Fá ekki fjármagn til að laga Flóttamannaleiðina fyrr en 2028 Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 13:31 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Vísir/Einar Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir fjármagn frá ríkinu til að ráðast í úrbætur á Flóttamannaleiðinni ekki koma fyrr en árið 2028. Unnið er að því að skila veginum til sveitarfélaganna. Fyrir helgi var fjallað um öryggi á Elliðavatnsvegi, betur þekktur sem Flóttamannaleiðin, sem liggur í gegnum landsvæði Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Foreldri í Urriðaholti í Garðabæ lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann óttaðist um öryggi barna sem ganga þarna um svæðið. Þá kallaði bæjarstjóri Garðabæjar eftir því að úrbætur yrðu gerðar á veginum, sem er í eigu Vegagerðarinnar, sem allra allra fyrst. Vegurinn sé ekki í góðu standi. Eiga að skila veginum G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Unnið sé að því að skila honum úr eigu Vegagerðarinnar til sveitarfélaganna. Það verður þó ekki gert fyrr en búið er að koma honum í betra stand. „Við stefnum á að skila þessum vegi og í samgönguáætlun, sem ekki var samþykkt núna á Alþingi, voru settar fimm hundruð milljónir árið 2028 í svona einhverjar úrbætur á veginum þannig við gætum skilað honum,“ segir G. Pétur. Minni aðgerðir þangað til Þannig hann er sem stendur í ykkar eigu en þið stefnið á að skila honum eftir fjögur ár? „Við stefnum á að skila honum sem fyrst bara. En það eru settir peningar í þetta 2028 til þess að koma honum í skilahæft form. Þangað til þá höfum við á dagskránni að gera einhverjar minniháttar umferðaröryggisaðgerðir sem við getum með það fjármagn sem við höfum.“ Ekki endilega nóg Sveitarfélögin þurfi að koma sér saman um hvernig vegur þetta eigi að vera. Þá vanti Vegagerðinni meira fjármagn. „Það er augljóst að sveitarfélögin muni ekki sætta sig við að taka við honum eins og hann er. Sem er kannski eðlilegt og þarf að koma honum þá í einhverskonar ásigkomulag sem er sanngjarnt fyrir alla aðila. Þá hefur löggjafinn stefnt á það að setja þessa peninga í það árið 2028. En hvort það dugi til, það er önnur spurning,“ segir G. Pétur. Samgöngur Umferðaröryggi Garðabær Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fyrir helgi var fjallað um öryggi á Elliðavatnsvegi, betur þekktur sem Flóttamannaleiðin, sem liggur í gegnum landsvæði Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Foreldri í Urriðaholti í Garðabæ lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann óttaðist um öryggi barna sem ganga þarna um svæðið. Þá kallaði bæjarstjóri Garðabæjar eftir því að úrbætur yrðu gerðar á veginum, sem er í eigu Vegagerðarinnar, sem allra allra fyrst. Vegurinn sé ekki í góðu standi. Eiga að skila veginum G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn vera svokallaðan skilaveg. Unnið sé að því að skila honum úr eigu Vegagerðarinnar til sveitarfélaganna. Það verður þó ekki gert fyrr en búið er að koma honum í betra stand. „Við stefnum á að skila þessum vegi og í samgönguáætlun, sem ekki var samþykkt núna á Alþingi, voru settar fimm hundruð milljónir árið 2028 í svona einhverjar úrbætur á veginum þannig við gætum skilað honum,“ segir G. Pétur. Minni aðgerðir þangað til Þannig hann er sem stendur í ykkar eigu en þið stefnið á að skila honum eftir fjögur ár? „Við stefnum á að skila honum sem fyrst bara. En það eru settir peningar í þetta 2028 til þess að koma honum í skilahæft form. Þangað til þá höfum við á dagskránni að gera einhverjar minniháttar umferðaröryggisaðgerðir sem við getum með það fjármagn sem við höfum.“ Ekki endilega nóg Sveitarfélögin þurfi að koma sér saman um hvernig vegur þetta eigi að vera. Þá vanti Vegagerðinni meira fjármagn. „Það er augljóst að sveitarfélögin muni ekki sætta sig við að taka við honum eins og hann er. Sem er kannski eðlilegt og þarf að koma honum þá í einhverskonar ásigkomulag sem er sanngjarnt fyrir alla aðila. Þá hefur löggjafinn stefnt á það að setja þessa peninga í það árið 2028. En hvort það dugi til, það er önnur spurning,“ segir G. Pétur.
Samgöngur Umferðaröryggi Garðabær Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira