Sjómenn samþykktu kjarasamning Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2024 16:36 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Sjómenn samþykktu kjarasamning til fimm ára með 62,84 prósent greiddra atkvæða. Formaður Sjómannasambandsins segir ánægjulegt að félagsmenn hafi ekki tekið mark á skítkasti og óhróðri sem beinst hafi að stjórn félagsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar kemur fram að 37,17 prósent hafi verið á móti. Kjörsókn var 53,62 prósent. „Það er alltaf ánægjulegt þegar kjarasamningur er samþykktur. Sérstaklega núna eftir allt það skítkast og óhróður sem beindist að forystumönnum Sjómannasambandsins,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins. „Það sýnir sig best að við sem höldum uppi málefnalegri og siðaðri umræðu höfðum vinninginn. Fyrir það ber að þakka þeim sem komu með okkur í vegferðina.“ Alvöru samningur eftir erfiða fæðingu Í tilkynningunni er ennfremur fullyrt að um sé að ræða tímamótasamning fyrir sjómenn. Loksins séu sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. „Loksins eru sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. Loksins er gert upp úr 100% aflaverðmæti. Loksins geta sjómenn sagt að þeirra hlutur í olíukostnaði sé í burtu. Nú geta sjómenn sótt hækkun beint á skiptaprósentu ef þurfa þykir með grein 1.39.1. Loksins koma hækkanir á kauptryggingu og kaupliðum eins og gerist á almenna markaðnum. Loksins hætta sjómenn yfirstöðu við yfirísun. Loksins fá sjómenn desember uppbót árið 2028. Loksins er stærðarmörkum skipa breytt þannig að gagn sé að. Áfram gakk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Valmundur Valmundsson að samningurinn sé alvöru kjarasamningur eftir erfiða fæðingu. Samningurinn sem felldur hafi verið fyrir ári sé grunnurinn að nýja samningnum. Hlusti ekki á hælbítana „Við bættum við og lagfærðum það sem sjómenn gagnrýndu hvað mest í þeim samningi. Ég er stoltur af mínum félagsmönnum innan Sjómannasambandsins að samþykkja samninginn. Taka ekki mark á öllum þeim óhróðri og rangfærslum sem steypt var yfir sjómenn í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og meðan á henni stóð,“ segir Valmundur. „Eins og ég hef áður sagt opinberlega, kunna sjómenn að lesa sér til gagns og greina kjarnann frá hisminu. Við unnum að kynningu samningsins á málefnalegan og faglegan hátt án upphrópana og útúrsnúninga. Það er að skila sér núna með samþykkt þessa nýja samnings.“ Þá segir ennfremur í tilkynningunni að úrtöluraddir muni halda áfram að hljóma um innihald samningsins. Félagsmenn eru hvattir til að hlusta ekki á hælbítana, heldur halda stoltir áfram og vinna eftir góðum kjarasamningi næstu árin. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sjávarútvegur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar kemur fram að 37,17 prósent hafi verið á móti. Kjörsókn var 53,62 prósent. „Það er alltaf ánægjulegt þegar kjarasamningur er samþykktur. Sérstaklega núna eftir allt það skítkast og óhróður sem beindist að forystumönnum Sjómannasambandsins,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins. „Það sýnir sig best að við sem höldum uppi málefnalegri og siðaðri umræðu höfðum vinninginn. Fyrir það ber að þakka þeim sem komu með okkur í vegferðina.“ Alvöru samningur eftir erfiða fæðingu Í tilkynningunni er ennfremur fullyrt að um sé að ræða tímamótasamning fyrir sjómenn. Loksins séu sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. „Loksins eru sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. Loksins er gert upp úr 100% aflaverðmæti. Loksins geta sjómenn sagt að þeirra hlutur í olíukostnaði sé í burtu. Nú geta sjómenn sótt hækkun beint á skiptaprósentu ef þurfa þykir með grein 1.39.1. Loksins koma hækkanir á kauptryggingu og kaupliðum eins og gerist á almenna markaðnum. Loksins hætta sjómenn yfirstöðu við yfirísun. Loksins fá sjómenn desember uppbót árið 2028. Loksins er stærðarmörkum skipa breytt þannig að gagn sé að. Áfram gakk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir Valmundur Valmundsson að samningurinn sé alvöru kjarasamningur eftir erfiða fæðingu. Samningurinn sem felldur hafi verið fyrir ári sé grunnurinn að nýja samningnum. Hlusti ekki á hælbítana „Við bættum við og lagfærðum það sem sjómenn gagnrýndu hvað mest í þeim samningi. Ég er stoltur af mínum félagsmönnum innan Sjómannasambandsins að samþykkja samninginn. Taka ekki mark á öllum þeim óhróðri og rangfærslum sem steypt var yfir sjómenn í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og meðan á henni stóð,“ segir Valmundur. „Eins og ég hef áður sagt opinberlega, kunna sjómenn að lesa sér til gagns og greina kjarnann frá hisminu. Við unnum að kynningu samningsins á málefnalegan og faglegan hátt án upphrópana og útúrsnúninga. Það er að skila sér núna með samþykkt þessa nýja samnings.“ Þá segir ennfremur í tilkynningunni að úrtöluraddir muni halda áfram að hljóma um innihald samningsins. Félagsmenn eru hvattir til að hlusta ekki á hælbítana, heldur halda stoltir áfram og vinna eftir góðum kjarasamningi næstu árin.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sjávarútvegur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira