Enski boltinn

Luke Shaw segist vera „al­gjör­lega niður­brotinn“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luke Shaw hefur misst af mjög mörgum leikjum Manchester United vegna meiðsla og nú bætast enn fleiri við.
Luke Shaw hefur misst af mjög mörgum leikjum Manchester United vegna meiðsla og nú bætast enn fleiri við. Getty/Matthew Peters

Martröðin heldur áfram hjá enska landsliðsmanninum Luke Shaw. Shaw hefur verið meira og minna meiddur í langan tíma og er nú meiddur aftur.

Shaw var bara nýkominn til baka eftir enn ein meiðslin þegar hann meiddist á æfingu Manchester Untied, daginn fyrir leik á móti Arsenal. Hann taldi ástæðu að senda frá sér yfirlýsingu í þetta skiptið.

„Hæ öll. Það er mjög sárt að þurfa að skrifa þetta af því að ég hélt að ég væri kominn í gegnum nýjustu vandræðin mín. Ég hélt að ég væri á réttri leið en því miður lenti ég í bakslagi,“ skrifaði Luke Shaw.

„Ég hef farið í gegnum margt á mínum ferli með mörgum hæðum og mörgum lægðum en þetta er án efa það erfiðasta sem ég hef lent í,“ skrifaði Shaw.

„Ég er algjörlega niðurbrotinn og það er einstaklega erfitt að sætta sig við veruleikann eins og hann lítur út núna,“ skrifaði Shaw.

„Ég skil vel að fólk verði pirrað yfir þessu, reitt og vonsvikið. Ég skil það. Það er enginn sem upplifir meira af þessum tilfinningum en ég eins og staðan er núna. Ég get lofað ykkur að ég mun gera allt til að koma betri til baka og hjálpa félaginu að ná markmiðum okkar á þessu tímabili,“ skrifaði Shaw.

Hann þakkaði öllum fyrir stuðninginn eins og sjá má hér fyrir neðan í færslu frá Fabrizio Romano.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×