Innlent

Mann­laus bif­reið á miðjum vegi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í nótt og barst meðal annars tilkynning um þjófnað á veski.
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í nótt og barst meðal annars tilkynning um þjófnað á veski. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð út vegna líkamsárásar, sem reyndist minniháttar.

Lögreglu barst einnig tilkynning um vinnuslys þar sem maður datt úr stiga. Er hann talinn hafa rifbeinsbrotnað og var fluttur á bráðamóttöku til frekari skoðunar. 

Verkefnin í umferðinni voru nokkuð fjölbreytt en lögregla var meðal annars kölluð til vegna mannlausrar bifreiðar á miðri akrein í Hafnarfirði. Bíllinn var dreginn á brott.

Þá barst tilkynning um bílveltu. Ökumaðurinn reyndist vera einn í bifreiðinni og var fluttur á bráðamóttöku en ekki er vitað um meiðsli hans.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, meðal annars grunaðir um ölvun við akstur. Í póstnúmerinu 203 var tilkynnt um árekstur þar sem ökumaðurinn stakk af en lögregla veit hver hann er og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×