Belgískur læknir með rokkveislu á Gauknum 13. desember 2011 12:30 Til vara Wim Van Hooste hefur fylgst með íslenskri tónlist síðustu 25 ár. Hann heldur upp á afmæli sitt á Gauknum á næsta ári. „Ég komst ekki til Íslands í ár þannig að ég hlakka mikið til að koma á næsta ári,“ segir belgíski læknirinn Wim Van Hooste. Van Hooste hefur gríðarlegan áhuga á íslenskri tónlist og heldur m.a. úti tónlistarblogginu Icelandicmusic.blogspot.com. Hann hyggst halda upp á 41 árs afmælið sitt á Íslandi á næsta ári, nánar tiltekið á Gauki á Stöng, og ætlar um leið að setja af stað sérstaka keppni þar sem hann leitar að bestu ábreiðunum af lögum úr heimildarmynd Friðriks Þórs, Rokk í Reykjavík. „Á næsta ári verða 25 ár liðin frá því ég byrjaði að fylgjast með íslensku tónlistarsenunni,“ segir Van Hooste. „Það verða líka 30 ár frá því að Rokk í Reykjavík kom út. Mér fannst það vera áhugaverð hugmynd að heyra hljómsveitir dagsins í dag flytja gömul og klassísk lög úr myndinni.“ Lögin hyggst hann setja á netið og búa þannig til nokkurs konar Rokk í Reykjavík 2. Þá vonast hann til að þau geti einnig komið út á geisladiski. „Bestu myndböndin verða svo sýnd í afmælinu mínu 24. maí á næsta ári,“ segir hann. „Og hljómsveitirnar með bestu ábreiðurnar verða beðnar um flytja lagið á sviði Gauksins.“ Wim Van Hooste er á meðal duglegri Íslandsvina. Hann reynir að heimsækja landið árlega og mætti til dæmis á sex Airwaves-hátíðir í röð ásamt því að hafa mætt tvisvar á Aldrei fór ég suður. „Ég bjó og starfaði á Akureyri fyrir rúmum áratug og fór þá einu sinni í mánuði til Reykjavíkur til að kíkja út á lífið,“ segir hann. „Þannig að ég hlakka mikið til að koma með föður mínum í maí og hitta góða vini. Ég vonast til að sjá bæði gamlar og góðar og nýjar íslenskar hljómsveitir á tónleikum.“ [email protected] Lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Wim Van Hooste hefur fylgst með íslenskri tónlist síðustu 25 ár. Hann heldur upp á afmæli sitt á Gauknum á næsta ári. „Ég komst ekki til Íslands í ár þannig að ég hlakka mikið til að koma á næsta ári,“ segir belgíski læknirinn Wim Van Hooste. Van Hooste hefur gríðarlegan áhuga á íslenskri tónlist og heldur m.a. úti tónlistarblogginu Icelandicmusic.blogspot.com. Hann hyggst halda upp á 41 árs afmælið sitt á Íslandi á næsta ári, nánar tiltekið á Gauki á Stöng, og ætlar um leið að setja af stað sérstaka keppni þar sem hann leitar að bestu ábreiðunum af lögum úr heimildarmynd Friðriks Þórs, Rokk í Reykjavík. „Á næsta ári verða 25 ár liðin frá því ég byrjaði að fylgjast með íslensku tónlistarsenunni,“ segir Van Hooste. „Það verða líka 30 ár frá því að Rokk í Reykjavík kom út. Mér fannst það vera áhugaverð hugmynd að heyra hljómsveitir dagsins í dag flytja gömul og klassísk lög úr myndinni.“ Lögin hyggst hann setja á netið og búa þannig til nokkurs konar Rokk í Reykjavík 2. Þá vonast hann til að þau geti einnig komið út á geisladiski. „Bestu myndböndin verða svo sýnd í afmælinu mínu 24. maí á næsta ári,“ segir hann. „Og hljómsveitirnar með bestu ábreiðurnar verða beðnar um flytja lagið á sviði Gauksins.“ Wim Van Hooste er á meðal duglegri Íslandsvina. Hann reynir að heimsækja landið árlega og mætti til dæmis á sex Airwaves-hátíðir í röð ásamt því að hafa mætt tvisvar á Aldrei fór ég suður. „Ég bjó og starfaði á Akureyri fyrir rúmum áratug og fór þá einu sinni í mánuði til Reykjavíkur til að kíkja út á lífið,“ segir hann. „Þannig að ég hlakka mikið til að koma með föður mínum í maí og hitta góða vini. Ég vonast til að sjá bæði gamlar og góðar og nýjar íslenskar hljómsveitir á tónleikum.“ [email protected]
Lífið Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira