Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 12:31 Það verður bæði leikja- og ferðaálag á Mohamed Salah og félögum hans í Liverpool yfir hátíðirnar. Getty/Simon Stacpoole Það er að venju mikið leikjaálag á ensku úrvalsdeildarliðunum yfir jólahátíðina. Það er aftur á móti misjafnt hvað félögin þurfa að ferðast mikið í leiki sína. Á meðan flestar fjölskyldur eyða tíma saman og í fjölskylduboðum þá eru leikmenn ensku liðanna á ferð og flugi yfir hátíðirnar. AllaboutFPL vefurinn hefur reiknað út ferðalög ensku liðanna í vikum sautján til nítján en það eru leikvikurnar þrjár yfir þessi jól og áramót. Þar kemur í ljós að Liverpool, Newcastle og Bournemouth þurfa að ferðast mest en Fulham, Everton og Arsenal sleppa hins vegar við löng ferðalög. Liverpool á útileik við Tottenham Hotspur, heimaleik á móti Leicester City og útileik við West Ham United. Liverpool ferðast því tvisvar suður til Lundúna. Alls munu leikmenn Liverpool þurfa að ferðast í 875,1 mílu eða 1408 kílómetra. Það munar reyndar aðeins 0,1 mílu á ferðalögum Liverpool og ferðalögum Newcastle sem er í öðru sætinu. Það er síðan mun lengra í Bournemouth sem ferðast í 704,4 mílur eða 1133 kílómetra. Fulham þarf aftur á móti aðeins að ferðast í 4,7 mílur eða 7,6 kílómetra og Arsenal aðeins í 55,8 mílur eða 89,8 kílómetra. Arsenal átti útileik við Crystal Palace í gær, heimaleik við Ipswich Town og loks útileik við Brentford. Allir leikirnir fara fram í London. Fulham er enn heppnara því liðið spilar tvo heimaleiki við Southampton og Bournemouth en þriðji leikurinn er síðan útileikur við Chelsea. Stamford Bridge er bara í 7,6 kílómetra fjarlægð og er í rauninni í Fulham hverfinu í London. Leikvangurinn stendur meira að segja við Fulham Road. @AllaboutFPL Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Á meðan flestar fjölskyldur eyða tíma saman og í fjölskylduboðum þá eru leikmenn ensku liðanna á ferð og flugi yfir hátíðirnar. AllaboutFPL vefurinn hefur reiknað út ferðalög ensku liðanna í vikum sautján til nítján en það eru leikvikurnar þrjár yfir þessi jól og áramót. Þar kemur í ljós að Liverpool, Newcastle og Bournemouth þurfa að ferðast mest en Fulham, Everton og Arsenal sleppa hins vegar við löng ferðalög. Liverpool á útileik við Tottenham Hotspur, heimaleik á móti Leicester City og útileik við West Ham United. Liverpool ferðast því tvisvar suður til Lundúna. Alls munu leikmenn Liverpool þurfa að ferðast í 875,1 mílu eða 1408 kílómetra. Það munar reyndar aðeins 0,1 mílu á ferðalögum Liverpool og ferðalögum Newcastle sem er í öðru sætinu. Það er síðan mun lengra í Bournemouth sem ferðast í 704,4 mílur eða 1133 kílómetra. Fulham þarf aftur á móti aðeins að ferðast í 4,7 mílur eða 7,6 kílómetra og Arsenal aðeins í 55,8 mílur eða 89,8 kílómetra. Arsenal átti útileik við Crystal Palace í gær, heimaleik við Ipswich Town og loks útileik við Brentford. Allir leikirnir fara fram í London. Fulham er enn heppnara því liðið spilar tvo heimaleiki við Southampton og Bournemouth en þriðji leikurinn er síðan útileikur við Chelsea. Stamford Bridge er bara í 7,6 kílómetra fjarlægð og er í rauninni í Fulham hverfinu í London. Leikvangurinn stendur meira að segja við Fulham Road. @AllaboutFPL
Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira