Man ekki eftir öðru eins í sinni búskapartíð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júlí 2024 20:00 Pétur Davíðsson sauðfjárbóndi á Grund í Skorradal man ekki eftir annarri eins ótíð þegar kemur að heyskap og í ár. Vísir/Sigurjón Margir bændur á Vesturlandi hafa ekkert heyjað í sumar vegna veðurs og það sér ekki fyrir endann á því næstu daga vegna vætu. Bóndi í Skorradal man ekki eftir annarri eins tíð á löngum ferli. Veðurguðirnir þurfi að fara að gefa bændum grið því túnin séu tilbúin í slátt. Bændur í Skorradal eru meðal þeirra bænda á Vesturlandi sem hafa ekkert getað slegið í sumar vegna veðurfars og vætutíðar. Túnin eru hins vegar tilbúin í slátt. Pétur Davíðsson sauðfjárbóndi á Grund í Skorradal er svartsýnn á að það takist að slá á næstunni. „Núna eftir rigningarnar og hlýindin í síðustu viku er eiginlega allt orðið klárt fyrir slátt en það stefnir ekkert í heyskap næstu vikurnar sýnist mér samkvæmt veðurspá,“ segir Pétur. Túnin þurfi að vera þurr þegar sláttur fer fram. Veðurspá gerir hins vegar ráð fyrir einhverri vætutíð á hverjum degi á næstunni. Pétur segir þetta bagalegt nú sé hárréttur tími til að slá. Afar óvenjulegt „Það er allt orðið sprottið og skriðið og tilbúið. Best væri að slá núna því nú er næringargildi grassins er mest. Fræin eru komin á grösin og eftir það þá fara þau að tréna og þá tapa þau fóðurgildinu sínu hægt og bítandi. Það gerist svo enn hraðar ef það sprettur enn meira. Þetta þýðir það að maður fær verra fóður þegar loksins verður hægt að slá,“ segir Pétur Pétur segir þetta afar óvenjulegt tíðarfar. „Ég er venjulega löngu byrjaður að slá en miðað við veðurspánna þá er það ekkert í kortunum fyrr en í ágúst. Ég man ekki eftir öðru eins í minni búskapartíð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað reynt að kvarta við veðurguðina svarar Pétur: „ Nei ekki enn þá. Maður verður bara að taka þessu með ró,“ segir hann að lokum. Veður Vesturbyggð Skorradalshreppur Landbúnaður Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Bændur í Skorradal eru meðal þeirra bænda á Vesturlandi sem hafa ekkert getað slegið í sumar vegna veðurfars og vætutíðar. Túnin eru hins vegar tilbúin í slátt. Pétur Davíðsson sauðfjárbóndi á Grund í Skorradal er svartsýnn á að það takist að slá á næstunni. „Núna eftir rigningarnar og hlýindin í síðustu viku er eiginlega allt orðið klárt fyrir slátt en það stefnir ekkert í heyskap næstu vikurnar sýnist mér samkvæmt veðurspá,“ segir Pétur. Túnin þurfi að vera þurr þegar sláttur fer fram. Veðurspá gerir hins vegar ráð fyrir einhverri vætutíð á hverjum degi á næstunni. Pétur segir þetta bagalegt nú sé hárréttur tími til að slá. Afar óvenjulegt „Það er allt orðið sprottið og skriðið og tilbúið. Best væri að slá núna því nú er næringargildi grassins er mest. Fræin eru komin á grösin og eftir það þá fara þau að tréna og þá tapa þau fóðurgildinu sínu hægt og bítandi. Það gerist svo enn hraðar ef það sprettur enn meira. Þetta þýðir það að maður fær verra fóður þegar loksins verður hægt að slá,“ segir Pétur Pétur segir þetta afar óvenjulegt tíðarfar. „Ég er venjulega löngu byrjaður að slá en miðað við veðurspánna þá er það ekkert í kortunum fyrr en í ágúst. Ég man ekki eftir öðru eins í minni búskapartíð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað reynt að kvarta við veðurguðina svarar Pétur: „ Nei ekki enn þá. Maður verður bara að taka þessu með ró,“ segir hann að lokum.
Veður Vesturbyggð Skorradalshreppur Landbúnaður Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira