Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2024 11:01 Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Steingrímur Dúi Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis í gær, á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra, skammt norðaustur af Hvolsvelli. Um borð í rútunni voru 26 íslenskir farþegar í hópferð, auk bílstjóra. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar, en aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Yfirlögregluþjónn segir vettvangsrannsókn lokið. „Núna er bara verið að fara yfir gögn og skipuleggja fyrirhugaðar skýrslustökur af bæði farþegum og bílstjóra,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Skýrslur verði teknar af öllum, en óljóst er hvenær hægt verður að klára það verkefni, enda um fjölda fólks að ræða. Rútan valt utan vegar með 26 farþega innanborðs.Aðsend Ræða mögulega við bílstjórann í dag Jón Gunnar segir aðstæður á vettvangi hafa verið nokkuð góðar með tilliti til veðurs. „En það sjást ummerki á veginum, það er nýbúið að hefla þennan veg og hann er mjúkur. Það er að vora og vegirnir geta verið mjúkir. Það voru ummerki um að vegurinn hafi að hluta til gefið sig, en þetta er allt eitthvað sem á eftir að staðfesta í samtali við bílstjóra líka.“ Mögulegt er að rætt verði við bílstjórann í dag, hvort sem um formlega skýrslutöku verði að ræða eða ekki. Hann er ekki í hópi þeirra verst slösuðu. „Þetta eru meiðsli af öllum toga, allt frá marblettum og upp úr. Þeir sem slösuðust hvað alvarlegast eru ennþá á spítala, en síðustu fréttir sem við höfum eru að það séu allir stabílir,“ sagði Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Enginn leitaði til Rauða krossins Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu. Edda Björk Hjörleifsdóttir, formaður deildarinnar, segir engan hafa leitað á söfnunarsvæðið en áfallateymi deildarinnar hafi sinnt hluta hópsins á spítalanum. Rangárþing ytra Samgönguslys Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis í gær, á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra, skammt norðaustur af Hvolsvelli. Um borð í rútunni voru 26 íslenskir farþegar í hópferð, auk bílstjóra. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar, en aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Yfirlögregluþjónn segir vettvangsrannsókn lokið. „Núna er bara verið að fara yfir gögn og skipuleggja fyrirhugaðar skýrslustökur af bæði farþegum og bílstjóra,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Skýrslur verði teknar af öllum, en óljóst er hvenær hægt verður að klára það verkefni, enda um fjölda fólks að ræða. Rútan valt utan vegar með 26 farþega innanborðs.Aðsend Ræða mögulega við bílstjórann í dag Jón Gunnar segir aðstæður á vettvangi hafa verið nokkuð góðar með tilliti til veðurs. „En það sjást ummerki á veginum, það er nýbúið að hefla þennan veg og hann er mjúkur. Það er að vora og vegirnir geta verið mjúkir. Það voru ummerki um að vegurinn hafi að hluta til gefið sig, en þetta er allt eitthvað sem á eftir að staðfesta í samtali við bílstjóra líka.“ Mögulegt er að rætt verði við bílstjórann í dag, hvort sem um formlega skýrslutöku verði að ræða eða ekki. Hann er ekki í hópi þeirra verst slösuðu. „Þetta eru meiðsli af öllum toga, allt frá marblettum og upp úr. Þeir sem slösuðust hvað alvarlegast eru ennþá á spítala, en síðustu fréttir sem við höfum eru að það séu allir stabílir,“ sagði Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Enginn leitaði til Rauða krossins Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu. Edda Björk Hjörleifsdóttir, formaður deildarinnar, segir engan hafa leitað á söfnunarsvæðið en áfallateymi deildarinnar hafi sinnt hluta hópsins á spítalanum.
Rangárþing ytra Samgönguslys Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira