„Erum við að slaufa tímabilinu ef það verða þrjú eða fjögur smit 2. desember?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. nóvember 2020 15:17 Teitur Örlygsson var ómyrkur í máli á föstudagskvöldið. SKJÁSKOT STÖÐ 2 SPORT Í Domino's Körfuboltakvöldi sem fór fram á föstudagskvöldið var meðal annars rætt um æfingabannið sem ríkir hér á landi en allur körfubolti hefur verið á ís síðan í byrjun október. Engir leikir og engar æfingar verða að minnsta kosti þangað til 2. desember er núverandi reglugerð rennur út. Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans á föstudaginn, þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson, fóru yfir stöðuna og hvað sé hægt að gera. Einnig fengu sérfræðingarnir að viðra sínar hugmyndir. „Við erum með þessa mælikvarða allt í kringum okkur hvað aðrir eru að gera. Þetta er orðið hundleiðinlegt og mér finnst einhver þurfa að svara spurningunni um hvort að smitin þurfi að fara niður í núll eða hvað, til þess að við fáum æfingaleyfið,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Ef að það verða þrjú eða fjögur smit 2. desember erum við þá að slaufa tímabilinu? Mér finnst einhver þurfa að segja okkur á hvaða vegferð við erum af því að ef þetta á að vera svona þá er hægt að slaufa þessu bara og segja að það verði ekkert íþróttir á Íslandi í vetur sem mér finnst ömurlegt.“ Teitur segir að þetta virki eins og geðþóttarákvarðanir stjórnvalda. „Það veit enginn neitt og það er eins og þetta séu einhverjar geðþóttarákvarðanir í hvert skipti. Það er ekkert fast í hendi og ég skil svo vel kergjuna í þjálfurunum. Þetta er orðið dálítið óþolandi ástand. Þjóðin er búin að standa sig rosalega vel í að koma smitunum niður. Við erum lítil þjóð og náum fljótt tökum á hlutunum.“ „Ef að þetta slys eða óhapp sem gerðist á Landakoti hefði ekki orðið, er mín tilfinning að það væri löngu búið að leyfa okkur að byrja að æfa.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Æfingabann Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Sjá meira
Í Domino's Körfuboltakvöldi sem fór fram á föstudagskvöldið var meðal annars rætt um æfingabannið sem ríkir hér á landi en allur körfubolti hefur verið á ís síðan í byrjun október. Engir leikir og engar æfingar verða að minnsta kosti þangað til 2. desember er núverandi reglugerð rennur út. Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans á föstudaginn, þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson, fóru yfir stöðuna og hvað sé hægt að gera. Einnig fengu sérfræðingarnir að viðra sínar hugmyndir. „Við erum með þessa mælikvarða allt í kringum okkur hvað aðrir eru að gera. Þetta er orðið hundleiðinlegt og mér finnst einhver þurfa að svara spurningunni um hvort að smitin þurfi að fara niður í núll eða hvað, til þess að við fáum æfingaleyfið,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Ef að það verða þrjú eða fjögur smit 2. desember erum við þá að slaufa tímabilinu? Mér finnst einhver þurfa að segja okkur á hvaða vegferð við erum af því að ef þetta á að vera svona þá er hægt að slaufa þessu bara og segja að það verði ekkert íþróttir á Íslandi í vetur sem mér finnst ömurlegt.“ Teitur segir að þetta virki eins og geðþóttarákvarðanir stjórnvalda. „Það veit enginn neitt og það er eins og þetta séu einhverjar geðþóttarákvarðanir í hvert skipti. Það er ekkert fast í hendi og ég skil svo vel kergjuna í þjálfurunum. Þetta er orðið dálítið óþolandi ástand. Þjóðin er búin að standa sig rosalega vel í að koma smitunum niður. Við erum lítil þjóð og náum fljótt tökum á hlutunum.“ „Ef að þetta slys eða óhapp sem gerðist á Landakoti hefði ekki orðið, er mín tilfinning að það væri löngu búið að leyfa okkur að byrja að æfa.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Æfingabann
Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Fleiri fréttir Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Sjá meira
„Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00
Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25
Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu