Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2024 13:00 Það var gríðarlega vel mætt hjá Eiríki og Þóra Arnórsdóttir og Katrín Júlíusdóttir meðal þeirra sem létu sig ekki vanta. Fullt var út úr dyrum í Eymundsson við Skólavörðustíg í gær þegar stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann hélt þar útgáfufögnuð í tilefni af útgáfu bókar hans Óvæntur ferðafélagi. Um er að ræða minningarbók Eiríks og ferðasögu með kvillann sem hann kennir við Tínu. Þegar Eiríkur Bergmann stóð á tvítugu opnast veröldin honum og hann svolgraði hana í sig af áfergju. Ólánlegur unglingur úr Breiðholti varð að víðförlum alþjóðlegum fræðimanni. Síðan tók heimurinn upp á því að lokast, veröldin fjötraðist í neti landamæratálmana og vegabréfa. Á sama tíma og hann var líka læstur inni í kófinu birtist skyndilega alvarlegur kvilli, Severe Tinnitus Disorder. Eiríkur gaf kvillanum nafnið Tína og fór að halda dagbók um ástandið. Í útgáfuhófinu las Eiríkur meðal annars upp úr bók sinni. Hann segir bókina vera ferðasögu í mörgum skilningi. Um ferðalagið með Tínu, frá ótta til sáttar, lífsferðalag frá ungdómsárum til þroska. Þar séu líka frásagnir af eiginlegum ferðum, en starfs síns vegna hefur Eiríkur ferðast víða um heimskringluna og upplifað fleira en flestir fá að gera í sínum störfum. Bókin er líka saga um að brjótast út, komast hjá aðþrengingu þrúgandi þjóðernishafta, losna úr fjötrum kófsins og úr klóm afdankaðra aldurshugmynda. En þó einkum um að leyfa Tínu ekki að loka sig inni í hávaða höfuðsins heldur læra að ferðast með henni – því hverju ferðalagi fylgir einhver lærdómur. Samkvæmislífið Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Þegar Eiríkur Bergmann stóð á tvítugu opnast veröldin honum og hann svolgraði hana í sig af áfergju. Ólánlegur unglingur úr Breiðholti varð að víðförlum alþjóðlegum fræðimanni. Síðan tók heimurinn upp á því að lokast, veröldin fjötraðist í neti landamæratálmana og vegabréfa. Á sama tíma og hann var líka læstur inni í kófinu birtist skyndilega alvarlegur kvilli, Severe Tinnitus Disorder. Eiríkur gaf kvillanum nafnið Tína og fór að halda dagbók um ástandið. Í útgáfuhófinu las Eiríkur meðal annars upp úr bók sinni. Hann segir bókina vera ferðasögu í mörgum skilningi. Um ferðalagið með Tínu, frá ótta til sáttar, lífsferðalag frá ungdómsárum til þroska. Þar séu líka frásagnir af eiginlegum ferðum, en starfs síns vegna hefur Eiríkur ferðast víða um heimskringluna og upplifað fleira en flestir fá að gera í sínum störfum. Bókin er líka saga um að brjótast út, komast hjá aðþrengingu þrúgandi þjóðernishafta, losna úr fjötrum kófsins og úr klóm afdankaðra aldurshugmynda. En þó einkum um að leyfa Tínu ekki að loka sig inni í hávaða höfuðsins heldur læra að ferðast með henni – því hverju ferðalagi fylgir einhver lærdómur.
Samkvæmislífið Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira