Handbolti

Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon var borinn af velli í leik Magdeburg og Bietigheim í dag.
Ómar Ingi Magnússon var borinn af velli í leik Magdeburg og Bietigheim í dag. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images

Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon meiddist á ökkla er Magdeburg tók á móti Bietigheim í þýsku deildinni í handbolta í dag.

Ómar meiddist strax í annarri sókn liðsins er Magdeburg vann níu marka sigur gegn Bietigheim í dag. Ómar sótti þá að vörn gestanna og lenti greinilega illa og snéri upp á hægri ökklann á sér. Hann var borinn af velli og kom ekki meira við sögu í leiknum.

Í stuttu samtali við Vísi í kvöld sagðist Ómar ekki geta sagt til um hvort meiðslin væru alvarleg, eða hversu lengi hann yrði frá keppni. Hann sé á leið í frekari rannsóknir.

Nú þegar rétt rúmar sex vikur eru í að heimsmeistaramóti í handbolta hefjist er ljóst að Ómar gæti lent í kapphlaupi við tíman ef niðurstöður þeirra rannsókna eru ekki jákvæðar. 

Hér fyrir neðan má sjá myndband af atvikinu og af því þegar Ómar er borinn af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×