Fjallar um eftirköst eldgossins 14. desember 2011 12:00 mynd um eldgosið Herbert Sveinbjörnsson er með heimildarmynd í bígerð um eftirköst eldgossins. Þrjár fjölskyldur sem hafa þurft að glíma við eftirköst eldgossins í Eyjafjallajökli eru í forgrunni nýrrar heimildarmyndar sem kvikmyndagerðarmaðurinn Herbert Sveinbjörnsson er með í vinnslu. „Mig langar að fylgjast með og sjá hvernig fólki reiðir af þarna. Þegar maður sá þessar myndir af gosinu og öllu öskufallinu leit þetta út eins og það væri kominn heimsendir,“ segir Herbert. „Maður er alltaf að sjá myndir frá hamförum úti um allan heim en ég man ekki eftir að hafa séð heimildarmynd um eitthvað slíkt.“ Að sögn Herberts verður myndin á persónulegu nótunum. Fjölskyldunum verður fylgt eftir í eitt ár og engir sérfræðingar verða á meðal viðmælenda. „Ég er búinn að setja mig í samband við þrjár fjölskyldur. Þær eru búnar að samþykkja að taka þátt í þessu og þetta er fólk sem mér líst rosalega vel á. Þetta er fallegt og duglegt fólk.“ Herbert kynnti myndina nýverið á Nordisk Forum í Danmörku þar sem nýjar heimildarmyndir eru kynntar til sögunnar og tókst honum að selja hana í svokallaðri forsölu til norska og finnska ríkissjónvarpsins og til Eistlands. Þess má geta að rokksveitin Skálmöld var í hljóðveri um síðustu helgi og tók þar upp lag sem hljómar í myndinni. Það er þeirra útgáfa af hluta Þúsaldarljóðsins sem Sveinbjörn I. Baldvinsson og Tryggvi M. Baldvinsson sömdu um síðustu aldamót. Herbert er með fleiri járn í eldinum því hann er einnig að framleiða heimildarmynd um íslenska lífeyrissjóðskerfið í leikstjórn Gunnars Sigurðssonar. Saman sendu þeir frá sér Maybe I Should Have fyrir nokkrum árum sem fjallaði um bankahrunið. - fb Lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þrjár fjölskyldur sem hafa þurft að glíma við eftirköst eldgossins í Eyjafjallajökli eru í forgrunni nýrrar heimildarmyndar sem kvikmyndagerðarmaðurinn Herbert Sveinbjörnsson er með í vinnslu. „Mig langar að fylgjast með og sjá hvernig fólki reiðir af þarna. Þegar maður sá þessar myndir af gosinu og öllu öskufallinu leit þetta út eins og það væri kominn heimsendir,“ segir Herbert. „Maður er alltaf að sjá myndir frá hamförum úti um allan heim en ég man ekki eftir að hafa séð heimildarmynd um eitthvað slíkt.“ Að sögn Herberts verður myndin á persónulegu nótunum. Fjölskyldunum verður fylgt eftir í eitt ár og engir sérfræðingar verða á meðal viðmælenda. „Ég er búinn að setja mig í samband við þrjár fjölskyldur. Þær eru búnar að samþykkja að taka þátt í þessu og þetta er fólk sem mér líst rosalega vel á. Þetta er fallegt og duglegt fólk.“ Herbert kynnti myndina nýverið á Nordisk Forum í Danmörku þar sem nýjar heimildarmyndir eru kynntar til sögunnar og tókst honum að selja hana í svokallaðri forsölu til norska og finnska ríkissjónvarpsins og til Eistlands. Þess má geta að rokksveitin Skálmöld var í hljóðveri um síðustu helgi og tók þar upp lag sem hljómar í myndinni. Það er þeirra útgáfa af hluta Þúsaldarljóðsins sem Sveinbjörn I. Baldvinsson og Tryggvi M. Baldvinsson sömdu um síðustu aldamót. Herbert er með fleiri járn í eldinum því hann er einnig að framleiða heimildarmynd um íslenska lífeyrissjóðskerfið í leikstjórn Gunnars Sigurðssonar. Saman sendu þeir frá sér Maybe I Should Have fyrir nokkrum árum sem fjallaði um bankahrunið. - fb
Lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira