Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2024 12:58 Við undirbúning brennu á Geirsnefi. Vísir/Vilhelm Fækka á áramótabrennum í Reykjavík úr tíu í sex. Erindi þess efnis var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Þær brennur sem lagt er til að verði lagðar af eru þær sem haldnar hafa verið við Rauðavatn, í Suðurfelli , Laugardal og Skerjafirði. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Í fundargerð leggur meirihlutinn áherslu á að ekki sé verið að leggja brennurnar af, heldur fækka þeim. „Ástæður fyrir þeirri tillögu að fækka brennum úr 10 í 6 grundvallast fyrst og fremst í beiðnum frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti þar sem talin er standa ógn af þeim brennum sem hafa verið við lýði vegna mismunandi ástæðna eins og nálægðar við byggð, umferðaröryggis og neikvæðra staðbundinna umhverfisáhrifa,“ segir í fundargerð. Staðsetning fyrirhugaðra brenna um næstu áramót. Á myndina vantar staðsetningu brennunnar sem verður á Kjalarnesi.Reykjavíkurborg Þá segir að kostnaðurinn sé auk þess töluverður vegna þess að nú þarf að kaupa í brennuna en ekki nýta það sem fellur til. Þá hafi verið erfitt að manna brennurnar. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, fagnaði ákvörðuninni. Sjálfstæðismenn mótmæla Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun þar sem þau sögðu áramótabrennur órjúfanlegan þátt hátíðarhalda á þessum árstíma. Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon, Friðjón R Friðjónsson sátu fundinn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Í fjölda hverfa Reykjavíkur á slíkt samkomuhald sér meira en aldar gamla hefð. Það hefur verið kærkomið tilefni til að hitta nágranna og ættingja á þessum tímamótum, ungum sem öldnum mikill gleðigjafi, kynslóð fram af kynslóð, og merkur þáttur í menningarsögu samfélagsins. Þær áramótabrennur sem hér er lagt til að verði aflagðar eiga sér áratuga hefð,“ segir í bókun þeirra og að ekki sé hægt að réttlæta þetta með tilvísun í manneklu eða kostnað við kaup. Brennur verða á sex stöðum um næstu áramót í Reykjavík.Reykjavíkurborg „Sú fráleita ákvörðun borgaryfirvalda að afleggja umræddar brennur án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök, er aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjumst alfarið gegn slíkum áformum,“ segir að lokum. Of nálægt byggð Í tillögu umhverfis- og skipulagssviðs er nánar farið út í breytinguna. Þar segir að þó svo að sterk hefð sé fyrir brennunum verði að taka tillit til athugasemda frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um nálægð brennanna við byggð. Þær brennur sem verða haldnar verða þá í Vesturbæ, Gufunesi, Geirsnesi, Jafnaseli, Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Tekið er þó fram að aðeins verði haldin brenna í Vesturbæ finnist staðsetning. „Allar brennur verða minni en 250 m3 og því skilgreindar sem litlar brennur. Með þessu móti verður komið til móts við bæði sjónarmið þeirra sem vilja hafa brennur með því að tryggja að hver borgarhluti hafi brennu og svo hinna sem vilja fækka þeim verulega og með því draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði,“ segir að lokum. Áramót Umhverfismál Slökkvilið Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Í fundargerð leggur meirihlutinn áherslu á að ekki sé verið að leggja brennurnar af, heldur fækka þeim. „Ástæður fyrir þeirri tillögu að fækka brennum úr 10 í 6 grundvallast fyrst og fremst í beiðnum frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti þar sem talin er standa ógn af þeim brennum sem hafa verið við lýði vegna mismunandi ástæðna eins og nálægðar við byggð, umferðaröryggis og neikvæðra staðbundinna umhverfisáhrifa,“ segir í fundargerð. Staðsetning fyrirhugaðra brenna um næstu áramót. Á myndina vantar staðsetningu brennunnar sem verður á Kjalarnesi.Reykjavíkurborg Þá segir að kostnaðurinn sé auk þess töluverður vegna þess að nú þarf að kaupa í brennuna en ekki nýta það sem fellur til. Þá hafi verið erfitt að manna brennurnar. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, fagnaði ákvörðuninni. Sjálfstæðismenn mótmæla Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun þar sem þau sögðu áramótabrennur órjúfanlegan þátt hátíðarhalda á þessum árstíma. Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon, Friðjón R Friðjónsson sátu fundinn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. „Í fjölda hverfa Reykjavíkur á slíkt samkomuhald sér meira en aldar gamla hefð. Það hefur verið kærkomið tilefni til að hitta nágranna og ættingja á þessum tímamótum, ungum sem öldnum mikill gleðigjafi, kynslóð fram af kynslóð, og merkur þáttur í menningarsögu samfélagsins. Þær áramótabrennur sem hér er lagt til að verði aflagðar eiga sér áratuga hefð,“ segir í bókun þeirra og að ekki sé hægt að réttlæta þetta með tilvísun í manneklu eða kostnað við kaup. Brennur verða á sex stöðum um næstu áramót í Reykjavík.Reykjavíkurborg „Sú fráleita ákvörðun borgaryfirvalda að afleggja umræddar brennur án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök, er aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjumst alfarið gegn slíkum áformum,“ segir að lokum. Of nálægt byggð Í tillögu umhverfis- og skipulagssviðs er nánar farið út í breytinguna. Þar segir að þó svo að sterk hefð sé fyrir brennunum verði að taka tillit til athugasemda frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um nálægð brennanna við byggð. Þær brennur sem verða haldnar verða þá í Vesturbæ, Gufunesi, Geirsnesi, Jafnaseli, Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Tekið er þó fram að aðeins verði haldin brenna í Vesturbæ finnist staðsetning. „Allar brennur verða minni en 250 m3 og því skilgreindar sem litlar brennur. Með þessu móti verður komið til móts við bæði sjónarmið þeirra sem vilja hafa brennur með því að tryggja að hver borgarhluti hafi brennu og svo hinna sem vilja fækka þeim verulega og með því draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði,“ segir að lokum.
Áramót Umhverfismál Slökkvilið Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. 28. desember 2023 15:46