Endurminningin merlar æ 14. desember 2011 10:45 Hannes Pétursson "Ég hef alltaf gert mér grein fyrir smæð mannanna í sköpunarverkinu,“ segir Hannes Pétursson, sem vonar að enginn haldi að hann sé að gera of mikið veður úr endurminningum sínum. Fréttablaðið/valli Hannes Pétursson skáld er áttræður í dag. Hann sendi jafnframt frá sér á dögunum bókina Jarðlag í tímanum, þar sem hann dregur upp minningarmyndir úr barnæsku sinni norður í Skagafirði. Bergsteinn Sigurðsson hitti skáldið að máli. Þetta eru svo sem engin sérstök tímamót í mínum huga," segir Hannes. „Mér finnst ég betri til heilsunnar en ég var fyrir tíu til fimmtán árum, hausinn er í þokkalegu lagi þótt mér misheyrist stundum og missjáist eins og gengur og gerist með gamla karla. Að öðru leyti plagar mig ekkert og þetta er eins og hver annar dagur." Hannes Pétursson hefur verið í hópi fremstu skálda Íslands frá því að hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, Kvæðabók, árið 1955, þá aðeins 23 ára gamall. Á dögunum kom út á vegum Opnu bókin Jarðlag í tímanum – minningarmyndir úr barnæsku, þar sem Hannes lítur yfir uppvöxt sinn norður í Skagafirði til fjórtán ára aldurs, þegar hann flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur. „Ég velti því því fyrir mér í bókinni hvort alvara lífsins byrji ekki í barnæsku hvers manns. Ég held að æskan sé að minnsta kosti ákaflega mikilvæg. Ég heyrði nýlega haft eftir einhverjum fræðingnum að börn taki út svo til allan málþroska fyrir sex ára aldur. Það er ekki lítið sem gengur á. Æskuárin höfðu mótandi áhrif á mig og ég miða þau við fyrstu fjórtán árin, því þá urðu eðlileg þáttaskil í mínu lífi þegar við fjölskyldan flytjum í bæinn." Ákvörðun sem aldrei varð haggaðÞegar Hannes flutti suður hafði hann þegar gert upp við sig að verða skáld og tók ljóðagerðina strax föstum tökum, sem skýrir kannski hversu fullburða frumraunin varð. „Ég orti reiðinnar ósköp á menntaskólaárunum og þjálfaðist mikið á því. Ég tók hins vegar verulegan kipp upp úr tvítugu. Kvæðabók varð til í þremur eða fjórum lotum upp úr því, síðustu ljóðin í henni orti ég sumarið áður en hún kom út. Þegar ég hafði á annað borð ákveðið að verða skáld var þetta svo sterk innri ákvörðun að henni varð aldrei haggað." Hannes segist líta sáttur yfir farinn veg og ferilinn sem hann valdi sér. „Já, þó stundum finnist mér ég hefði getað verið duglegri, gert meira. Með aldrinum gerðist það að það kviknaði áhugi á ýmsu þjóðlegu fræðagrúski. Það fór töluverður tími í það, ekki endilega skriftirnar heldur lestur og heimildaleit hingað og þangað. Þetta var tímafrekt og bitnaði kannski að einhverju leyti á ljóðagerðinni. Stundum myndaðist dálítill klofningur milli ljóðskáldsins og grúskarans í mér." Þjóðskáld er dautt hugtakKveðskapur Hannesar hvílir á gömlum merg enda er hann oft nefndur, ásamt Þorsteini frá Hamri sem síðasta þjóðskáldið. Sjálfur segist Hannes ekki taka titilinn þjóðskáld alvarlega; amast ekki við honum en gerir jafnframt ekkert við hann. „Hugtakið þjóðskáld er að mínu viti dautt. Það tilheyrir tíma þegar ljóðskáldin töluðu fyrir fullum sal og þjóðin fylgdist með ljóðagerð. Orðið hafði upphaflega aðra merkingu og þýddi einfaldlega höfuðskáld. Það var ekki fyrr en í sjálfstæðisbaráttunni sem farið var að nota orðið þjóðskáld yfir þá sem ortu um frelsi þjóðarinnar, eins og Jónas Hallgrímsson, og síðar um skáld sem náðu til allrar þjóðarinnar, til dæmis Davíð Stefánsson og fleiri. Enginn notaði orðið þjóðskáld um Stein Steinarr meðan hann lifði og orti. Ég held að þessi skilgreining eigi ekki lengur við og við eigum bara að leyfa henni að deyja." Hannes, sem drakk í sig kvæði þjóðskáldanna á æskuárum, kveðst ekki syrgja það sérstaklega að ljóðið hafi ekki sömu þjóðfélagslegu stöðu og það hafði. „Bókmenntagreinar rísa og hníga eins og öldurnar samkvæmt lífsins gangi. Ég hef engar áhyggjur af því að ljóðlistin deyi, ef hún gæti það væri hún löngu dauð. Þetta er elsta bókmenntaformið; það er lýrík í mannlegu eðli sem er ómissandi og verður ekki drepin – en tímarnir kalla mismikið á hana." Depill í svo miklu stærri heimiÞessi æðrulausa afstaða gengur eins og rauður þráður í gegnum Jarðlag í tímann. Á einum stað í bókinni er minnt á að jörðin sé aðeins ungur depill í himingeimnum, „Ísland er depill á jarðkúlunni, Sauðárkrókur depill innan Íslands og ég sjálfur depill innan þess depils. Af þeirri ástæðu skyldi maður hafa sig hægan." Sumum sem svona hugsa fellst allur ketill í eld, fyllast þunglyndi yfir eigin lítilvægi og komast ekki fram úr rúminu. „Ég hef alltaf gert mér grein fyrir smæð mannanna í sköpunarverkinu," útskýrir Hannes. „Þess vegna tek ég þetta fram þarna í byrjun bókarinnar til að enginn haldi að ég sé að gera of mikið veður úr minningum mínum. Þetta er lítill heimur innan miklu stærri heims, einn hringur inni í öðru. Mannskepnan kom seint fram á sjónarsviðið og á eftir að hverfa aftur um síðir, meðan náttúran hefur sinn gang. Þetta eru bara stærðir sem best er að gera sér grein fyrir og sætta sig við. Heimurinn stækkar sífellt fyrir fyrir augum stjörnuskoðarans, og við jarðarbúar minnkum að sama skapi. Við höfum hins vegar öll nokkuð til málanna að leggja innan þess sviðs sem við lifum á. Maður má ekki láta þessar svakalegu „dimensjónir" lama sig. Við þurfum að vita af þeim og búa við þær en gera okkur að góðu það svið sem við lifum á. Okkur er ekki annað fært." Þykir vænt um æskunaÍ bókinni segir Hannes að sá Sauðárkrókur sem hann ólst upp á sé ekki lengur til. Í frásögninni fléttast saman huglæg og hlutlæg lýsing af liðnum tíma, sem einkennist af skáldlegu innsæi og samkennd en er laus við rómantíska eftirsjá. „Mér þykir vænt um æsku mína en er ekkert að fegra hana meira en hún á skilið. Það er engu rósamáli fyrir að fara enda væri það ekki sannleikanum samkvæmt. En það liggur í hlutarins eðli að þegar maður horfir svona langt aftur í tímann verður viss fjarlægðarblær yfir öllu. Grímur Thomsen orti: Endurminningin merlar æ í mána silfri hvað sem var yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar. Í huga mér eru myndirnar frá Sauðarkróki æsku minnar skýrar en þær breyta örlítið um áferð eftir því sem maður eldist. Sjónarhornið breytist – það er ekki hægt að neita því." Hannes segist ekki trega æskuslóðirnar, þær séu enn á sínum stað i hugmyndaheiminum. „Auðvitað er ekki hægt að heimta að þær haldist óbreyttar. Það kemur nýtt fólk sem vill skapar sér annað umhverfi þar sem heimur þinn var áður. Heimurinn er sífellt að breytast, dýnamík tímans verður að hafa sinn gang og það er ólíkt hagkvæmara og betra líf á Sauðárkróki nútímans en í mínu ungdæmi." Er Hannes framfarasinni sem trúir að heimurinn fari sífellt batnandi? „Tæknin hefur óneitanlega fært okkur ótrúlega hagsæld. Hugsaðu þér breytinguna þegar rennandi vatn og rafmagn kemur í sveitirnar; það er vart hægt að lýsa því með orðum hvað það urðu mikil kaflaskipti. Fáir núorðið þekkja hið raunverulega, íslenska skammdegismyrkur eins og það var í sveitunum, þegar sortinn lá yfir landinu og eina ljósið var einstaka týra á glugga. En þótt ég loki ekki augunum fyrir þeirri velsæld sem tæknin hefur fært okkur er ég enginn sérstakur tæknihyggjumaður. Við verðum auðvitað að umgangast tæknina og þekkinguna af ábyrgð og visku, annars er hætt að það fari fyrir okkur eins og lærisveini galdramannsins í ljóði Goethes." Heilsan er fyrir ölluÞað hefur liðið nokkuð á milli bóka hjá Hannesi undanfarin ár. Síðast gaf hann út ljóðabókina Fyrir kvölddyrum árið 2006, sem var hans fyrsta ljóðabók í þrettán ár. Líkingin í titlinum þarf ekki að vefjast fyrir neinum og nú þegar Hannes hefur gefið út minningarbrot sín vaknar sú spurning hvort hann hafi rekið punktinn fyrir aftan útgáfuferil sinn. „Ég hugsa að ég gefi ekki út aðra bók í bili en ég er ekki hættur að skrifa, held því áfram án þess að vera með útgáfuhugmyndir í kollinum. Maður hugsar annars ekki mörg ár fram í tímann á mínum aldri. Heilsan er fyrir öllu segir gamla fólkið. Það er heldur betur þannig og ég bý sem betur fer enn að henni. En ég held áfram að grúska." Lífið Menning Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Hannes Pétursson skáld er áttræður í dag. Hann sendi jafnframt frá sér á dögunum bókina Jarðlag í tímanum, þar sem hann dregur upp minningarmyndir úr barnæsku sinni norður í Skagafirði. Bergsteinn Sigurðsson hitti skáldið að máli. Þetta eru svo sem engin sérstök tímamót í mínum huga," segir Hannes. „Mér finnst ég betri til heilsunnar en ég var fyrir tíu til fimmtán árum, hausinn er í þokkalegu lagi þótt mér misheyrist stundum og missjáist eins og gengur og gerist með gamla karla. Að öðru leyti plagar mig ekkert og þetta er eins og hver annar dagur." Hannes Pétursson hefur verið í hópi fremstu skálda Íslands frá því að hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, Kvæðabók, árið 1955, þá aðeins 23 ára gamall. Á dögunum kom út á vegum Opnu bókin Jarðlag í tímanum – minningarmyndir úr barnæsku, þar sem Hannes lítur yfir uppvöxt sinn norður í Skagafirði til fjórtán ára aldurs, þegar hann flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur. „Ég velti því því fyrir mér í bókinni hvort alvara lífsins byrji ekki í barnæsku hvers manns. Ég held að æskan sé að minnsta kosti ákaflega mikilvæg. Ég heyrði nýlega haft eftir einhverjum fræðingnum að börn taki út svo til allan málþroska fyrir sex ára aldur. Það er ekki lítið sem gengur á. Æskuárin höfðu mótandi áhrif á mig og ég miða þau við fyrstu fjórtán árin, því þá urðu eðlileg þáttaskil í mínu lífi þegar við fjölskyldan flytjum í bæinn." Ákvörðun sem aldrei varð haggaðÞegar Hannes flutti suður hafði hann þegar gert upp við sig að verða skáld og tók ljóðagerðina strax föstum tökum, sem skýrir kannski hversu fullburða frumraunin varð. „Ég orti reiðinnar ósköp á menntaskólaárunum og þjálfaðist mikið á því. Ég tók hins vegar verulegan kipp upp úr tvítugu. Kvæðabók varð til í þremur eða fjórum lotum upp úr því, síðustu ljóðin í henni orti ég sumarið áður en hún kom út. Þegar ég hafði á annað borð ákveðið að verða skáld var þetta svo sterk innri ákvörðun að henni varð aldrei haggað." Hannes segist líta sáttur yfir farinn veg og ferilinn sem hann valdi sér. „Já, þó stundum finnist mér ég hefði getað verið duglegri, gert meira. Með aldrinum gerðist það að það kviknaði áhugi á ýmsu þjóðlegu fræðagrúski. Það fór töluverður tími í það, ekki endilega skriftirnar heldur lestur og heimildaleit hingað og þangað. Þetta var tímafrekt og bitnaði kannski að einhverju leyti á ljóðagerðinni. Stundum myndaðist dálítill klofningur milli ljóðskáldsins og grúskarans í mér." Þjóðskáld er dautt hugtakKveðskapur Hannesar hvílir á gömlum merg enda er hann oft nefndur, ásamt Þorsteini frá Hamri sem síðasta þjóðskáldið. Sjálfur segist Hannes ekki taka titilinn þjóðskáld alvarlega; amast ekki við honum en gerir jafnframt ekkert við hann. „Hugtakið þjóðskáld er að mínu viti dautt. Það tilheyrir tíma þegar ljóðskáldin töluðu fyrir fullum sal og þjóðin fylgdist með ljóðagerð. Orðið hafði upphaflega aðra merkingu og þýddi einfaldlega höfuðskáld. Það var ekki fyrr en í sjálfstæðisbaráttunni sem farið var að nota orðið þjóðskáld yfir þá sem ortu um frelsi þjóðarinnar, eins og Jónas Hallgrímsson, og síðar um skáld sem náðu til allrar þjóðarinnar, til dæmis Davíð Stefánsson og fleiri. Enginn notaði orðið þjóðskáld um Stein Steinarr meðan hann lifði og orti. Ég held að þessi skilgreining eigi ekki lengur við og við eigum bara að leyfa henni að deyja." Hannes, sem drakk í sig kvæði þjóðskáldanna á æskuárum, kveðst ekki syrgja það sérstaklega að ljóðið hafi ekki sömu þjóðfélagslegu stöðu og það hafði. „Bókmenntagreinar rísa og hníga eins og öldurnar samkvæmt lífsins gangi. Ég hef engar áhyggjur af því að ljóðlistin deyi, ef hún gæti það væri hún löngu dauð. Þetta er elsta bókmenntaformið; það er lýrík í mannlegu eðli sem er ómissandi og verður ekki drepin – en tímarnir kalla mismikið á hana." Depill í svo miklu stærri heimiÞessi æðrulausa afstaða gengur eins og rauður þráður í gegnum Jarðlag í tímann. Á einum stað í bókinni er minnt á að jörðin sé aðeins ungur depill í himingeimnum, „Ísland er depill á jarðkúlunni, Sauðárkrókur depill innan Íslands og ég sjálfur depill innan þess depils. Af þeirri ástæðu skyldi maður hafa sig hægan." Sumum sem svona hugsa fellst allur ketill í eld, fyllast þunglyndi yfir eigin lítilvægi og komast ekki fram úr rúminu. „Ég hef alltaf gert mér grein fyrir smæð mannanna í sköpunarverkinu," útskýrir Hannes. „Þess vegna tek ég þetta fram þarna í byrjun bókarinnar til að enginn haldi að ég sé að gera of mikið veður úr minningum mínum. Þetta er lítill heimur innan miklu stærri heims, einn hringur inni í öðru. Mannskepnan kom seint fram á sjónarsviðið og á eftir að hverfa aftur um síðir, meðan náttúran hefur sinn gang. Þetta eru bara stærðir sem best er að gera sér grein fyrir og sætta sig við. Heimurinn stækkar sífellt fyrir fyrir augum stjörnuskoðarans, og við jarðarbúar minnkum að sama skapi. Við höfum hins vegar öll nokkuð til málanna að leggja innan þess sviðs sem við lifum á. Maður má ekki láta þessar svakalegu „dimensjónir" lama sig. Við þurfum að vita af þeim og búa við þær en gera okkur að góðu það svið sem við lifum á. Okkur er ekki annað fært." Þykir vænt um æskunaÍ bókinni segir Hannes að sá Sauðárkrókur sem hann ólst upp á sé ekki lengur til. Í frásögninni fléttast saman huglæg og hlutlæg lýsing af liðnum tíma, sem einkennist af skáldlegu innsæi og samkennd en er laus við rómantíska eftirsjá. „Mér þykir vænt um æsku mína en er ekkert að fegra hana meira en hún á skilið. Það er engu rósamáli fyrir að fara enda væri það ekki sannleikanum samkvæmt. En það liggur í hlutarins eðli að þegar maður horfir svona langt aftur í tímann verður viss fjarlægðarblær yfir öllu. Grímur Thomsen orti: Endurminningin merlar æ í mána silfri hvað sem var yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar. Í huga mér eru myndirnar frá Sauðarkróki æsku minnar skýrar en þær breyta örlítið um áferð eftir því sem maður eldist. Sjónarhornið breytist – það er ekki hægt að neita því." Hannes segist ekki trega æskuslóðirnar, þær séu enn á sínum stað i hugmyndaheiminum. „Auðvitað er ekki hægt að heimta að þær haldist óbreyttar. Það kemur nýtt fólk sem vill skapar sér annað umhverfi þar sem heimur þinn var áður. Heimurinn er sífellt að breytast, dýnamík tímans verður að hafa sinn gang og það er ólíkt hagkvæmara og betra líf á Sauðárkróki nútímans en í mínu ungdæmi." Er Hannes framfarasinni sem trúir að heimurinn fari sífellt batnandi? „Tæknin hefur óneitanlega fært okkur ótrúlega hagsæld. Hugsaðu þér breytinguna þegar rennandi vatn og rafmagn kemur í sveitirnar; það er vart hægt að lýsa því með orðum hvað það urðu mikil kaflaskipti. Fáir núorðið þekkja hið raunverulega, íslenska skammdegismyrkur eins og það var í sveitunum, þegar sortinn lá yfir landinu og eina ljósið var einstaka týra á glugga. En þótt ég loki ekki augunum fyrir þeirri velsæld sem tæknin hefur fært okkur er ég enginn sérstakur tæknihyggjumaður. Við verðum auðvitað að umgangast tæknina og þekkinguna af ábyrgð og visku, annars er hætt að það fari fyrir okkur eins og lærisveini galdramannsins í ljóði Goethes." Heilsan er fyrir ölluÞað hefur liðið nokkuð á milli bóka hjá Hannesi undanfarin ár. Síðast gaf hann út ljóðabókina Fyrir kvölddyrum árið 2006, sem var hans fyrsta ljóðabók í þrettán ár. Líkingin í titlinum þarf ekki að vefjast fyrir neinum og nú þegar Hannes hefur gefið út minningarbrot sín vaknar sú spurning hvort hann hafi rekið punktinn fyrir aftan útgáfuferil sinn. „Ég hugsa að ég gefi ekki út aðra bók í bili en ég er ekki hættur að skrifa, held því áfram án þess að vera með útgáfuhugmyndir í kollinum. Maður hugsar annars ekki mörg ár fram í tímann á mínum aldri. Heilsan er fyrir öllu segir gamla fólkið. Það er heldur betur þannig og ég bý sem betur fer enn að henni. En ég held áfram að grúska."
Lífið Menning Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira