Handbolti

Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úr­slit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skarphéðinn Ívar Einarsson skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og endaði með tíu mörk.
Skarphéðinn Ívar Einarsson skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og endaði með tíu mörk. Vísir/Anton Brink

Haukar eru komnir í 32 úrslit í Evrópubikarnum í handbolta eftir að hafa haft betur í tveimur leikjum á móti Kur út í Aserbaísjan um helgina.

Haukar unnu seinni leikinn með ellefu mörkum í dag, 38-27, eftir að hafa unnoð fyrri leikinn með fimm mörkum í gær, 30-25.

Haukar unnu þar með samanlagt með sextán mörkum, 68-52.

Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur í Haukaliðinu í dag með tíu mörk, Freyr Aronsson skoraði sex mörk og Össur Haraldsson var með fjögur mörk.

Heimamenn voru aðeins yfir í byrjun leiks en eftir fjögur mörk í röð í stöðunni 4-3 fyrir Kur þá tóku Haukarnir frumkvæðið sem þeir slepptu ekki.

Haukar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15, og þá var munurinn í raun orðin átta mörk og því sannarlega á brattann að sækja fyrir heimamenn.

Skarphéðinn Ívar Einarsson fór mikinn í fyrri hálfleiknum og skoraði þá fimm mörk úr fimm skotum. Hann endurtók leikinn í þeim síðari og var besti maður liðsins í dag.

Seinni hálfleikurinn var laufléttur fyrir Hafnfirðinga sem keyrðu yfir heimamenn og tryggðu sér sæti í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×