Enski boltinn

Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tíma­bilið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tyrell Malacia er leikmaður Manchester United og gæti verið á leið til Malasíu.
Tyrell Malacia er leikmaður Manchester United og gæti verið á leið til Malasíu. James Gill - Danehouse/Getty Images

Stjórnarmenn Manchester United leita sífellt nýrra leiða til að afla tekna og skoða nú að fara með liðið í æfingaferð um leið og tímabilið klárast.

Algengt er að félög ferðist til framandi landa, þá aðallega til Asíu og Norður-Ameríku, í æfinga- og keppnisferðir á undirbúningstímabilinu, eftir að hafa tekið sér sumarfrí. 

Tottenham og Newcastle brydduðu svo upp á nýjung síðasta vor og spiluðu vináttuleik í Ástralíu aðeins þremur dögum eftir lokaleik tímabilsins.

Formleg ákvörðun hefur ekki verið tekin enn af stjórnarmönnum Manchester United en málið er til skoðunar og þá er Malasía talinn líklegasti áfangastaður.

Tímabilið mun klárast hjá þeim þegar lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram þann 25. maí. Úrslitaleikur FA bikarsins, sem United vann í fyrra, fer fram viku fyrr. Ferðin yrði farin áður en landsleikjahlé hefst 2. júní.

Æfingaleikir eftir tímabil eru auðvitað fín leið fyrir félagið til að afla tekna en undanfarið hefur United verið ófeimið við að ráðast í ýmsar aðgerðir til að hámarka gróða. Fjölda manns hefur verið sagt upp, jólagleði starfsmanna var aflýst á sama tíma og jólabónus þeirra var helmingaður og miðaverð á leiki hækkaði.


Tengdar fréttir

Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United

Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að skera niður hjá Manchester United og nú hefur hann ákveðið að gefa starfsfólki félagsins ódýrari jólagjöf en áður hefur tíðkast.

Ratclif­fe lætur 250 starfs­menn Man United fara

Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er lítið fyrir að spígspora í kringum heitan graut. Það tók hann ekki langan tíma til að láta hinn og þennan fara og nú hefur hann gert gott betur en 250 starfsmenn félagsins hafa fengið uppsagnarbréf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×