UN Women kemur upp griðastöðum fyrir konur í Afganistan Heimsljós 27. janúar 2022 10:40 UN/Heba Naji Meira en helmingur afgönsku þjóðarinnar er í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. UN Women í Afganistan vinnur að því að koma á fót griðarstöðum fyrir konur og börn þeirra og afla gagna um stöðu afganskra kvenna og þarfir þeirra svo hægt sé að veita fjármunum þangað sem þeirra er helst þörf. UN Women segir í frétt að í kjölfar valdatöku talíbana í ágúst á síðasta ári hafi öll þróunaraðstoð til landsins verið fryst. Nú standi stór hluti Afgana frammi fyrir viðvarandi hungri, atvinnuleysi og sárafátækt, verði ekkert að gert. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, biðlar til alþjóðasamfélagsins um að endurskoða afstöðu sína gagnvart frystingu fjármagns til Afganistan. Án þróunaraðstoðar verði afgönsku þjóðinni steypt í sárafátækt. Íbúar landsins séu þegar orðnir örvæntingafullir og úrkula vonar. „Foreldrar hafa selt ungbörn sín til að fæða eldri systkini. Sjúkrahús eru flest án hita og anna ekki öllum þeim börnum sem þangað leita vegna vannæringar. Fólk notar húsmuni sem eldivið til að halda á sér hita í kuldanum og stendur frammi fyrir gríðarlegu atvinnuleysi. Þörfin eftir aðstoð er gríðarleg,“ sagði hann. Einstæðar og fráskildar konur í viðkvæmri stöðu Guterres ítrekaði jafnframt ákall sitt til talíbana um að virða réttindi afganskra kvenna og stúlkna. Síðan talíbanar komust til valda hafa réttindi kvenna og stúlkna verið hrifsuð af þeim og margar konur farið huldu höfði af ótta við refsingar og ofbeldi. Í hópi þeirra eru kennarar, mannréttindafrömuðir, stjórnmálakonur og fjölmiðlakonur. Einstæðar og fráskildar konur eru í sérlega viðkvæmri stöðu og eiga á hættu að missa forræði yfir börnum sínum undir sjaría lögum. Þær hafa jafnframt enga möguleika á að afla sér tekna undir þeim hömlum sem talíbanar hafa sett konum. „Konur og stúlkur eru fjarverandi á vinnustöðum og skólastofum út um allt Afganistan. Heil kynslóð stúlkna býr við þann raunveruleika að mega ekki láta ljós sitt skína. Vísindakonur, lögfræðingar og kennarar fá ekki að sinna störfum sínum og á meðan verður Afganistan, og heiminum öllum, af framlagi þeirra. Ekkert land getur þrifist samhliða því að neita hálfri þjóðinni um réttindi sín.“ UN Women er í Afganistan og sinnir þörfum afganskra kvenna og stúlkna. Meðal verkefna UN Women í Afganistan er að veita konum á flótta neyðarpakka og -aðstoð, heilbrigðisþjónustu og ráðgjöf, auk þess að koma á fót griðastöðum fyrir konur og börn eins og fyrr segir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Afganistan Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
UN Women segir í frétt að í kjölfar valdatöku talíbana í ágúst á síðasta ári hafi öll þróunaraðstoð til landsins verið fryst. Nú standi stór hluti Afgana frammi fyrir viðvarandi hungri, atvinnuleysi og sárafátækt, verði ekkert að gert. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, biðlar til alþjóðasamfélagsins um að endurskoða afstöðu sína gagnvart frystingu fjármagns til Afganistan. Án þróunaraðstoðar verði afgönsku þjóðinni steypt í sárafátækt. Íbúar landsins séu þegar orðnir örvæntingafullir og úrkula vonar. „Foreldrar hafa selt ungbörn sín til að fæða eldri systkini. Sjúkrahús eru flest án hita og anna ekki öllum þeim börnum sem þangað leita vegna vannæringar. Fólk notar húsmuni sem eldivið til að halda á sér hita í kuldanum og stendur frammi fyrir gríðarlegu atvinnuleysi. Þörfin eftir aðstoð er gríðarleg,“ sagði hann. Einstæðar og fráskildar konur í viðkvæmri stöðu Guterres ítrekaði jafnframt ákall sitt til talíbana um að virða réttindi afganskra kvenna og stúlkna. Síðan talíbanar komust til valda hafa réttindi kvenna og stúlkna verið hrifsuð af þeim og margar konur farið huldu höfði af ótta við refsingar og ofbeldi. Í hópi þeirra eru kennarar, mannréttindafrömuðir, stjórnmálakonur og fjölmiðlakonur. Einstæðar og fráskildar konur eru í sérlega viðkvæmri stöðu og eiga á hættu að missa forræði yfir börnum sínum undir sjaría lögum. Þær hafa jafnframt enga möguleika á að afla sér tekna undir þeim hömlum sem talíbanar hafa sett konum. „Konur og stúlkur eru fjarverandi á vinnustöðum og skólastofum út um allt Afganistan. Heil kynslóð stúlkna býr við þann raunveruleika að mega ekki láta ljós sitt skína. Vísindakonur, lögfræðingar og kennarar fá ekki að sinna störfum sínum og á meðan verður Afganistan, og heiminum öllum, af framlagi þeirra. Ekkert land getur þrifist samhliða því að neita hálfri þjóðinni um réttindi sín.“ UN Women er í Afganistan og sinnir þörfum afganskra kvenna og stúlkna. Meðal verkefna UN Women í Afganistan er að veita konum á flótta neyðarpakka og -aðstoð, heilbrigðisþjónustu og ráðgjöf, auk þess að koma á fót griðastöðum fyrir konur og börn eins og fyrr segir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Afganistan Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent