Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Opnar sig um of­beldið af hálfu Diddy

„Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. 

Lífið
Fréttamynd

Svaraði engu um Affleck

Jennifer Lopez svaraði engu þegar hún var spurð að því á blaðamannafundi hver staðan væri í einkalífi hennar og hvort orðrómurinn um að hún og Ben Affleck séu skilin að sæng væri sannur. Blaðamaður spurði að þessu á blaðamannafundi vegna Atlas, nýrrar Netflix myndar hennar sem verið er að taka upp í Mexíkóborg en horfa má á atvikið neðst í fréttinni.

Lífið
Fréttamynd

Sást með hringinn en eigin­konan enn víðs­fjarri

Ben Affleck sást með giftingarhring sinn á hönd sér þar sem hann var staddur í góðra vina hópi í göngutúr í Santa Monica í Kaliforníu. Þetta vekur athygli erlendra slúðurmiðla, enda uppi þrálátur orðrómur um að hjónaband hans og Jennifer Lopez sé nú á síðustu metrunum.

Lífið
Fréttamynd

Kanna hvar Perry fékk ketamínið

Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans.

Erlent
Fréttamynd

Clooney mælti með hand­töku Netanyahu

Amal Clooney er ein þeirra sérfræðinga sem mælti með því við sérstakan saksóknara á vegum Alþjóðaglæpadómstólsins að gefin yrði út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels auk leiðtoga Hamas samtakanna.

Lífið
Fréttamynd

Hafa ekki sést saman í sjö vikur

Bandarísku ofurhjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur, eða því sem nemur rúmlega fimmtíu dögum. Þetta hefur ekki verið til þess að kveða niður þrálátan orðróm um að það stefni í skilnað.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar vilja Spacey úr sjö ára út­legð

Hollywood stjörnur vilja að leikarinn Kevin Spacey fái að snúa aftur í bransann og leika að nýju eftir sjö ára útlegð, eins og því er lýst. Leikarinn hefur ekki leikið síðan árið 2017 þegar ungir menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum stigu fram og hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þeim á barnsaldri en síðar sýknaður.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fundu föt við hæfi á síðustu stundu fyrir Cannes

Leikararnir Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir eru nýlent í Cannes í Frakklandi þar sem frægasta kvikmyndahátíð í heimi hefst í dag. Þau Mikael og Katla fara bæði með hlutverk í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot sem í dag verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni og er ein af opnunarmyndum hennar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Meistari B-kvikmyndanna látinn

Roger Corman, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi er látinn 98 ára að aldri. Hann framleiddi mörg hundruð kvikmyndir og gaf mörgum stórstjörnum kvikmyndaheimsins sín fyrstu tækifæri.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey tók lagið hjá Jimmy Fallon

Laufey Lín mætti í gærkvöldi til bandaríska spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon í spjallþátt hans The Tonight Show. Þar tók hún lagið sitt Goddess og spilaði á píanó.

Tónlist
Fréttamynd

Fékk morð­hótanir og ætlar að leita réttar síns

Konan sem er talin vera innblásturinn fyrir annað aðalhlutverka þáttaraðarinnar Baby reindeer hafnar þeirri atburðarás sem dregin er upp í þáttunum. Hún segist hafa fengið morðhótanir í kjölfar þáttanna, sem mála hana upp sem bíræfinn eltihrelli.

Lífið
Fréttamynd

Skot­á­rás við heimili Drake

Öryggisvörður kanadíska rapparans Drake var skotinn við heimili stórstjörnunnar í Toronto í nótt. Áverkar öryggisvarðarins eru ekki taldir lífshættulegir og rapparinn sjálfur er sagður ómeiddur.

Erlent
Fréttamynd

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala

Fyrsti mánudagur maí mánaðar er runninn upp en hann reynist tískuunnendum mikið tilhlökkunarefni. Ástæðan er sú að tískuviðburður ársins, Met Gala, fer fram í kvöld á Metropolitan safninu í New York borg. Stærstu stjörnur heimsins koma saman í glæsilegum klæðnaði hátískuhönnuða þar sem menning, tíska og upplifun rennur saman í eitt. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum

Mikil ólga er nú í rappheimum vestanhafs. Tveir af frægustu röppurum heims, og í raun talsvert fleiri rapparar, elda grátt silfur sín á milli um þessar mundir. Hinn kanadíski Drake og hinn bandaríski Kendrick Lamar bera hvor annan þungum sökum sem varða meðal annars heimilisofbeldi og barnagirnd.

Lífið
Fréttamynd

Græn­metis­æta í 38 ár en ekki lengur

Martin Freeman er hættur að vera grænmetisæta eftir að hafa verið það í 38 ár. Hinn 52 ára gamli leikari varð grænmetisæta sem unglingur árið 1986 vegna þess að honum fannst aldrei þægileg tilhugsun að borða dýr.

Lífið