Duvnjak búinn að lofa Degi Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2024 11:33 Domagoj Duvnjak hefur lengi verið í hópi stærstu stjarna handboltans. Getty/Marcus Brandt Eftir Ólympíuleikana í París í sumar og orð sem Domagoj Duvnjak, skærasta stjarna Króata í handbolta, lét falla benti allt til þess að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Dag Sigurðsson. Svo er hins vegar ekki. Duvnjak er orðinn 36 ára gamall og ljóst að stórmótin sem hann spilar á verða ekki mikið fleiri. Hann var í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í sumar en eftir dvölina á leikunum, sem var styttri en vonir stóðu til, hljómaði Duvnjak eins og hann íhugaði að hætta í landsliðinu: „Ég hef átt frábæran tíma með þessum strákum en ég á þrjá krakka heima. Ég þarf að leggjast undir feld og ákveða hvernig framhaldið verður,“ sagði Duvnjak samkvæmt 24 Sata. Vill kveðja á HM á heimavelli Nú hefur hann hins vegar hugsað sig vel um og ákveðið að spila að minnsta kosti með landsliðinu í janúar á næsta ári, þegar heimsmeistaramótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. „Ég hef þegar rætt við Dag Sigurðsson þjálfara. Ef að landsliðið þarf á mínum kröftum að halda á HM þá er ég tilbúinn að spila fyrir Króatíu í síðasta sinn,“ sagði Duvnjak. Þrátt fyrir sigra gegn Japan og Þýskalandi þá missti Króatía, undir stjórn Dags Sigurðssonar, naumlega af sæti í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna.Getty/Igor Kralj Duvnjak gæti því kvatt landsliðið á heimavelli eftir dygga þjónustu, og góðar líkur eru á að einn af síðustu leikjunum yrði þá gegn Íslandi í milliriðlakeppni HM. Í 24 Sata segir að niðurstaðan í París hafi einfaldlega ekki verið viðeigandi endalok fyrir Duvnjak. Hann verðskuldi medalíu og helst gull, en króatíska liðið féll úr leik í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Duvnjak er orðinn 36 ára gamall og ljóst að stórmótin sem hann spilar á verða ekki mikið fleiri. Hann var í landsliðshópnum sem Dagur valdi fyrir Ólympíuleikana í sumar en eftir dvölina á leikunum, sem var styttri en vonir stóðu til, hljómaði Duvnjak eins og hann íhugaði að hætta í landsliðinu: „Ég hef átt frábæran tíma með þessum strákum en ég á þrjá krakka heima. Ég þarf að leggjast undir feld og ákveða hvernig framhaldið verður,“ sagði Duvnjak samkvæmt 24 Sata. Vill kveðja á HM á heimavelli Nú hefur hann hins vegar hugsað sig vel um og ákveðið að spila að minnsta kosti með landsliðinu í janúar á næsta ári, þegar heimsmeistaramótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. „Ég hef þegar rætt við Dag Sigurðsson þjálfara. Ef að landsliðið þarf á mínum kröftum að halda á HM þá er ég tilbúinn að spila fyrir Króatíu í síðasta sinn,“ sagði Duvnjak. Þrátt fyrir sigra gegn Japan og Þýskalandi þá missti Króatía, undir stjórn Dags Sigurðssonar, naumlega af sæti í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna.Getty/Igor Kralj Duvnjak gæti því kvatt landsliðið á heimavelli eftir dygga þjónustu, og góðar líkur eru á að einn af síðustu leikjunum yrði þá gegn Íslandi í milliriðlakeppni HM. Í 24 Sata segir að niðurstaðan í París hafi einfaldlega ekki verið viðeigandi endalok fyrir Duvnjak. Hann verðskuldi medalíu og helst gull, en króatíska liðið féll úr leik í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik