Eldgos og jarðhræringar Stefnt að innanlandsflugi eftir helgarhlé Vonast er til að sú breyting verði á dreifingu ösku frá Eyjafjallajökli að hægt verði að taka innanlandsflug upp að nýju í dag. Innanlandsflugið lá niðri um helgina. Innlent 25.4.2010 23:07 Sala á flugferðum aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos Það sem stefndi í að verða mesta ferðamannasumar í manna minnum er aðeins svipur hjá sjón eftir eldgosið. Salan er aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos. Þetta segir Matthías Imsland forstjóri Iceland Express. Hann vonar þó að hægt verði að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun. Innlent 25.4.2010 18:36 Minnt á lokun á Emstruvegi Lögreglan á Hvolsvelli vill minna á að lokað er um Emstruveg og hafa núna verið sett upp sérstök umferðarskilti til að vekja athygli á því. Mjög hart verður tekið á brotum gegn banni við umferð á þessum vegi. Innlent 25.4.2010 17:39 Enn heyrast drunur úr Eyjafjallajökli Miklar drunur hafa heyrst frá Eyjafjallajökli í allan dag, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Innlent 25.4.2010 16:45 Flugsamgöngur enn í lamasessi Enn liggur innanlandsflug hjá Flugfélagi Íslands niðri og er ekki búist við því að það verði neitt flogið í dag. Innlent 25.4.2010 14:44 Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og Lundúna Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og London frá Akureyri núna eftir hádegið. Vélin til Kaupmannahafnar fer klukkan þrjú og vélin til London klukkustund síðar eða klukkan fjögur. Sætaferðir fyrir farþega eru frá BSÍ . Innlent 25.4.2010 13:09 Drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli Miklar drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Hraun rennur nú hægt til norðurs og bræðir ís en ekki er talin flóðahætta á svæðinu. Karen Kjartansdóttir ræddi við jarðfræðing á Veðurstofu Íslands. Innlent 25.4.2010 12:08 Hátt í hundrað manns ætla að taka þátt í hreinsunarstarfi í dag Nóttin var róleg í grennd við gosstöðvarnar á Eyjafjallajökli. Lögreglan á Hvolsvelli á í dag von á hátt í hundrað manns, félögum björgunarsveita, jeppaklúbbnum 4x4, félögum Fésbókarsíðu og öðrum sem vilja aðstoða við hreinsun og störf á bæjum undir Eyjafjöllum. Innlent 25.4.2010 09:17 Engin merki um að gosi sé að ljúka Gosmökkur stendur upp frá gígnum í Eyjafjallajökli til suðvesturs upp í 4 kílómetra hæð. Gjóskufall er lítið og ekki hefur frést af öskufalli á láglendi. Gróflega áætlað er vatnsrennsli frá Gígjökli um 100 til 120 rúmmetrar á sekúndu, samkvæmt tilkynningu sem send var frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans nú á áttunda tímanum. Innlent 24.4.2010 19:51 Enn órói í Eyjafjallajökli Órói er enn í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum sérfræðinga Veðurstofu Íslands á fjölmiðlafundi í Skógarhlíð í morgun. Öskuframleiðsla er enn í gangi en gosmökkurinn er undir 3 km hæð og mælist því ekki á ratsjá. Innlent 24.4.2010 12:19 Gosmistur yfir höfuðborgarsvæðinu Mistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu nú og segir sérfræðingur frá Veðurstofunni að það sé af völdum gossins í Eyjafjallajökli. Dökkan mökk leggur nú frá eldstöðvunum og einhver öskumyndun er enn til staðar. Innlent 24.4.2010 09:37 Öllu vanur eftir þrjú eldgos um ævina Kristján Guðmundsson býr að Steinum undir Eyjafjöllum og er því í nágrenni eldgossins í jöklinum. Hann kippir sér ekkert upp við eldsumbrotin, enda öllu vanur þar sem þetta er þriðja gosið sem hann sér í návígi. Innlent 23.4.2010 22:31 Hefur trú á að grasið spretti „Ég hef fulla trú á að grasið spretti upp úr öskunni í sumar því hér er rigningasamt og hlýtt en ég óttast að erfitt verði að heyja á túnunum þar sem askan rótast upp undan vélunum.“ Þetta segir Guðni Þorvaldsson, doktor í gróðurfræðum og einn þeirra sem nú sinnir kindum sínum og klárum við erfiðar aðstæður austur undir Eyjafjöllum. Jörðin hans Raufarfell er á því svæði sem öskulagið er hvað þykkast. Innlent 23.4.2010 22:30 Hreinsað á Önundarhorni Þegar hefur verið hafist handa við hreinsum á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum, en jörðin varð sérstaklega illa úti þegar Svaðbælisá hljóp skömmu eftir að gosið hófst í Eyjafjallajökli. Innlent 23.4.2010 22:30 Eru á móti bótum frá ríkinu Flugumferð Finnair, ríkisflugfélags Finna, færist í eðlilegt horf um helgina eftir að hafa farið mjög úr skorðum í vikunni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í tilkynningu félagsins í gær var haft eftir Mika Vehviläinen, forstjóra Finnair, að farþegar sem orðið hefðu fyrir röskunum yrðu aðstoðaðir eftir megni. Enn voru þá nokkur þúsund strand. Erlent 23.4.2010 22:30 Eldgos seinkaði skákeinvíginu Heimsmeistarinn Viswanathan Anand og Búlgarinn Veselin Topalov hefja einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák í dag. Erlent 23.4.2010 22:30 Telja að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður fram yfir helgi Icelandair gerir ráð fyrir lokun Keflavíkurflugvelli verði lokað fram yfir helgi og hefur sett upp flugáætlun fyrir mánudaginn sem tekur mið af áframhaldandi lokun Keflavíkurflugvallar vegna spár um dreifingu ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. Innlent 23.4.2010 21:20 Flugumferð um Akureyri takmörkuð Flugumferð um Akureyrarflugvöll verður takmörkuð í kvöld og nótt vegna nýrrar öskufallsspár. Þar verður ekki gefin svokölluð blindflugsheimild, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Flugstoða. Von er á næstu öskufallspá á miðnætti. Innlent 23.4.2010 20:17 Fólk virði lokanir Lögreglan á Hvolsvelli minnir á að öll almenn umferð er bönnuð nærri eldstöðinni á Eyjafjallajökli. Bannsvæðið nær yfir jökulinn og hlíðar hans, Fimmvörðuháls og Mýrdalsjökul. Einnig er vegurinn í Þórsmörk lokaður allri umferð. Fólk er beðið um að virða þessar lokanir. Gert hefur verið kort af bannsvæði Eyjafjallajökuls sem fylgir með þessari frétt. Innlent 23.4.2010 19:59 Allt flug um Akureyrarflugvöll Allt flug, til og frá landinu, fer nú um Akureyrarflugvöll á meðan Keflavíkurflugvöllur er lokaður af völdum eldgossins. Mikið álag hefur verið á starfsfólkinu fyrir norðan en allt hefur gengið áfallalaust fyrir sig. Innlent 23.4.2010 19:09 Grunnskólabörn með rykgrímur Grunnskólabörn á Hvolsvelli þurfa að bera rykgrímur til að verja sig fyrir öskunni úr Eyjafjallajökli sem nú er tekin að fara yfir þéttari byggðir. Almannavarnir vara foreldra og skólayfirvöld við því að leyfa börnum að vera úti að leik á meðan öskufall er. Innlent 23.4.2010 18:37 Flogið til Varsjár og Alicante á morgun Iceland Express flýgur frá Akureyri til Varsjár í Póllandi klukkan 6 í fyrramálið. Sætaferðir verða frá BSÍ á miðnætti. Þá fer önnur vél félagsins frá Akureyri til Alicante klukkan 15:30 á morgun og verða sætaferðir frá BSÍ klukkan 9:30 í fyrramálið. Innlent 23.4.2010 18:16 Ekki búist við öskufalli á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu hefur heldur dregið úr öskufalli frá eldgosinu í Eyjafjallajökli en spáð er suðaustlægri átt í dag og vaxandi vindi. Eitthvað öskufall er nú í átt að Fljótshlíð og verður líklega áfram norðvestur af eldstöðinni næstu daga. Í dag var tilkynnt um „öskufjúk“ á Rangárvöllum og í Hveragerði, að fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna. Innlent 23.4.2010 18:02 Evrópureisan hófst með rútuferð til Akureyrar Vélar Iceland Express til Kaupmannahafnar og Berlínar, sem áttu að fara í dag, verða sameinaðar í einu flugi frá Akureyri í dag. Farþegarnir eru nú á leið til Akureyrar og fóru rútur frá BSÍ áleiðist norður klukkan tvö. Vél félagsins til London Gatwick, sem fara átti snemma í fyrramálið verður frestað um 24 tíma. Innlent 23.4.2010 11:10 Ekkert öskufall í Reykjavík Ekki verður neitt öskufall í Reykjavík þótt búið sé að loka flugvöllum á suðvesturhorninu. Innlent 23.4.2010 10:02 Tún á bænum Önundarhorni verða hreinsuð Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kynnt þá ákvörðun í samráði við stjórn Bjargráðsjóðs að heimila að hafist verði handa við hreinsun túna á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum. Innlent 23.4.2010 09:25 Engar breytingar á gosinu - öskufall til vesturs Engar breytingar urðu á eldgosinu í Eyjafjallajökli frá því sem hefur verið í rúmann sólarhring. Vindur hefur hinsvegar snúist í austurátt þannig að líitlsháttar öskufall er nú vestur af eldstöðinni. Innlent 23.4.2010 07:10 Flugvellir lokaðir: Stóraukinn viðbúnaður á Akureyri Fjölgað verður í slökkviliðinu á Akureyrarflugvelli í dag og liðsauki landamæravarða af Keflavíkurflugvelli verður sendur þangað til að mæta þar stór aukinni alþjóðaflugumferð, eftir að Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllum var lokað undir morgun vegna hættu á eldfjallaösku í lofti. Innlent 23.4.2010 06:55 Meiri flúor frá Eyjafjallajökli Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ljóst að flúorinnihald gjósku hafi aukist eftir að kvika hætti að fara í gegnum vatn í gosgígnum í Eyjafjallajökli. Enn fremur kemur fram í tilkynningu frá fjölmiðlateymi samhæfingarstöðvar almannavarna að Freysteinn brýni fyrir fólki að halda áfram að hafa klút eða grímur fyrir vitum þegar það er úti við á þeim svæðum þar sem aska er að falla eða þar sem aska hefur fallið. „Gosaska í grennd við eldstöðvarnar á Eyjafjallajökli getur haft í för með sér ertingu og særindi í hálsi, sérstaklega fyrir fólk með astmaveikindi í öndunarfærum,“ segir í tilkynningunni. Innlent 22.4.2010 22:58 Viðmiðunarmörk vegna gosöskunnar voru færð til Flugbannið í Evrópulöndum stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður meira en 100 þúsund flugferðir. Beinn kostnaður flugfélaga er kominn yfir 200 milljarða króna að mati alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar IATA, og ómæld eru þá hvers kyns óþægindi flugfarþega sem urðu innlyksa víðs vegar um Evrópu sem og annarra er treystu á vöruflutning með flugvélum. Erlent 22.4.2010 22:58 « ‹ 119 120 121 122 123 124 125 126 127 … 133 ›
Stefnt að innanlandsflugi eftir helgarhlé Vonast er til að sú breyting verði á dreifingu ösku frá Eyjafjallajökli að hægt verði að taka innanlandsflug upp að nýju í dag. Innanlandsflugið lá niðri um helgina. Innlent 25.4.2010 23:07
Sala á flugferðum aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos Það sem stefndi í að verða mesta ferðamannasumar í manna minnum er aðeins svipur hjá sjón eftir eldgosið. Salan er aðeins fjórðungur af því sem var fyrir gos. Þetta segir Matthías Imsland forstjóri Iceland Express. Hann vonar þó að hægt verði að lenda á Keflavíkurflugvelli á morgun. Innlent 25.4.2010 18:36
Minnt á lokun á Emstruvegi Lögreglan á Hvolsvelli vill minna á að lokað er um Emstruveg og hafa núna verið sett upp sérstök umferðarskilti til að vekja athygli á því. Mjög hart verður tekið á brotum gegn banni við umferð á þessum vegi. Innlent 25.4.2010 17:39
Enn heyrast drunur úr Eyjafjallajökli Miklar drunur hafa heyrst frá Eyjafjallajökli í allan dag, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Innlent 25.4.2010 16:45
Flugsamgöngur enn í lamasessi Enn liggur innanlandsflug hjá Flugfélagi Íslands niðri og er ekki búist við því að það verði neitt flogið í dag. Innlent 25.4.2010 14:44
Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og Lundúna Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar og London frá Akureyri núna eftir hádegið. Vélin til Kaupmannahafnar fer klukkan þrjú og vélin til London klukkustund síðar eða klukkan fjögur. Sætaferðir fyrir farþega eru frá BSÍ . Innlent 25.4.2010 13:09
Drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli Miklar drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Hraun rennur nú hægt til norðurs og bræðir ís en ekki er talin flóðahætta á svæðinu. Karen Kjartansdóttir ræddi við jarðfræðing á Veðurstofu Íslands. Innlent 25.4.2010 12:08
Hátt í hundrað manns ætla að taka þátt í hreinsunarstarfi í dag Nóttin var róleg í grennd við gosstöðvarnar á Eyjafjallajökli. Lögreglan á Hvolsvelli á í dag von á hátt í hundrað manns, félögum björgunarsveita, jeppaklúbbnum 4x4, félögum Fésbókarsíðu og öðrum sem vilja aðstoða við hreinsun og störf á bæjum undir Eyjafjöllum. Innlent 25.4.2010 09:17
Engin merki um að gosi sé að ljúka Gosmökkur stendur upp frá gígnum í Eyjafjallajökli til suðvesturs upp í 4 kílómetra hæð. Gjóskufall er lítið og ekki hefur frést af öskufalli á láglendi. Gróflega áætlað er vatnsrennsli frá Gígjökli um 100 til 120 rúmmetrar á sekúndu, samkvæmt tilkynningu sem send var frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans nú á áttunda tímanum. Innlent 24.4.2010 19:51
Enn órói í Eyjafjallajökli Órói er enn í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum sérfræðinga Veðurstofu Íslands á fjölmiðlafundi í Skógarhlíð í morgun. Öskuframleiðsla er enn í gangi en gosmökkurinn er undir 3 km hæð og mælist því ekki á ratsjá. Innlent 24.4.2010 12:19
Gosmistur yfir höfuðborgarsvæðinu Mistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu nú og segir sérfræðingur frá Veðurstofunni að það sé af völdum gossins í Eyjafjallajökli. Dökkan mökk leggur nú frá eldstöðvunum og einhver öskumyndun er enn til staðar. Innlent 24.4.2010 09:37
Öllu vanur eftir þrjú eldgos um ævina Kristján Guðmundsson býr að Steinum undir Eyjafjöllum og er því í nágrenni eldgossins í jöklinum. Hann kippir sér ekkert upp við eldsumbrotin, enda öllu vanur þar sem þetta er þriðja gosið sem hann sér í návígi. Innlent 23.4.2010 22:31
Hefur trú á að grasið spretti „Ég hef fulla trú á að grasið spretti upp úr öskunni í sumar því hér er rigningasamt og hlýtt en ég óttast að erfitt verði að heyja á túnunum þar sem askan rótast upp undan vélunum.“ Þetta segir Guðni Þorvaldsson, doktor í gróðurfræðum og einn þeirra sem nú sinnir kindum sínum og klárum við erfiðar aðstæður austur undir Eyjafjöllum. Jörðin hans Raufarfell er á því svæði sem öskulagið er hvað þykkast. Innlent 23.4.2010 22:30
Hreinsað á Önundarhorni Þegar hefur verið hafist handa við hreinsum á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum, en jörðin varð sérstaklega illa úti þegar Svaðbælisá hljóp skömmu eftir að gosið hófst í Eyjafjallajökli. Innlent 23.4.2010 22:30
Eru á móti bótum frá ríkinu Flugumferð Finnair, ríkisflugfélags Finna, færist í eðlilegt horf um helgina eftir að hafa farið mjög úr skorðum í vikunni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í tilkynningu félagsins í gær var haft eftir Mika Vehviläinen, forstjóra Finnair, að farþegar sem orðið hefðu fyrir röskunum yrðu aðstoðaðir eftir megni. Enn voru þá nokkur þúsund strand. Erlent 23.4.2010 22:30
Eldgos seinkaði skákeinvíginu Heimsmeistarinn Viswanathan Anand og Búlgarinn Veselin Topalov hefja einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák í dag. Erlent 23.4.2010 22:30
Telja að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður fram yfir helgi Icelandair gerir ráð fyrir lokun Keflavíkurflugvelli verði lokað fram yfir helgi og hefur sett upp flugáætlun fyrir mánudaginn sem tekur mið af áframhaldandi lokun Keflavíkurflugvallar vegna spár um dreifingu ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. Innlent 23.4.2010 21:20
Flugumferð um Akureyri takmörkuð Flugumferð um Akureyrarflugvöll verður takmörkuð í kvöld og nótt vegna nýrrar öskufallsspár. Þar verður ekki gefin svokölluð blindflugsheimild, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Flugstoða. Von er á næstu öskufallspá á miðnætti. Innlent 23.4.2010 20:17
Fólk virði lokanir Lögreglan á Hvolsvelli minnir á að öll almenn umferð er bönnuð nærri eldstöðinni á Eyjafjallajökli. Bannsvæðið nær yfir jökulinn og hlíðar hans, Fimmvörðuháls og Mýrdalsjökul. Einnig er vegurinn í Þórsmörk lokaður allri umferð. Fólk er beðið um að virða þessar lokanir. Gert hefur verið kort af bannsvæði Eyjafjallajökuls sem fylgir með þessari frétt. Innlent 23.4.2010 19:59
