Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 09:18 Stjórnvöld funda með Samtökum atvinnulífsins í morgun. Vísir/vilhelm Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins eiga fund með stjórnvöldum klukkan níu. Til stendur að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um hvort rifta eigi lífskjarasamningum í dag. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun sitja fundi í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Þá mættu Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ráðherrabústaðinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA staðfestir í samtali við Vísi að samtökin eigi fund með stjórnvöldum klukkan níu. Líkt og áður segir stendur til að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á að liggja fyrir á morgun. Verði uppsögn samningsins samþykkt, og samkomulag ekki náðst fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hyggjast SA segja samningnum upp. Halldór Benjamín sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Ábyrgðin liggi nú hjá SA og stjórnvöldum. „Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að SA hafi viljað byrja allar umræður á þeim forsendum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það væri eitthvað sem verkalýðshreyfingin gæti ekki tekið þátt í. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 „Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati telur sjónarhorn Bjarna Benediktssonar brenglað. 25. september 2020 16:02 Auknar líkur á að samningum verði sagt upp eftir viku Líkur hafa aukist á því að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á miðvikudag í næstu vikur. Þar með yrðu allir kjarasamningar í landinu komnir í uppnám. 24. september 2020 18:01 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins eiga fund með stjórnvöldum klukkan níu. Til stendur að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um hvort rifta eigi lífskjarasamningum í dag. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun sitja fundi í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Þá mættu Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ráðherrabústaðinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA staðfestir í samtali við Vísi að samtökin eigi fund með stjórnvöldum klukkan níu. Líkt og áður segir stendur til að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á að liggja fyrir á morgun. Verði uppsögn samningsins samþykkt, og samkomulag ekki náðst fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hyggjast SA segja samningnum upp. Halldór Benjamín sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Ábyrgðin liggi nú hjá SA og stjórnvöldum. „Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að SA hafi viljað byrja allar umræður á þeim forsendum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það væri eitthvað sem verkalýðshreyfingin gæti ekki tekið þátt í.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 „Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati telur sjónarhorn Bjarna Benediktssonar brenglað. 25. september 2020 16:02 Auknar líkur á að samningum verði sagt upp eftir viku Líkur hafa aukist á því að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á miðvikudag í næstu vikur. Þar með yrðu allir kjarasamningar í landinu komnir í uppnám. 24. september 2020 18:01 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14
„Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati telur sjónarhorn Bjarna Benediktssonar brenglað. 25. september 2020 16:02
Auknar líkur á að samningum verði sagt upp eftir viku Líkur hafa aukist á því að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á miðvikudag í næstu vikur. Þar með yrðu allir kjarasamningar í landinu komnir í uppnám. 24. september 2020 18:01