Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Tólf ára Kristín Erla valin besta aðalleikkonan

Kristín Erla Pétursdóttir, 12 ára aðalleikkona í kvikmyndinni Birtu eftir Braga Þór Hinriksson, var valin besta leikkonan í hópi ungmenna þvert á aldursflokka frá 7-18 ára á Schlingel í Chemnitz í Þýskalandi, einni af stærstu barnakvikmyndahátíð í Evrópu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dýrið verður fram­lag Ís­lands til Óskars­verð­launanna

Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fékk lag frá Hildi Guðnadóttur í stuttmyndina sína

Eydís Eir Brynju- og Björnsdóttir gaf nýlega út stuttmyndina Chrysalis. Myndin fjallar um Tourette heilkennið og í aðalhlutverki er 13 ára stúlka. Lag eftir margverðlaunaða tónskáldið Hildi Guðnadóttur er notað í myndinni.

Lífið
Fréttamynd

Drottningin lokaði vel heppnaðri hátíð

RIFF kvikmyndahátíðinni er lokið og var endað á sérstakri heiðurssýningu á kvikmyndinni Margrét - Drottning norðursins. Trine Dyrholm leikur Margréti í myndinni og var hún viðstödd.

Lífið
Fréttamynd

Dýrið til­nefnd til European Discovery verð­launa

Kvikmyndin Dýrið hefur verið tilnefnd til European Discovery verðlauna. Verðlaunin sem kallast Prix FIPRESCI eru hluti af Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og eru veitt árlega til leikstjóra með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd.

Lífið
Fréttamynd

Yfirgefur NCIS eftir átján þáttaraðir

Leikarinn Mark Harmon hefur ákveðið að segja skilið við Leroy Jethro Gibbs, sem hann hefur leikið í rúmar átján þáttaraðir í þáttunum NCIS. Þetta tilkynnti framleiðandi þáttanna langlífu en hélt hann þó möguleikanum opnum á að Gibbs myndi stinga upp kollinum á nýjan leik seinna meir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ánægð með árangurinn í keppni við sjálfan Bond

Kvikmyndin Dýrið var sýnd í hátt í 600 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum um helgina og þénaði ríflega eina milljón Bandaríkjadali í gegnum miðasölu á fyrstu þremur dögunum í sýningu. Dýrið, eða Lamb eins og hún heitir á alþjóðavísu, er því tekjuhæsta íslenska kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kampakát Kim kom á óvart í SNL

Kim Kardashian West þykir hafa staðið sig merkilega vel í Saturday Night Live um helgina. Hún var fengin til að stýra þættinum og gerði hún meðal annars stólpagrín að sjálfri sér og fjölskyldu sinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bein út­sending: RIFF spjall um kvik­mynda­gerð

Í dag sýnum við frá bransadögum RIFF í beinni útsendingu frá 16.00 – 17.30 hér á Vísi. Yfir hundrað fagaðilar, blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn koma að utan og taka þátt í Bransadögum RIFF í ár en fara fram í Norræna húsinu og standa til 9. október.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leynilögga lofuð í London: „Besta hasar-gamanmynd ársins“

“Þessir dómar eru hreint út sagt ótrúlegir og hópurinn gæti ekki verið glaðari. Ég viðurkenni að ég var aðeins stressuð fyrir þessa sýningu, hvort að Bretarnir myndu ná húmornum, en þær áhyggjur voru greinilega óþarfar,” segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi myndarinnar Leynilöggu. 

Lífið