Project Runway stjarna látin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2019 23:41 Chris March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn. getty/Mitch Haaseth Chris March, búningahönnuður sem kom fram í þáttunum Project Runway, er látinn. Frá þessu er greint á vef TMZ. Heimildarmenn TMZ segja að hann hafi dáið á fimmtudag klukkan 13:45 á staðartíma eftir að hafa fengið hjartaáfall. Þá hafi March reglulega legið á spítala síðasta árið en hjartaáfallið hafi komið bæði læknum hans og fjölskyldu í opna skjöldu. March glímdi við mikið heilsuleysi síðustu tvö ár eftir að hann slasaðist illa eftir að hafa dottið. Þá hafi hann, þrátt fyrir veikindin, hannað kjóla til dauðadags. March var einn lokakeppenda í fjórðu þáttaröð Project Runway og hann kom einnig fram í Project Runway All stars. Þá var hann þáttastjórnandi þáttarins Mad Fashion sem var sýndur á sjónvarpsstöðinni Bravo. Hann kom einnig fram í raunveruleikaþættinum The Real Houswifes of New York City þar sem hann aðstoðaði Sonju Morgan að klæða sig.Meryl Streep í kjólum sem hannaðir voru af Chris March. Til vinstri er hún á Golden Globes hátíðinni og til hægri á Óskarsverðlaununum.getty/Kevin Mazur/Kevin Winter March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn og var hann vinsæll meðal margra þekktustu Hollywood stjarnanna. Hann hannaði meðal annars fyrir Madonnu, Lady Gaga, Jennifer Coolidge, Beyoncé og Meryl Streep. Hann hannaði meðal annars kjólana sem Streep var í á Golden Globe verðlaunahátíðinni og Óskarsverðlaununum árið 2010. Þá hannaði March búninga fyrir Cirque du Soleil og fjölda Brodway sýninga. Hann var mjög lengi að jafna sig eftir að hann datt illa í íbúðinni sinni árið 2017 og fékk högg á höfuðið. March lá meðvitundarlaus á gólfinu í fjóra daga en náði að hringja í neyðarlínuna þegar hann loks vaknaði. Þá var hann færður á spítala í flýti þar sem hann var látinn fara í dá en hann var mjög illa haldinn og varð hann fyrir líffærabilunum, þar á meðal féll lunga hans saman. Andlát Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Chris March, búningahönnuður sem kom fram í þáttunum Project Runway, er látinn. Frá þessu er greint á vef TMZ. Heimildarmenn TMZ segja að hann hafi dáið á fimmtudag klukkan 13:45 á staðartíma eftir að hafa fengið hjartaáfall. Þá hafi March reglulega legið á spítala síðasta árið en hjartaáfallið hafi komið bæði læknum hans og fjölskyldu í opna skjöldu. March glímdi við mikið heilsuleysi síðustu tvö ár eftir að hann slasaðist illa eftir að hafa dottið. Þá hafi hann, þrátt fyrir veikindin, hannað kjóla til dauðadags. March var einn lokakeppenda í fjórðu þáttaröð Project Runway og hann kom einnig fram í Project Runway All stars. Þá var hann þáttastjórnandi þáttarins Mad Fashion sem var sýndur á sjónvarpsstöðinni Bravo. Hann kom einnig fram í raunveruleikaþættinum The Real Houswifes of New York City þar sem hann aðstoðaði Sonju Morgan að klæða sig.Meryl Streep í kjólum sem hannaðir voru af Chris March. Til vinstri er hún á Golden Globes hátíðinni og til hægri á Óskarsverðlaununum.getty/Kevin Mazur/Kevin Winter March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn og var hann vinsæll meðal margra þekktustu Hollywood stjarnanna. Hann hannaði meðal annars fyrir Madonnu, Lady Gaga, Jennifer Coolidge, Beyoncé og Meryl Streep. Hann hannaði meðal annars kjólana sem Streep var í á Golden Globe verðlaunahátíðinni og Óskarsverðlaununum árið 2010. Þá hannaði March búninga fyrir Cirque du Soleil og fjölda Brodway sýninga. Hann var mjög lengi að jafna sig eftir að hann datt illa í íbúðinni sinni árið 2017 og fékk högg á höfuðið. March lá meðvitundarlaus á gólfinu í fjóra daga en náði að hringja í neyðarlínuna þegar hann loks vaknaði. Þá var hann færður á spítala í flýti þar sem hann var látinn fara í dá en hann var mjög illa haldinn og varð hann fyrir líffærabilunum, þar á meðal féll lunga hans saman.
Andlát Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira