Láninu varið í að tryggja örugga og heilsusamlega skóla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júní 2024 15:16 Einar Þorsteinsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Vísir/Ívar 100 milljóna evra lán til Reykjavíkurborgar mun greiða götur borgarinnar þegar það kemur að umfangsmiklu viðhaldsátaki í skólahúsnæði borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Carlo Monticelli, bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins, komu saman í dag til að undirrita samning um 100 milljóna evra lán. Eins og greint hefur verið frá samþykkti meirihluti borgarstjórnar lántökuna í gær. Að því sem fram kemur í tilkynningunni mun láninu vera varið í að koma skólahúsnæði í borginni í nútímalegt horf og til að tryggja öruggt og heilsusamlegt skólahúsnæði. Eins og greint hefur verið frá hefur mygla og aðrir skaðvaldar hrjáð ýmsa skóla á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið gagnist innflytjendum og íbúum Grindavíkur „Með þessu átaki verður skólahúsnæði fært í nútímalegt horf þar sem aðstaða til kennslu og lærdóms verður í takt við það sem best verður á kosið í nútímakennslufræðum á öllum stigum náms frá leikskóla til loka grunnskóla,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að lántakan muni gagnast um 22.500 börnum í Reykjavík. „Þar á meðal fjölskyldum innflytjenda, úkraínsku flóttafólki og þeim 200 fjölskyldum sem misstu nýlega heimili sín vegna eldsumbrota við Grindavík.“ Lánið dekkar aðeins hluta kostnaðar Fyrirhugað er að fjárfestingarnar komi til framkvæmda á tímabilinu 2023 til 2028 en heildarkostnaður nemur 223 milljón evrum. Lánið mun því aðeins dekka hluta framkvæmdanna. „Þessi lánssamningur styður okkur í að halda áfram mikilvægu viðhaldsátaki og uppbyggingu á skólahúsnæði í borginni og endurspeglar forgangsröðun okkar í meirihlutanum í þágu skólamála,“ er haft eftir Einari í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Undirritun samningsins fór fram í aðdraganda 57. sameiginlega fundar Þróunarbanka Evrópuráðsins sem hefst í dag og íslensk stjórnvöld standa að í ár en þar koma saman fulltrúar hluthafa og æðstu stjórnenda bankans. Ísland er eitt átta stofnríkja Þróunarbanka Evrópuráðsins. Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Carlo Monticelli, bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins, komu saman í dag til að undirrita samning um 100 milljóna evra lán. Eins og greint hefur verið frá samþykkti meirihluti borgarstjórnar lántökuna í gær. Að því sem fram kemur í tilkynningunni mun láninu vera varið í að koma skólahúsnæði í borginni í nútímalegt horf og til að tryggja öruggt og heilsusamlegt skólahúsnæði. Eins og greint hefur verið frá hefur mygla og aðrir skaðvaldar hrjáð ýmsa skóla á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið gagnist innflytjendum og íbúum Grindavíkur „Með þessu átaki verður skólahúsnæði fært í nútímalegt horf þar sem aðstaða til kennslu og lærdóms verður í takt við það sem best verður á kosið í nútímakennslufræðum á öllum stigum náms frá leikskóla til loka grunnskóla,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að lántakan muni gagnast um 22.500 börnum í Reykjavík. „Þar á meðal fjölskyldum innflytjenda, úkraínsku flóttafólki og þeim 200 fjölskyldum sem misstu nýlega heimili sín vegna eldsumbrota við Grindavík.“ Lánið dekkar aðeins hluta kostnaðar Fyrirhugað er að fjárfestingarnar komi til framkvæmda á tímabilinu 2023 til 2028 en heildarkostnaður nemur 223 milljón evrum. Lánið mun því aðeins dekka hluta framkvæmdanna. „Þessi lánssamningur styður okkur í að halda áfram mikilvægu viðhaldsátaki og uppbyggingu á skólahúsnæði í borginni og endurspeglar forgangsröðun okkar í meirihlutanum í þágu skólamála,“ er haft eftir Einari í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Undirritun samningsins fór fram í aðdraganda 57. sameiginlega fundar Þróunarbanka Evrópuráðsins sem hefst í dag og íslensk stjórnvöld standa að í ár en þar koma saman fulltrúar hluthafa og æðstu stjórnenda bankans. Ísland er eitt átta stofnríkja Þróunarbanka Evrópuráðsins.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09