Lífið

Dillaði sér við lag úr ára­móta­skaupi 2013

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Simmi var hress þegar hann tók á móti stuðningsfólkinu.
Simmi var hress þegar hann tók á móti stuðningsfólkinu. skjáskot

„Þvílíkur fjöldi, þvílík stemning!“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína sem saman eru komnir í Valsheimilinu. Hann gekk inn við lag úr áramótaskaupinu árið 2013.

„Ég hélt að fyrstu tölur væru ekki komnar, en svo frétti ég að við værum með 25 prósent fylgi hjá KrakkaRúv!. Mig minnir að í síðustu kosningum höfum við fengið 0,3 prósent fylgi, þannig þetta veit vonandi á gott,“ sagði Sigmundur Davíð. 

Miðflokkurinn er afgerandi sigurvegari í skuggakosningum Krakka-Rúv, með 25 prósent fylgi. Píratar fengu 13,5 prósent og Lýðræðisflokkurinn 10,2 prósent. 6053 krakkar í 76 grunnskólum kusu í skuggakosningum Krakka-Rúv.skjáskot

Hann þakkaði stuðningsfólki sínu innilega.

„Þetta verður löng nótt, jafnvel löng helgi. Hópurinn sem hefur komið saman er stórklostlegur. Ég hef aldrei séð annað eins á mínum pólitíska ferli. 

Umrætt lag sem Sigmundur labbaði inn við er eins og áður segir úr áramótaskaupi árið 2013, þar sem laginu „Shimmy Shimmy Ya“ er breytt í „Simmi, Simmi D“. 

„Það eru allir með hnút í maganum, en nú vona ég bara að við löndum aflanum,“ segir Bergþór Ólason. Hann segir kannanir misvísandi en kveðst bjartsýnn miðað við tóninn í landanum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.