Jafnréttismál

Fréttamynd

Ísland skal tryggja grundvallamannréttindi fyrir öll

Það er sárara en orð fá lýst að geta ekki haldið því kinnroðalaust fram að Ísland og íslensk stjórnvöld standi vörð um réttindi kvenna hér landi. Fyrr í þessum mánuði voru birt drög að nýjum útlendingalögum þar sem brotið er á mannréttindum fólks sem leitar skjóls á Íslandi, og nú á allra seinustu dögum fréttist að dómsmálaráðherra hyggist ekki endurnýja samning við Rauða Kross Íslands um hagsmunagæslu til hælisleitenda, án þess að hafa tryggt hana á viðeigandi hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Konur til áhrifa í sjávarútvegi

Í sjávarútvegi, þessari rótgrónu atvinnugrein sem hér hefur verið stunduð um aldir, blasa við mörg tækifæri. Og þótt fiskveiðistjórnunarkerfið hafi valdið áratuga deilum er ekki hægt að líta fram hjá því hversu margt hefur gengið upp. Mörg störf hafa skapast, fjölbreytt störf, við veiðar, vinnslu, markaðssetningu, tækni, alþjóðaviðskipti og stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Það er þó ekki svo langt síðan að nær einungis karlar sinntu þessum störfum. Þetta var karllægur heimur og er það að mörgu leyti enn. En hvað getum við fullyrt um slíkt?

Skoðun
Fréttamynd

Er eitt stig af karlrembu í lagi?

„Já það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta karlrembu á hæsta stigi.“ Á þessum orðum Kristrúnar Heimisdóttur hefst greinin „Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu“ sem birtist í 2. tölublaði Skinfaxa árið 1991.

Skoðun
Fréttamynd

Var sagt upp af Isavia vegna aldurs og fær ekki aðra vinnu

Raf­einda­virki sem Isavia sagði upp vegna aldurs fagnar því að kæru­nefnd jafn­réttis­mála hafi stað­fest brot fé­lagsins gegn sér. Hann myndi gjarnan vilja fá að vinna lengur en segir engan til í að ráða 68 ára gamlan mann í vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Isavia ANS braut lög þegar 67 ára manni var sagt upp vegna aldurs

Isavia ANS ehf. braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar félagið sagði upp starfsmanni við 67 ára aldur. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði einvörðungu horft til aldurs þegar ákvörðun var tekin um starfslok hans og sú ákvörðun feli því í sér mismunun á grundvelli aldurs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Catherine Russell nýr framkvæmdastjóri UNICEF

„Það er mikill heiður og forréttindi að ganga til liðs við UNICEF og leggja mitt af mörkum til að leiða ótrúlegt starf stofnunarinnar fyrir börn um allan heim á svo mikilvægum tímapunkti í sögunni,“ segir Catherine Russell, nýr framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hún er fjórða konan til að stýra stofnuninni í 75 ára sögu hennar.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Af klámi, kyrkingum og kyn­fræðslu: Má læra af um­ræðunni?

Umræðuefni síðustu viku var mörgum erfitt. Þar var tekist á fyrir hönd tveggja viðkvæmra hópa, þau sem eru BDSM hneigð og svo þau sem hafa verið beitt ofbeldi í kynlífi. Báðir hópar þurfa alla okkar ást, stuðning og virðingu. Stóra spurningin í mínum huga er hvort hægt sé að veita þessum tveimur hópum sína kyn- og ofbeldisforvarnafræðslu saman.

Skoðun
Fréttamynd

UN Women kemur upp griðastöðum fyrir konur í Afganistan

Meira en helmingur afgönsku þjóðarinnar er í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. UN Women í Afganistan vinnur að því að koma á fót griðarstöðum fyrir konur og börn þeirra og afla gagna um stöðu afganskra kvenna og þarfir þeirra svo hægt sé að veita fjármunum þangað sem þeirra er helst þörf.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Jafn­rétti er alls­kyns

Kvenréttindafélag Íslands fagnar í dag 115 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað þann 27. janúar 1907 með það að markmiði að berjast fyrir kosningarétti kvenna og hefur alla tíð unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Heyrnar­laus skóla­stjóri Hlíða­skóla lætur ekkert stoppa sig

Skólastjóri Hlíðaskóla er líklega fyrsta heyrnalausa manneskjan í heiminum til að stýra skóla þar sem langflestir nemendur og annað starfsfólk er heyrandi. Hún segist aldrei hafa látið fötlun sína stöðva sig og vonar að vegferð sín sé hvatning til annarra um að láta drauma sína rætast.

Innlent
Fréttamynd

Konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar

Dagvinnulaun félagsmanna Einingar-Iðju hafa hækkað að sögn formannsins og eru konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar. Meðallaun kvenna hækkuðu um rúmlega  fimmtíu þúsund milli ára en karla um þrettán þúsund krónur.

Innlent