Þorrablót Grindvíkinga: „Fólk þurfti þessa kærleiksstund“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2024 14:35 Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson alþingismenn voru báðir himinlifandi eftir þorrablót Grindvíkinga. Vilhjálmur Árnason, þingmaður og Grindvíkingur, segir Þorrablót Grindvíkinga sem haldið var í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi hafa verið kærkomna stund fyrir Grindvíkinga. Mikið hafi verið hlegið og gert grín að flækustiginu á bakvið aðgerðir almannavarna. „Þetta var bara eiginlega bara nauðsynlegt og yndislegt. Þetta var kærkomið fyrir Grindvíkinga, fór vel fram, það lá vel á fólki, vel mætt og fólk þurfti svolítið þessa kærleiksstund til að safna orku fyrir næstu orku í stríðinu gegn náttúruöflunum,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Þúsund manns mættu á þorrablótið. Skemmtikraftarnir Eva Ruza og Hjálmar Örn Jóhannesson fóru með veislustjórn og Bandmenn héldu uppi stuðinu. Múlakaffi sá um veitingar. Vilhjálmur segir dagskrána hafa verið gríðarlega vel heppnaða og allt hafi verið vel fram. „Það voru margir stressaður yfir ölvunarástandi og mögulegu pústri svona miðað við ástandið en það var ekkert svoleiðis, þetta var bara yndislegt og kærleiksríkt,“ segir Vilhjálmur. Hann eys lofi yfir íþróttafélög bæjarins sem standa að þorrablótinu. „Það eru þau sem halda lífi í grindvíska samfélaginu. Það lifir í gegnum íþróttafélögin og forsvarsmenn þeirra eiga mikið hrós skilið fyrir þetta, það er mikil sjálfboðavinna sem fer í þetta og mikil ábyrgð sem er lögð á stjórnarfólkið og þau svöruðu kallinu.“ Eva Ruza deildi færslu eftir þorrablót Grindvíkinga á Facebook í gær. Hún segir að hún og Hjálmar muni aldrei gleyma kvöldinu, svo mikil gleði hafi verið í loftinu. Hægt að hafa húmor fyrir ýmsu Vilhjálmur segir skemmtiaatriðin hafa verið til fyrirmyndar. Þau hafi mikið snúist um það hvernig Grindvíkingar upplifi stefnu almannavarna. „Það var spilað myndband og þar var grínast með upplýsingafundina, veðurfræðingana, bannstefnuna og flækjustigið og allt þetta tekið fyrir við rosalega mikla kátínu.“ Að lokum hafi salnum verið stefnt í hópsöng. Bæjarbúar sungið saman „Grindavíkin okkar“ svo tár voru á hvarmi að sögn Vilhjálms. Ásmundur Friðriksson, þingmaður og samflokksmaður Vilhjálms var einnig mættur á blótið í gær. Hann deildi myndasyrpu af blótinu á Facebook og sagði ljóst af gleðinni að dæma að Grindvíkingar hefðu þurft á samkomunni að halda. Skynjar gremju út í skipulagið Eins og fram hefur komið fara rúmlega þúsund Grindvíkingar í bæinn í dag í tveimur hollum að sækja verðmæti til síns heima. Vilhjálmur segist sjálfur munu fara á morgun. Hann segir skynja mikla gremju meðal bæjarbúa vegna skipulagsins. „Það er mjög mikiil gremja út af skipulaginu. Þetta er alveg að fara með sálartetrið í fólki þetta flækjustig og stjórnsemin og þessar akstursleiðir, það er algjörlega óskiljanlegt að þurfa að keyra yfir fjallvegi Suðurnesja þegar bærinn er tómur. Af hverju megum við ekki fara norðurljósaleiðina á meðan engir bílar eru inni í bænum?“ Vilhjálmur segir að forðast hefði mátt kraðak í bænum með því að veita fólki þann kost að velja á milli daga til þess að mæta í bæinn. Þannig hefði fólk getað náð í föggur sínar í rólegheitunum. „Núna er verið að rugla með sendibíla, hvaða hólf þetta eru, sumir fara á morgnana og kvöldin, fólk í skóla og vinnu og við höfum svo sem ekkert verið ánægð með Vegagerðina öll þau fjögur ár sem þetta hættuástand hefur verið og það er mikið kvartað undan hálku og að það sé ekki almennilega hálkuvarið og mokað þegar það er verið að senda okkur á svona vonda vegi. Því það reynir ekkert síður á sálartetur fólks að vera að keyra svona hættulega vegi og fólk er ekki í ástandi til að takast á við svona.“ Grindavík Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Þetta var bara eiginlega bara nauðsynlegt og yndislegt. Þetta var kærkomið fyrir Grindvíkinga, fór vel fram, það lá vel á fólki, vel mætt og fólk þurfti svolítið þessa kærleiksstund til að safna orku fyrir næstu orku í stríðinu gegn náttúruöflunum,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Þúsund manns mættu á þorrablótið. Skemmtikraftarnir Eva Ruza og Hjálmar Örn Jóhannesson fóru með veislustjórn og Bandmenn héldu uppi stuðinu. Múlakaffi sá um veitingar. Vilhjálmur segir dagskrána hafa verið gríðarlega vel heppnaða og allt hafi verið vel fram. „Það voru margir stressaður yfir ölvunarástandi og mögulegu pústri svona miðað við ástandið en það var ekkert svoleiðis, þetta var bara yndislegt og kærleiksríkt,“ segir Vilhjálmur. Hann eys lofi yfir íþróttafélög bæjarins sem standa að þorrablótinu. „Það eru þau sem halda lífi í grindvíska samfélaginu. Það lifir í gegnum íþróttafélögin og forsvarsmenn þeirra eiga mikið hrós skilið fyrir þetta, það er mikil sjálfboðavinna sem fer í þetta og mikil ábyrgð sem er lögð á stjórnarfólkið og þau svöruðu kallinu.“ Eva Ruza deildi færslu eftir þorrablót Grindvíkinga á Facebook í gær. Hún segir að hún og Hjálmar muni aldrei gleyma kvöldinu, svo mikil gleði hafi verið í loftinu. Hægt að hafa húmor fyrir ýmsu Vilhjálmur segir skemmtiaatriðin hafa verið til fyrirmyndar. Þau hafi mikið snúist um það hvernig Grindvíkingar upplifi stefnu almannavarna. „Það var spilað myndband og þar var grínast með upplýsingafundina, veðurfræðingana, bannstefnuna og flækjustigið og allt þetta tekið fyrir við rosalega mikla kátínu.“ Að lokum hafi salnum verið stefnt í hópsöng. Bæjarbúar sungið saman „Grindavíkin okkar“ svo tár voru á hvarmi að sögn Vilhjálms. Ásmundur Friðriksson, þingmaður og samflokksmaður Vilhjálms var einnig mættur á blótið í gær. Hann deildi myndasyrpu af blótinu á Facebook og sagði ljóst af gleðinni að dæma að Grindvíkingar hefðu þurft á samkomunni að halda. Skynjar gremju út í skipulagið Eins og fram hefur komið fara rúmlega þúsund Grindvíkingar í bæinn í dag í tveimur hollum að sækja verðmæti til síns heima. Vilhjálmur segist sjálfur munu fara á morgun. Hann segir skynja mikla gremju meðal bæjarbúa vegna skipulagsins. „Það er mjög mikiil gremja út af skipulaginu. Þetta er alveg að fara með sálartetrið í fólki þetta flækjustig og stjórnsemin og þessar akstursleiðir, það er algjörlega óskiljanlegt að þurfa að keyra yfir fjallvegi Suðurnesja þegar bærinn er tómur. Af hverju megum við ekki fara norðurljósaleiðina á meðan engir bílar eru inni í bænum?“ Vilhjálmur segir að forðast hefði mátt kraðak í bænum með því að veita fólki þann kost að velja á milli daga til þess að mæta í bæinn. Þannig hefði fólk getað náð í föggur sínar í rólegheitunum. „Núna er verið að rugla með sendibíla, hvaða hólf þetta eru, sumir fara á morgnana og kvöldin, fólk í skóla og vinnu og við höfum svo sem ekkert verið ánægð með Vegagerðina öll þau fjögur ár sem þetta hættuástand hefur verið og það er mikið kvartað undan hálku og að það sé ekki almennilega hálkuvarið og mokað þegar það er verið að senda okkur á svona vonda vegi. Því það reynir ekkert síður á sálartetur fólks að vera að keyra svona hættulega vegi og fólk er ekki í ástandi til að takast á við svona.“
Grindavík Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira