Enski boltinn

Liverpool hefur á­huga á fram­herja PSG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Randal Kolo Muani er ekki í náðinni hjá Luis Enrique, knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain.
Randal Kolo Muani er ekki í náðinni hjá Luis Enrique, knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain. getty/Aurelien Meunier

Franski landsliðsmaðurinn Randal Kolo Muani, sem er úti í kuldanum hjá Paris Saint-Germain, er orðaður við ýmis félög, meðal annars Liverpool.

Samkvæmt Sky í Þýskalandi hefur Liverpool áhuga á Kolo Muani. PSG gæti lánað hann fyrst og freistað þess svo að selja hann.

PSG keypti Kolo Muani frá Frankfurt fyrir 79 milljónir punda í september 2023. Hann hefur skorað ellefu mörk í 54 leikjum fyrir frönsku meistarana.

Hinn 26 ára Kolo Muani hefur spilað 27 leiki fyrir franska landsliðið og skorað átta mörk.

Liverpool náði sjö stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Leicester City á heimavelli í gærkvöldi.

Næsti leikur Liverpool er gegn West Ham United á útivelli á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×