Allt flug um Akureyrarflugvöll Allt flug, til og frá landinu, fer nú um Akureyrarflugvöll á meðan Keflavíkurflugvöllur er lokaður af völdum eldgossins. Mikið álag hefur verið á starfsfólkinu fyrir norðan en allt hefur gengið áfallalaust fyrir sig. Innlent 23.4.2010 19:09
Grunnskólabörn með rykgrímur Grunnskólabörn á Hvolsvelli þurfa að bera rykgrímur til að verja sig fyrir öskunni úr Eyjafjallajökli sem nú er tekin að fara yfir þéttari byggðir. Almannavarnir vara foreldra og skólayfirvöld við því að leyfa börnum að vera úti að leik á meðan öskufall er. Innlent 23.4.2010 18:37
Flogið til Varsjár og Alicante á morgun Iceland Express flýgur frá Akureyri til Varsjár í Póllandi klukkan 6 í fyrramálið. Sætaferðir verða frá BSÍ á miðnætti. Þá fer önnur vél félagsins frá Akureyri til Alicante klukkan 15:30 á morgun og verða sætaferðir frá BSÍ klukkan 9:30 í fyrramálið. Innlent 23.4.2010 18:16
Ekki búist við öskufalli á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu hefur heldur dregið úr öskufalli frá eldgosinu í Eyjafjallajökli en spáð er suðaustlægri átt í dag og vaxandi vindi. Eitthvað öskufall er nú í átt að Fljótshlíð og verður líklega áfram norðvestur af eldstöðinni næstu daga. Í dag var tilkynnt um „öskufjúk“ á Rangárvöllum og í Hveragerði, að fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna. Innlent 23.4.2010 18:02
Evrópureisan hófst með rútuferð til Akureyrar Vélar Iceland Express til Kaupmannahafnar og Berlínar, sem áttu að fara í dag, verða sameinaðar í einu flugi frá Akureyri í dag. Farþegarnir eru nú á leið til Akureyrar og fóru rútur frá BSÍ áleiðist norður klukkan tvö. Vél félagsins til London Gatwick, sem fara átti snemma í fyrramálið verður frestað um 24 tíma. Innlent 23.4.2010 11:10
Ekkert öskufall í Reykjavík Ekki verður neitt öskufall í Reykjavík þótt búið sé að loka flugvöllum á suðvesturhorninu. Innlent 23.4.2010 10:02
Tún á bænum Önundarhorni verða hreinsuð Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kynnt þá ákvörðun í samráði við stjórn Bjargráðsjóðs að heimila að hafist verði handa við hreinsun túna á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum. Innlent 23.4.2010 09:25
Engar breytingar á gosinu - öskufall til vesturs Engar breytingar urðu á eldgosinu í Eyjafjallajökli frá því sem hefur verið í rúmann sólarhring. Vindur hefur hinsvegar snúist í austurátt þannig að líitlsháttar öskufall er nú vestur af eldstöðinni. Innlent 23.4.2010 07:10
Flugvellir lokaðir: Stóraukinn viðbúnaður á Akureyri Fjölgað verður í slökkviliðinu á Akureyrarflugvelli í dag og liðsauki landamæravarða af Keflavíkurflugvelli verður sendur þangað til að mæta þar stór aukinni alþjóðaflugumferð, eftir að Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllum var lokað undir morgun vegna hættu á eldfjallaösku í lofti. Innlent 23.4.2010 06:55
Meiri flúor frá Eyjafjallajökli Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ljóst að flúorinnihald gjósku hafi aukist eftir að kvika hætti að fara í gegnum vatn í gosgígnum í Eyjafjallajökli. Enn fremur kemur fram í tilkynningu frá fjölmiðlateymi samhæfingarstöðvar almannavarna að Freysteinn brýni fyrir fólki að halda áfram að hafa klút eða grímur fyrir vitum þegar það er úti við á þeim svæðum þar sem aska er að falla eða þar sem aska hefur fallið. „Gosaska í grennd við eldstöðvarnar á Eyjafjallajökli getur haft í för með sér ertingu og særindi í hálsi, sérstaklega fyrir fólk með astmaveikindi í öndunarfærum,“ segir í tilkynningunni. Innlent 22.4.2010 22:58
Viðmiðunarmörk vegna gosöskunnar voru færð til Flugbannið í Evrópulöndum stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður meira en 100 þúsund flugferðir. Beinn kostnaður flugfélaga er kominn yfir 200 milljarða króna að mati alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar IATA, og ómæld eru þá hvers kyns óþægindi flugfarþega sem urðu innlyksa víðs vegar um Evrópu sem og annarra er treystu á vöruflutning með flugvélum. Erlent 22.4.2010 22:58