Ártúnshöfði gengur í endurnýjun lífdaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 14:08 Einhvern veginn svona koma gatnamótin við Sævarhöfða til með að líta út. Reykjavíkurborg Ártúnshöfði gengur í endurnýjun lífdaga. Áætlað er að í þessu nýja borgarhverfi rísi allt að átta þúsund íbúðir og að þar geti búið allt að tuttugu þúsund borgarbúar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að skipulagsvinna sé í gangi um þessar mundir sem byggir á rammaskipulagi frá 2016 sem unnið var í kjölfar hugmyndasamkeppni. Áætlað er að umbreyta athafna- og iðnaðarsvæðinu á höfðanum í íbúabyggð. Búast megi við því að flutningur á fyrirtækjum hefjist á næstu tveimur til þremur árum og fyrstu íbúðirnar gætu orðið tilbúnar strax á næsta ári. Grænt og þétt Tillaga að deiluskipulagi hefur nú verið samþykkt í borgarráði eftir auglýsingu og því hægt að undirbúa næstu skref í framhaldinu. Í bókun meirihlutans ellefta júlí segir að samþykkt hafi verið skipulag fyrir 582 íbúðir í nýja hverfinu og að „grófu iðnaðarsvæði sé umbreytt í grænt og þétt íbúðahverfi við lykilstöðvar borgarlínu.“ Innan rammaskipulagssvæðis Elliðaárvogs/Ártúnshöfða hefur deiliskipulagsvinnu fyrir allt að 2.980 íbúðir verið lokið og 2.520 í eru í ferli. „Þegar breyta á svona svæði sem hefur verið athafna- og iðnaðarstarfsemi um langt skeið, þá þarf til dæmis að huga að því að jarðvegurinn sé viðeigandi fyrir íbúðarhúsnæði, og skipta ef það er mengun og það getur tekið einhvern tíma,“ er haft eftir Sólveigu Sigurðardóttur, arkitekt og verkefnisstjóra hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Einstök staðsetning og mikil veðurblíða Í tilkynningunni segir að staðsetning svæðisins sé einstök og að nálægð við strandlengjuna og útivistarsvæði Elliðaárdals skapi svæðinu mikla sérstöðu í borginni. „Elliðaárvogur er einn veðursælasti staðurinn í Reykjavík en þar gætir ekki norðanstrengs og Ártúnshöfðinn skýlir fyrir suðaustanátt. Miðlæg lega þess á höfuðborgarsvæðinu og nálægð við stofnæðar eru forsendur fyrir þéttbyggðu borgarhverfi sem styður við breyttar áherslur í samgöngumálum,“ segir í tilkynningunni. Á svæðinu öllu er gert ráð fyrir tveimur grunnskólum og einum safnskóla í bland við blómlega þjónustu- og atvinnustarfsemi við Krossmýrartorg. Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að skipulagsvinna sé í gangi um þessar mundir sem byggir á rammaskipulagi frá 2016 sem unnið var í kjölfar hugmyndasamkeppni. Áætlað er að umbreyta athafna- og iðnaðarsvæðinu á höfðanum í íbúabyggð. Búast megi við því að flutningur á fyrirtækjum hefjist á næstu tveimur til þremur árum og fyrstu íbúðirnar gætu orðið tilbúnar strax á næsta ári. Grænt og þétt Tillaga að deiluskipulagi hefur nú verið samþykkt í borgarráði eftir auglýsingu og því hægt að undirbúa næstu skref í framhaldinu. Í bókun meirihlutans ellefta júlí segir að samþykkt hafi verið skipulag fyrir 582 íbúðir í nýja hverfinu og að „grófu iðnaðarsvæði sé umbreytt í grænt og þétt íbúðahverfi við lykilstöðvar borgarlínu.“ Innan rammaskipulagssvæðis Elliðaárvogs/Ártúnshöfða hefur deiliskipulagsvinnu fyrir allt að 2.980 íbúðir verið lokið og 2.520 í eru í ferli. „Þegar breyta á svona svæði sem hefur verið athafna- og iðnaðarstarfsemi um langt skeið, þá þarf til dæmis að huga að því að jarðvegurinn sé viðeigandi fyrir íbúðarhúsnæði, og skipta ef það er mengun og það getur tekið einhvern tíma,“ er haft eftir Sólveigu Sigurðardóttur, arkitekt og verkefnisstjóra hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Einstök staðsetning og mikil veðurblíða Í tilkynningunni segir að staðsetning svæðisins sé einstök og að nálægð við strandlengjuna og útivistarsvæði Elliðaárdals skapi svæðinu mikla sérstöðu í borginni. „Elliðaárvogur er einn veðursælasti staðurinn í Reykjavík en þar gætir ekki norðanstrengs og Ártúnshöfðinn skýlir fyrir suðaustanátt. Miðlæg lega þess á höfuðborgarsvæðinu og nálægð við stofnæðar eru forsendur fyrir þéttbyggðu borgarhverfi sem styður við breyttar áherslur í samgöngumálum,“ segir í tilkynningunni. Á svæðinu öllu er gert ráð fyrir tveimur grunnskólum og einum safnskóla í bland við blómlega þjónustu- og atvinnustarfsemi við Krossmýrartorg.
Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira