Isavia ANS braut lög þegar 67 ára manni var sagt upp vegna aldurs Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2022 14:25 Starfsmaðurinn starfaði sem verkefnastjóri hjá Isavia ANS. Vísir/Vilhelm Isavia ANS ehf. braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar félagið sagði upp starfsmanni við 67 ára aldur. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði einvörðungu horft til aldurs þegar ákvörðun var tekin um starfslok hans og sú ákvörðun feli því í sér mismunun á grundvelli aldurs. Alþýðusamband Íslands fór með mál Þorgríms Baldurssonar. ASÍ segir úrskurðinn vera fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í vissum skilningi sé um að ræða grundvallarniðurstöðu í vinnuréttar- og jafnréttismálum sem sýni að óheimilt sé að segja upp fólki sökum aldurs. „Viðbúið er að áhrif úrskurðarins muni verða verulega áþreifanleg á íslenskum vinnumarkaði um ókomna tíð,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „Við hjá Isavia ANS erum að fara yfir úrskurðinn til að meta áhrif hans. Í fljótu bragði sýnist okkur niðurstaðan snúast um framkvæmd starfsloka í þessu tiltekna máli en ekki starfsaldursregluna sem slíka,“ segir í yfirlýsingu frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia. Taldi að ákvörðunin hafi verið dregin til baka Í ráðningarsamningi Þorgríms var tekið fram að starfslok hans miðuðust við 70 ára aldur eða reglur Isavia á hverjum tíma. Hinn 28. maí 2020 var honum tjáð að stjórn félagsins hefði tekið ákvörðun um að starfslokaaldur hans yrði 67 ár í stað 70 ára í samræmi við nýsamþykktar reglur. Hann hafði þá náð 67 ára aldri í febrúar 2020. Í kjölfarið óskaði Þorgrímur eftir því að fá að sinna starfinu áfram en var tjáð að hann gæti unnið fram að næstu áramótum. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að honum hafi ekki borist skriflegt uppsagnarbréf og því dregið þá ályktun að horfið hafi verið frá fyrirætlunum um að segja honum upp. Þegar hann mætti til vinnu 11. janúar 2021 gat hann ekki stimplað sig inn og fékk í framhaldinu staðfest að hann væri ekki lengur með starf hjá Isavia ANS. Um að ræða almenna aðgerð Isavia ANS segir um að ræða ákvörðun sem hafi verið tekin á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Sérstakar aðstæður hafi verið í þjóðfélaginu á árinu 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19 og félagið staðið frammi fyrir hópuppsögnum starfsmanna og víðtækum hagræðingaraðgerðum. Ákvörðun um styttingu starfsaldurs hafi verið almenn aðgerð til að fækka í starfsmannahópnum sem tók til allra starfsmanna félagsins og þannig hafi verið gætt jafnræðis. Breyting á starfslokaaldri hafi tekið til 28 starfsmanna og á sama tíma hafi 267 öðrum starfsmönnum verið sagt upp störfum. Þar af hafi Isavia ANS frá maí 2020 sagt upp sex starfsmönnum vegna minnkandi flugumferðar en átta starfsmenn látið af störfum hjá kærða sökum aldurs á grundvelli nýju starfsaldursreglnanna. Vísaði frá kröfum um að uppsögnin yrði afturkölluð „Í málinu liggur fyrir að ákvörðun kærða um að færa starfslokaaldur niður úr 70 árum í 67 ár hafði bein áhrif á stöðu kæranda sem var orðinn 67 ára þegar ákvörðunin var tekin og var ástæða þess að hann lét af störfum hjá kærða. Með vísan til þessa verður fallist á að kærandi hafi leitt líkur að því að mismunun á grundvelli aldurs hafi átt sér stað við starfslok hans hjá kærða [samanber lög um jafna meðferð á vinnumarkaði],“ segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin vísaði frá kröfum Þorgríms um að uppsögnin yrði afturkölluð eða Isavia ANS gert að greiða kæranda skaðabætur og miskabætur þar sem ekki væri að finna heimildir í lögum til að verða við slíkum kröfum. Þá taldi nefndin ekki tilefni til að beina fyrirmælum um tilteknar úrbætur til Isavia ANS. Fallist var á kröfu Þorgríms um að félaginu yrði gert að greiða honum 150 þúsund krónur vegna málskostnaðs. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Isavia. Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira
Alþýðusamband Íslands fór með mál Þorgríms Baldurssonar. ASÍ segir úrskurðinn vera fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í vissum skilningi sé um að ræða grundvallarniðurstöðu í vinnuréttar- og jafnréttismálum sem sýni að óheimilt sé að segja upp fólki sökum aldurs. „Viðbúið er að áhrif úrskurðarins muni verða verulega áþreifanleg á íslenskum vinnumarkaði um ókomna tíð,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „Við hjá Isavia ANS erum að fara yfir úrskurðinn til að meta áhrif hans. Í fljótu bragði sýnist okkur niðurstaðan snúast um framkvæmd starfsloka í þessu tiltekna máli en ekki starfsaldursregluna sem slíka,“ segir í yfirlýsingu frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia. Taldi að ákvörðunin hafi verið dregin til baka Í ráðningarsamningi Þorgríms var tekið fram að starfslok hans miðuðust við 70 ára aldur eða reglur Isavia á hverjum tíma. Hinn 28. maí 2020 var honum tjáð að stjórn félagsins hefði tekið ákvörðun um að starfslokaaldur hans yrði 67 ár í stað 70 ára í samræmi við nýsamþykktar reglur. Hann hafði þá náð 67 ára aldri í febrúar 2020. Í kjölfarið óskaði Þorgrímur eftir því að fá að sinna starfinu áfram en var tjáð að hann gæti unnið fram að næstu áramótum. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að honum hafi ekki borist skriflegt uppsagnarbréf og því dregið þá ályktun að horfið hafi verið frá fyrirætlunum um að segja honum upp. Þegar hann mætti til vinnu 11. janúar 2021 gat hann ekki stimplað sig inn og fékk í framhaldinu staðfest að hann væri ekki lengur með starf hjá Isavia ANS. Um að ræða almenna aðgerð Isavia ANS segir um að ræða ákvörðun sem hafi verið tekin á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Sérstakar aðstæður hafi verið í þjóðfélaginu á árinu 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19 og félagið staðið frammi fyrir hópuppsögnum starfsmanna og víðtækum hagræðingaraðgerðum. Ákvörðun um styttingu starfsaldurs hafi verið almenn aðgerð til að fækka í starfsmannahópnum sem tók til allra starfsmanna félagsins og þannig hafi verið gætt jafnræðis. Breyting á starfslokaaldri hafi tekið til 28 starfsmanna og á sama tíma hafi 267 öðrum starfsmönnum verið sagt upp störfum. Þar af hafi Isavia ANS frá maí 2020 sagt upp sex starfsmönnum vegna minnkandi flugumferðar en átta starfsmenn látið af störfum hjá kærða sökum aldurs á grundvelli nýju starfsaldursreglnanna. Vísaði frá kröfum um að uppsögnin yrði afturkölluð „Í málinu liggur fyrir að ákvörðun kærða um að færa starfslokaaldur niður úr 70 árum í 67 ár hafði bein áhrif á stöðu kæranda sem var orðinn 67 ára þegar ákvörðunin var tekin og var ástæða þess að hann lét af störfum hjá kærða. Með vísan til þessa verður fallist á að kærandi hafi leitt líkur að því að mismunun á grundvelli aldurs hafi átt sér stað við starfslok hans hjá kærða [samanber lög um jafna meðferð á vinnumarkaði],“ segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin vísaði frá kröfum Þorgríms um að uppsögnin yrði afturkölluð eða Isavia ANS gert að greiða kæranda skaðabætur og miskabætur þar sem ekki væri að finna heimildir í lögum til að verða við slíkum kröfum. Þá taldi nefndin ekki tilefni til að beina fyrirmælum um tilteknar úrbætur til Isavia ANS. Fallist var á kröfu Þorgríms um að félaginu yrði gert að greiða honum 150 þúsund krónur vegna málskostnaðs. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Isavia.
Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira