Lofar betri Bond 15. desember 2011 12:00 Lætur að sér kveða Daniel Craig dregur ekkert undan í viðtölum um þessar mundir og lofar því að Skyfall verði betri en Quantum of Solace. Daniel Craig hefur lofað því að Bond-myndin Skyfall verði betri en Quantum of Solace, síðasta Bond-mynd leikarans. Craig hefur verið ansi stóryrtur í viðtölum að undanförnu og sagði meðal annars Kardashian-fjölskylduna vera heimska. Hann dró því ekkert undan þegar hann var spurður um Quantum of Solace en myndin olli talsverðum vonbrigðum eftir að Casino Royale hafði hleypt Bond-myndunum aftur á skeið. Verkfall handritshöfunda setti stórt strik í reikninginn og þegar tökur hófust var handritið bara hálfgerð beinagrind. „Við gátum ekkert gert, allir höfundar voru í verkfalli. Þetta er eitt af því sem þú vilt aldrei lenda í,“ segir Craig sem endaði á því að skrifa nokkrar senur sjálfur ásamt leikstjóranum Marc Forster. „Trúðu mér, ég er enginn handritshöfundur.“ Hann upplýsir jafnframt að myndin hafi orðið að mun meiri framhaldsmynd en hún átti að verða í upphafi. Þess vegna hafi til að mynda verið ákveðið að hvíla Quantum-söguþráðinn í Skyfall en glæpasamtökin umsvifamiklu komu við sögu í hinum myndunum tveimur. „Það skiptir mig miklu máli að gera alltaf betur næst,“ segir Craig sem lofar einnig samstarfið við leikstjórann Sam Mendes. „Hann er alinn upp við James Bond eins og ég. Og við vorum yfirleitt alltaf á sama máli um eftirminnileg atriði úr gömlum Bond-myndum,“ segir Craig sem verður næst hægt að sjá í Karlar sem hata konur eftir David Fincher um þessi jól. - fgg Lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Daniel Craig hefur lofað því að Bond-myndin Skyfall verði betri en Quantum of Solace, síðasta Bond-mynd leikarans. Craig hefur verið ansi stóryrtur í viðtölum að undanförnu og sagði meðal annars Kardashian-fjölskylduna vera heimska. Hann dró því ekkert undan þegar hann var spurður um Quantum of Solace en myndin olli talsverðum vonbrigðum eftir að Casino Royale hafði hleypt Bond-myndunum aftur á skeið. Verkfall handritshöfunda setti stórt strik í reikninginn og þegar tökur hófust var handritið bara hálfgerð beinagrind. „Við gátum ekkert gert, allir höfundar voru í verkfalli. Þetta er eitt af því sem þú vilt aldrei lenda í,“ segir Craig sem endaði á því að skrifa nokkrar senur sjálfur ásamt leikstjóranum Marc Forster. „Trúðu mér, ég er enginn handritshöfundur.“ Hann upplýsir jafnframt að myndin hafi orðið að mun meiri framhaldsmynd en hún átti að verða í upphafi. Þess vegna hafi til að mynda verið ákveðið að hvíla Quantum-söguþráðinn í Skyfall en glæpasamtökin umsvifamiklu komu við sögu í hinum myndunum tveimur. „Það skiptir mig miklu máli að gera alltaf betur næst,“ segir Craig sem lofar einnig samstarfið við leikstjórann Sam Mendes. „Hann er alinn upp við James Bond eins og ég. Og við vorum yfirleitt alltaf á sama máli um eftirminnileg atriði úr gömlum Bond-myndum,“ segir Craig sem verður næst hægt að sjá í Karlar sem hata konur eftir David Fincher um þessi jól. - fgg
Lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira