallsaðgerðirnar frekar en karlar, 65 prósent kvenna en helmingur karla. Mestur stuðningur við verkfallið er á meðal fólks yngra en þrítugt en sístur á meðal fimmtugra og eldri. Fólk með háskólapróf styður einnig aðgerðir frekar en fólk með minni menntun. Á meðal kjósenda stjórnmálaflokkanna eru verkfallsaðgerðirnar óvinsælastar á meðal miðflokksmanna. Aðeins 29 prósent þeirra segjast fylgjandi aðgerðunum en rúmur helimingur andsnúinn. Um helmingur kjósenda sjálfstæðisflokksins í könnuninni er einnig á móti aðgerðunum en 37 prósent þeirra eru þeim fylgjandi. Samfylkingarfólk er hrifnast af aðgerðunum, þrír af hverjum fjórum sem svöruðu könnunni og sögðust ætla að kjósa flokkinn. Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Verkföll í nokkrum framhalds-, grunn- og leikskólum hófust 29. október. Í nýjum þjóðarpúlsi var spurt hvort fólk styddi aðgerðirnar eða ekki og hvort og hversu mikil áhrif þær hefðu á það eða einhvern því nákomið. Marktækur munur var á afstöðu svarenda eftir því hvort að þeir eða einhverjir þeim nákomnir yrðu fyrir áhrifum af verkfallinu. Rúmur helmingur sagðist hafa orðið fyrir litlum eða engum áhrifum af aðgerðunum, tæpur fimmtungur miklum áhrifum og rúmur fjóðrungur nokkrum áhrifum. Af þeim sem höfðu orðið fyrir miklum áhrifum voru 55 prósent fylgjandi aðgerðunum en 37 prósent á móti en af þeim sem höfðu ekki orðið fyrir neinum áhrifum voru 52 prósent fylgjandi og 35 prósent á móti. Stuðningurinn var svipaður hjá þeim sem höfðu orðið fyrir nokkrum eða litlum áhrifum, um sextíu prósent. Töluverðar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um verkfallsaðgerðirnar, ekki síst á meðal foreldra leikskólabarna þar sem aðgerðirnar eru ótímabundnar. Aðeins fjórir leikskólar á landinu eru í verkfalli og hafa foreldrar sagt aðgerðirnar mismuna börnum. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafa meðal annars lýst efasemdum um aðferðir Kennarasambandsins. Konur styðja verkfallsaðgerðirnar frekar en karlar, 65 prósent kvenna en helmingur karla. Mestur stuðningur við verkfallið er á meðal fólks yngra en þrítugt en sístur á meðal fimmtugra og eldri. Fólk með háskólapróf styður einnig aðgerðir frekar en fólk með minni menntun. Á meðal kjósenda stjórnmálaflokkanna eru verkfallsaðgerðirnar óvinsælastar á meðal miðflokksmanna. Aðeins 29 prósent þeirra segjast fylgjandi aðgerðunum en rúmur helimingur andsnúinn. Um helmingur kjósenda sjálfstæðisflokksins í könnuninni er einnig á móti aðgerðunum en 37 prósent þeirra eru þeim fylgjandi. Samfylkingarfólk er hrifnast af aðgerðunum, þrír af hverjum fjórum sem svöruðu könnunni og sögðust ætla að kjósa flokkinn.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira