Körfubolti

Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leik­menn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Poonam Chaturvedi er engin smásmíði og gnæfir yfir alla aðra leikmenn á vellinum.
Poonam Chaturvedi er engin smásmíði og gnæfir yfir alla aðra leikmenn á vellinum. @fiba

Indverska körfuboltakonan Poonam Chaturvedi hefur vakið athygli og þar á meðal hjá Alþjóða Körfuknattleikssambandinu sem birti myndband með henni á miðlum sínum.

Chaturvedi er sjö fet á hæð sem jafngildir 213 sentimetrum. Hún er fædd árið 1995 og er því að nálgast þrítugt.

Chaturvedi er hæsta körfuboltakonan Indlands og gnæfir yfir aðra leikmenn. Það eru heldur ekki margar hærri körfuboltakonur í heiminum.

Hún fann ástríðu fyrir körfuboltanum efrir að hafa verið mikið strítt sem barn en lenti svo í miklu mótlæti þegar hún var á sínum mest mótandi körfuboltaárum.

Chaturvedi greindist nefnilega með krabbamein í heila og þurfti að gangast undir tvær aðgerðir og tilheyrandi lyfjameðferð.

Hún sýndi mikla þrautseigju með því að koma til baka og skila sér aftur inn á körfuboltavöllinn.

Hún lék með indverska landsliðinu í Asíubikarnum 2019 og hefur síðan spilað körfubolta þar sem hún sker sig auðvitað úr inn á vellinum.

Hér fyrir neðan má sjá færsluna hjá FIBA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×