Blíðar móttökur aðdénda Pain of Salvation í Evrópu 21. febrúar 2012 07:15 Ragnar Sólberg ferðast nú um Evrópu ásamt hljómsveitinni Pain of Salvation. Fréttablaðið/Stefán „Ég hef fengið mjög góðar viðtökur. Bæði frá gagnrýnendum og aðdáendum - þau virðast strax vera búin að samþykkja mig," segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg. Ragnar gekk nýlega til liðs við sænsku progg-þungarokkhljómsveitina Pain of Salvation. Hljómsveitin á aðdáendur víða um heim og er núna á tónleikaferðalagi um Evrópu. Ragnar er ánægður með viðtökurnar, en hann bjóst ekki við að þær yrðu svona góðar. „Ég bjóst algjörlega við því að mæta mótspyrnu og var viðbúinn því að þurfa að hrækja framan í mótmælendur, en ég er alveg búinn að sleppa við það hingað til," segir Ragnar, sem var staddur í Suður-Frakklandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann segir að mórallinn í hljómsveitinni hafi verið góður frá fyrsta degi tónleikaferðalagsins, sem hófst í Skotlandi 10. febrúar. „Það er auðvitað voða mikill einkahúmor í gangi," segir Ragnar. „Sérstaklega hjá mér og trommaranum, báðir erum við innflytjendur og leikum okkur glatt að því að bulla á sænsku og búa til ný orð og svona. Tæknimennirnir og rótararnir eru á svipuðum aldri og ég og fullir af fjöri, fara seinastir að sofa og vakna fyrstir með bros á vör. Maður er náttúrulega löngu búinn að snúa sólarhringnum við þannig að aðallífið er á næturna, yfirleitt að hlusta á Kiss eða horfa á myndir á meðan rótararnir djamma í sínu horni." Ragnar er kominn til Spánar og kom fram ásamt Pain of Salvtaion í Madríd í gær og kemur fram í Barselóna í kvöld. Tónleikaferðalagið endar svo í Stokkhólmi í 26. mars eftir viðkomu í 14 löndum Evrópu á rúmum mánuði. [email protected] Lífið Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ég hef fengið mjög góðar viðtökur. Bæði frá gagnrýnendum og aðdáendum - þau virðast strax vera búin að samþykkja mig," segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg. Ragnar gekk nýlega til liðs við sænsku progg-þungarokkhljómsveitina Pain of Salvation. Hljómsveitin á aðdáendur víða um heim og er núna á tónleikaferðalagi um Evrópu. Ragnar er ánægður með viðtökurnar, en hann bjóst ekki við að þær yrðu svona góðar. „Ég bjóst algjörlega við því að mæta mótspyrnu og var viðbúinn því að þurfa að hrækja framan í mótmælendur, en ég er alveg búinn að sleppa við það hingað til," segir Ragnar, sem var staddur í Suður-Frakklandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann segir að mórallinn í hljómsveitinni hafi verið góður frá fyrsta degi tónleikaferðalagsins, sem hófst í Skotlandi 10. febrúar. „Það er auðvitað voða mikill einkahúmor í gangi," segir Ragnar. „Sérstaklega hjá mér og trommaranum, báðir erum við innflytjendur og leikum okkur glatt að því að bulla á sænsku og búa til ný orð og svona. Tæknimennirnir og rótararnir eru á svipuðum aldri og ég og fullir af fjöri, fara seinastir að sofa og vakna fyrstir með bros á vör. Maður er náttúrulega löngu búinn að snúa sólarhringnum við þannig að aðallífið er á næturna, yfirleitt að hlusta á Kiss eða horfa á myndir á meðan rótararnir djamma í sínu horni." Ragnar er kominn til Spánar og kom fram ásamt Pain of Salvtaion í Madríd í gær og kemur fram í Barselóna í kvöld. Tónleikaferðalagið endar svo í Stokkhólmi í 26. mars eftir viðkomu í 14 löndum Evrópu á rúmum mánuði. [email protected]
Lífið Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira