Turin Brakes til Íslands 14. desember 2011 09:00 Í uppáhaldi Turin Brakes er uppáhaldshljómsveit tónleikahaldarans Valþórs Sverrissonar. Breska hljómsveitin Turin Brakes naut talsverðra vinsælda upp úr aldamótum, og hefur stöðugt sent frá sér tónlist síðan þá. Hljómsveitin er á leiðinni til Íslands í janúar og kemur fram í Fríkirkjunni. „Þeir eru mjög spenntir fyrir ferðinni til Íslands.“ segir Valþór Örn Sverrisson tónleikahaldari, vefstjóri og starfsmaður Nova. Valþór og bræður hans, Sverrir Birgir og Pétur Rúnar, flytja inn bresku hljómsveitina Turin Brakes á næsta ári. Hljómsveitin kemur fram í Fríkirkjunni 20. janúar, en upphitun verður í höndum Jóns Jónssonar og hljómsveitar. Stjarna Turin Brakes reis hátt upp úr aldamótum. Hljómsveitin var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna árið 2001 fyrir fyrstu breiðskífuna sína, The Optimist LP. Eftir fylgdu plöturnar Ether Song og Jackinabox sem nutu talsverðra vinsælda. Minna hefur farið fyrir hljómsveitinni síðustu ár þótt hún hafi aldrei lagt árar í bát. Spurður hvernig honum datt í hug að flytja inn Turin Brakes segir Valþór svarið einfalt: „Þetta er uppáhaldsbandið mitt. Ég hlusta á þá á hverju kvöldi,“ segir hann. Síðasta breiðskífa Turin Brakes, Outbursts, kom út á síðasta ári og hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda. Skoska tónlistartímaritið Clash gaf henni til að mynda fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Hljómsveitin sendi frá sér stuttskífu í ár sem innihélt tökulög ásamt einu nýju lagi. Valþór segir hljómsveitina flytja blöndu af nýju efni og gömlu á tónleikum. Hann er spenntur fyrir því að eyða helgi með uppáhaldshljómsveitinni sinni í janúar. „Við ætlum í Bláa lónið og út að borða á Panorama,“ segir hann. „Ég bauð þeim lúxusferð.“ Miðasala hefst í versluninni Noland í Kringlunni á föstudag. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook. [email protected] Lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Breska hljómsveitin Turin Brakes naut talsverðra vinsælda upp úr aldamótum, og hefur stöðugt sent frá sér tónlist síðan þá. Hljómsveitin er á leiðinni til Íslands í janúar og kemur fram í Fríkirkjunni. „Þeir eru mjög spenntir fyrir ferðinni til Íslands.“ segir Valþór Örn Sverrisson tónleikahaldari, vefstjóri og starfsmaður Nova. Valþór og bræður hans, Sverrir Birgir og Pétur Rúnar, flytja inn bresku hljómsveitina Turin Brakes á næsta ári. Hljómsveitin kemur fram í Fríkirkjunni 20. janúar, en upphitun verður í höndum Jóns Jónssonar og hljómsveitar. Stjarna Turin Brakes reis hátt upp úr aldamótum. Hljómsveitin var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna árið 2001 fyrir fyrstu breiðskífuna sína, The Optimist LP. Eftir fylgdu plöturnar Ether Song og Jackinabox sem nutu talsverðra vinsælda. Minna hefur farið fyrir hljómsveitinni síðustu ár þótt hún hafi aldrei lagt árar í bát. Spurður hvernig honum datt í hug að flytja inn Turin Brakes segir Valþór svarið einfalt: „Þetta er uppáhaldsbandið mitt. Ég hlusta á þá á hverju kvöldi,“ segir hann. Síðasta breiðskífa Turin Brakes, Outbursts, kom út á síðasta ári og hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda. Skoska tónlistartímaritið Clash gaf henni til að mynda fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Hljómsveitin sendi frá sér stuttskífu í ár sem innihélt tökulög ásamt einu nýju lagi. Valþór segir hljómsveitina flytja blöndu af nýju efni og gömlu á tónleikum. Hann er spenntur fyrir því að eyða helgi með uppáhaldshljómsveitinni sinni í janúar. „Við ætlum í Bláa lónið og út að borða á Panorama,“ segir hann. „Ég bauð þeim lúxusferð.“ Miðasala hefst í versluninni Noland í Kringlunni á föstudag. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook. [email protected]
Lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira