Segir alvarlegt hvernig Katrín tjáði sig um Persónuvernd Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. maí 2024 19:47 Helga Þórisdóttir hafði gegnt stöðu forstjóra Persónuverndar frá árinu 2015 þegar hún fór í leyfi vegna forsetaframboðsins. Vísir/Vilhelm Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi segir alvarlegt hvernig Katrín Jakobsdóttir mótframbjóðandi hennar og fyrrverandi forsætisráðherra talaði um Persónuvernd við Kára Stefánsson forstjóra ÍE í Covid-faraldrinum án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar. Í viðtali í Forystusætinu, viðtalsþáttum Ríkisútvarpsins þar sem rætt er við forsetaframbjóðendur, rifjar Helga Þórisdóttir upp samskipti hennar við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og samskipti sem hann birti við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra í Covid-faraldrinum. Viðtalið má nálgast hér, en umræðan hefst á tíundu mínútu. Áfall að forseti styddi einkafyrirtæki umfram Persónuvernd „Það var líka ákveðið áfall fyrir okkur hjá Persónuvernd þegar við lentum í því að þáverandi forsætisráðherra ákvað að stíga fram og styðja frekar einkafyrirtæki, sem hafði hótað okkur málshöfðun, heldur en Persónuvernd, sem hefur það eina starf að fara að lögum. Og það gerðist í Covid-faraldrinum,“ segir Helga í viðtalinu. Þar sé hún að tala um Katrínu Jakobsdóttur, mótframbjóðanda hennar. Aðspurð segist hún ekki hafa átt í beinum orðaskiptum við hana. Samskiptin við Kára í átakabúning „Það var sem sagt forstjóri sterks einkafyrirtækis sem átti í slíkum samskiptum við hana og birti þau samskipti,“ segir Helga, og að um ræði Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann birti bréf Katrínar til sín í aðsendri grein á Vísi. Bréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, dagsett 5. janúar 2022. Kári birti bréfið í aðsendri grein á Vísi. Þar hafi Katrín tjáð skoðun sína á framferði Persónuverndar án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar um afstöðu þeirra í málinu. „Og það er dálítið alvarlegt vegna þess að við erum algjörlega sjálfstæð stofnun og eigum bara að fara að lögum,“ segir Helga Þórisdóttir í viðtalinu. Aðspurð segist hún þá hafa átt í samskiptum við Kára vegna málsins. „Þau hafa verið meira í átakabúningi af hans hálfu, eiginlega alla tíð. Og löngu áður en ég kom til starfa hjá Persónuvernd,“ segir Helga áður en þáttastjórnandi snýr umræðuefninu annað. Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Í viðtali í Forystusætinu, viðtalsþáttum Ríkisútvarpsins þar sem rætt er við forsetaframbjóðendur, rifjar Helga Þórisdóttir upp samskipti hennar við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og samskipti sem hann birti við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra í Covid-faraldrinum. Viðtalið má nálgast hér, en umræðan hefst á tíundu mínútu. Áfall að forseti styddi einkafyrirtæki umfram Persónuvernd „Það var líka ákveðið áfall fyrir okkur hjá Persónuvernd þegar við lentum í því að þáverandi forsætisráðherra ákvað að stíga fram og styðja frekar einkafyrirtæki, sem hafði hótað okkur málshöfðun, heldur en Persónuvernd, sem hefur það eina starf að fara að lögum. Og það gerðist í Covid-faraldrinum,“ segir Helga í viðtalinu. Þar sé hún að tala um Katrínu Jakobsdóttur, mótframbjóðanda hennar. Aðspurð segist hún ekki hafa átt í beinum orðaskiptum við hana. Samskiptin við Kára í átakabúning „Það var sem sagt forstjóri sterks einkafyrirtækis sem átti í slíkum samskiptum við hana og birti þau samskipti,“ segir Helga, og að um ræði Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann birti bréf Katrínar til sín í aðsendri grein á Vísi. Bréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, dagsett 5. janúar 2022. Kári birti bréfið í aðsendri grein á Vísi. Þar hafi Katrín tjáð skoðun sína á framferði Persónuverndar án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar um afstöðu þeirra í málinu. „Og það er dálítið alvarlegt vegna þess að við erum algjörlega sjálfstæð stofnun og eigum bara að fara að lögum,“ segir Helga Þórisdóttir í viðtalinu. Aðspurð segist hún þá hafa átt í samskiptum við Kára vegna málsins. „Þau hafa verið meira í átakabúningi af hans hálfu, eiginlega alla tíð. Og löngu áður en ég kom til starfa hjá Persónuvernd,“ segir Helga áður en þáttastjórnandi snýr umræðuefninu annað.
Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira